Leita í fréttum mbl.is

Áramóta annáll fyrir árið 2017

Gleðilegt ár 2018

Við Lúlli óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir liðin ár. 

Elsta langömmubarnið okkar er 6 ára í dag, nýjársdag og byrjar í skóla á þessu ári, hún á heima í Noregi. Elsku Emilía Líf krúttið okkar, innilega til hamingju með daginn þinn. Vonandi getum við einhverntíma mætt í afmælið þitt.

Síðasta ár (2017) var ótrúlega fljótt að líða og viðburðarríkt. 

FJÖLSKYLDAN 

Það varð ekki fjölgun í fjölskyldunni en alltaf gleðilegt þegar allt gengur sinn vanagang og öllum gengur vel. Við erum mjög stolt yfir öllum okkar börnum, barnabörnum og barna-barnabörnum en það má nefna að sonurinn byrjaði í lögfræði í Háskóla Íslands og hefur gengið vel í haust og Lovísa hljóp sitt fyrsta hálf maraþon.

STÓRAFMÆLI ÁRSINS

Harpa átti stórafmæli í október, varð 40 ára. Að venju á stórafmælum fórum við út að borða og að hennar vali í keilu á eftir.

FERÐALÖG

Við þreytumst ekki að ferðast, amk ekki ég. Ég fór 3 ferðir ein til USA, 1 stelpuferð með Lovísu og systrum mínum, 1 sinni með Svavari og 7 sinnum kom Lúlli með. Allar ferðirnar utan ein voru hlaupaferðir.
Þetta voru alls 12 ferðir til útlanda. 9 ferðir til USA og 3 til Evrópu en við Lúlli fórum til Rómar og Lissabon.... og við Svavar til London og Parísar.

Í ævintýraferð okkar Svavars skoðuðum allt það markverðasta í London auk hins víðfræga Stonehenge og tókum svo lestina til Parísar þar sem helstu ferðamannastaðirnir voru heimsóttir og merktir okkur.  

Vala og Hjörtur komu með okkur Lúlla til USA í maí/júní þar sem við heimsóttum Niagara fossana, Mount Rushmore, Devils Tower og fl. ekkert smá ævintýri þar.

HREYFING

Ég hljóp 16 heil maraþon á árinu... Við systur tókum ratleikinn eins og undanfarin sumur og að þessu sinni kláruðum við allar leikinn, fundum öll 27 spjöldin...

https://www.youtube.com/watch?v=w_3cW2WEQ6g&t=12s

ég fór nokkrar ferðir á Helgafellið mitt og eina ferð á Esjuna. Annað árið í röð varð ekkert úr því að ég færi Selvogsgötuna. Ég losnaði að mestu við meiðslin sem ég hef haft þannig að í haust sá ég fram á að geta farið að æfa meira... það gengur vel en ég þori samt ekki að fara of geyst í það. Við systur syndum áfram á föstudögum... ég hljóp eitthvað smávegis og hjólaði tvisvar í viku með Völu.

Þetta ár verður enn meira spennandi... og meiri ævintýri bíða :)

Hlaupa annállinn er kominn á http://byltur.blog.is/blog/byltur/

PS.

Ég braut blað er ég sótti um prestsembætti í fyrsta sinn haustið 2016... 2017 sótti ég um nokkur brauð... en kannski verð ég bara að baka þetta blessaða brauð sjálf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband