9.1.2018 | 18:51
Keflavík - Kaupmannahöfn - Kairó - Luxor 5-13.jan 2018
Fyrsta ferð ársins er til Luxor í Egyptalandi. Við gátum ekki flogið beint svo að við fórum með Icelandair til Kaupmannahafnar. Þaðan flugum við sama dag til Kairó með EgyptAir, þar sem við gistum í 3 nætur... Egypt Air fór svo með okkur til Luxor þar sem við gistum í 5 nætur.
5.jan... Flug til Kaupmannahafnar og þaðan til Kairó. Við fengum okkur leigubíl á flugvellinum og bílstjórinn Hassan var síðan með okkur þar til við flugum til Luxor.
Golden Park Hotel Cairo Heliopolis
221 El Hegaz Street Cairo 11351 EG
sími +20226208668 room 256
6.jan... Hassan var mættur kl 9 og við fórum fyrst á Papírus verkstæði þar sem við fengum sýnikennslu í gerð pappírs... þá fór hann með okkur að skoða fyrstu píramídana sem voru byggðir og söguna hvernig þeir breyttust með tíma og reynslu byggingarmanna. Hassan er fornleifafræðingur... við vorum heppin að fá mann sem vissi þetta allt.
Við skoðuðum grafhýsi og fórum inn í píramída. Göngin eru mjög brött og lág til lofts og því erfitt að fara niður í þau. Þá fórum við á Gisa svæðið þar sem frægustu píramídarnir eru. Þeir eru 3 stórir og nokkrir minni í kring. Sorglegt hvað þjóðin hefur verið rænd af gersemunum þeirra. Við fórum á svæði Bedúína og kameldýra þeirra... lífshættir þeirra hafa lítið breyst frá biblíutímum.
Á Gisa svæðinu var líka Sfinx-inn... engin smá stytta. Við borðuðum kvöldmat á veitingahúsi sem var með útsýni yfir Gisa svæðið. Hassan skilaði okkur um kl 5.
Kairó er mjög sóðaleg borg og það er stjórnvöldum að kenna... draslið safnast upp því það eru engin úrræði fyrir fólk að losa sig við það, fátæktin er mikil og sölufólk hræðilega uppáþrengjandi. Mengun er mikil og lögregla með hríðskotabyssur á hverju strái.
7.jan... við tókum því rólega til kl 3 eh, þegar við vorum sótt og keyrð á markaðinn. Það er viss upplifun en um leið erfitt að geta ekki skoðað neitt án þess að vera valtað yfir mann af uppáþrengjandi sölumönnum. Bílstjórinn beið eftir okkur kl 4:45 til að keyra okkur í skip. Við fórum í rúmlega 2ja tíma siglingu á Níl, siglingu sem innihélt mat og sýningu, magadans og sirkus/listdans... eða hvað það heitir.
8.jan... Eftir morgunmat fórum við með leigubíl í flugstöðina og tékkuðum okkur inn. Þar var stanslaus öryggisgæsla em tilheyrandi töskuskönnun... og í síðasta skanna fyrir flugtak tóku þeir af mér sport-tape og örsmá skæri... svo ég get ekki teypað tærnar fyrir næsta maraþon. Flugið tók um klst. Þegar við lentum tókum við leigubíl á hótelið Maritim Jolie Ville og sömdum við bílstjórann, Ali að sækja okkur daginn eftir. Við erum í hvílíkum lúxus hér... eins og Paradís.
Við borðuðum kvöldmat á buffeti hótelsins. Það vantað mikið upp á hreinlæti í mat í þessu landi og við erum komin með í magann.
Þegar skráði mig í maraþonið þurfti ég að kaupa pakka sem innihélt skráningu, 3 nætur á þessu hóteli, rútu til og frá starti/marki og verðlaunahóf með mat og skemmtiatriðum.
Maritim Jolie Ville Kings Island Luxor
Aswan Road - Kings Island Luxor EG
Sími +20952274855... íbúð D6
9.jan... Ali var mættur kl 9 og fór með okkur út um allt. Fornminjar liggja hér eins og hráviður um allt... Við skoðuðum Konungadalinn, Drottningadalinn, Madinet Habu (Temple of Ramses) Deir El-Medina og Temple of Hatshepsut sem var rosaleg stórt og frægt musteri. Hvílík saga í kringum allt og ótrúlegt þrekvirki það hefur verið að búa til grafhýsin og skreyta þau að innan. Því miður mátti sjá veggjakrot frá síðustu öldum innan um heraklífurnar. Fyrir alger mistök umsjónarmanna, komst ég niður í grafhýsi Nefertari... það voru engin skilti, enginn vörður sem passaði innganginn en það kostaði 1000 le aukalega að skoða þessa gröf í Drottningadalnum.
https://www.youtube.com/watch?v=TBwj42bupJI
10.jan... Ali sótti okkur kl 10 og keyrði í Luxor Temple, Karnak Temple, Mummification Museum og svo skoðaði ég veginn milli hofanna tveggja en hann er í uppgreftri núna. Við borðum bara morgunmat og kvöldmat á hótelinu því við þorum ekki að borða annars staðar... en við sjáum að þeirra hreinlæti er ekki á sama stigi og okkar, það þykir ekkert tiltökumál að kreista brauð til að finna hvort það sé mjúkt... en skilja það svo eftir á bakkanum.
Fjölbreytnin er mikil hjá þeim og við höfum ekki séð sömu réttina tvisvar á kvöldin. Við erum bæði orðin mjög slæm í maganum.
11.jan... Í dag tókum við það rólega, láum í sólbaði, horfðum yfir hina frægu Níl og á bátana og skemmtiferðaskipin sem sigldu þar. Við erum á eyju í Níl... það eru verðir við brúna sem sprengjuskoða undirvagn bílsins og kíkja í skottið í hvert skipti sem við komum aftur á hótelið... þá þarf bílstjórinn að skilja ökuskírteinið sitt eftir í hliðinu. Við sáum líka verði við bryggjuna. Ég sótti númerið kl 16:30 í anddyri hótelsins og fékk síðustu upplýsingar fyrir maraþonið á morgun. Það var brúðkaupsveisla í hinu megin í matsalnum þegar við fórum í kvöldmat og skemmtiatriðin voru magadans og ljósa/sirkusdans eins og var í skipinu í Kairó.
Ég tók til hlaupadótið og við fórum snemma að sofa.
12.jan... Við vöknuðum 4:15... allt um Luxor Marathon á byltur.blog.is
https://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/2209491/
Eftir maraþonið, tók ég það rólega... fór ég í sturtu og svo klæddum við okkur fyrir verðlaunahófið en enginn fékk verðlaunapeninginn afhentan í markinu. Þetta hóf var auðvitað bara peningaplokk eins og öll ferðamennskan hér. Við stoppuðum ekki lengi eftir matinn,(sáum þó magadansinn)... vegna þess að við áttum flug snemma í fyrramálið.
13.jan... Við vöknuðum 2:45, því við vorum búin að semja við Ali að sækja okkur kl 3:30. Það er um hálftíma keyrsla upp á flugvöll. Það er svosem gott að það sé góð öryggisgæsla en við fórum 4x í gegnum skanna og 6x sýndum við farmiðann. Við flugum kl 6 til Kairó... flugum kl 10 til Kaupmannahafnar... og kl 20 heim. Harpa sótti okkur upp á völl og það voru smá viðbrigði að koma í snjóinn og kuldann en ALLTAF gott að koma heim.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Ferðalög | Breytt 30.1.2018 kl. 00:03 | Facebook
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Bloggvinir
Af mbl.is
Erlent
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
- Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir sálfræðihernað Rússa
- Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út
- Danir og Svíar útiloka ekki skemmdarverk
- Þúsundir þrömmuðu um götur Aþenu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.