Leita í fréttum mbl.is

Keflavík - Seattle WA - Pendleton OR - Lewiston ID - Seattle WA - heim

31.ág

     Days Inn, Bellevue, 3241 156th Ave S-East Bellevue WA 98007
     Tel: 425 643-6644    room 214

Þetta er í fyrsta sinn sem við ferðumst með Delta til Ameríku. Það kom ágætlega út. Flugið var kl 8:45 am og þeir buðu upp á morgunmat á leiðinni út. Við millilentum í Minneapolis og héngum þar í nokkra tíma. Þaðan flugum við til Seattle. Tímamismunurinn er 7 klst og við fórum fljótlega að sofa þegar við komum á hótelið í Seattle.

1-4.sept ... 3 nætur

     Knights Inn, 310 S-East Dorion Pendleton OR 97801-2530
     Tel: 541 276-6231  room 121 

Við vöknuðum snemma og vorum lögð af stað kl 8 am enda er þónokkur keyrsla til Pendleton OR. Við fengum okkur að borða í Wildhorse Casino áður er við settum tærnar upp í loft.

2.sept
Við kíktum í búðir, skoðuðum bæinn, ég reyndi að komast í skoðunarferð... The Historic Underground Tour... en það var uppselt. Við fórum á startið fyrir maraþonið á morgun, ég fékk númerið mitt og ég gekk rúma 3 km með Sharon.

3.sept
Klukkan hringdi 2:30. Maraþonið var ræst kl 4 am. (Sjá byltur.blog.is) Eftir maraþonið tókum við það rólega, það er svakaleg hitabylgja hérna.

4-6.sept... 2 nætur

     Days Inn, 3120 N South HWY. Lewiston ID
     Tel: 208 743-83501   room 103

Við erum enn á vitlausum tíma og það tekur ekki að breyta því. Við vöknuðum snemma og vorum lögð af stað til Lewiston Idaho um 8 leytið am. Við komum til Idaho um hádegið. Lewiston og Clarkston (næsti bær) heita eftir landkönnuðunum Lewis og Clark. Við skoðuðum bæinn, versluðum, fengum okkur að borða og komum okkur fyrir á Days Inn Lewiston. Mér fannst voðalega skrýtin lykt í loftinu en áttaði mig ekki á því hvað það var.

5.sept
Við sáum í fréttum að það geysa skógareldar á stórum landsvæðum allt í kring um okkur. Allt sem átti að vera utandyra var fært inn vegna reykjakófs í loftinu... og skyggni er lítið í dag. Nú sé ég eftir að hafa ekki tekið myndir í gær. Við kíktum á hlauparana sem hlupu í WA í dag og ég gekk einn hring. Mistrið er mikið og á að vera eins á morgun. Við keyrðum á startið á morgun til að kíkja á aðstæður. Það var í Hells Gate State Park í Clarkston... uþb 10 km frá hótelinu. 

6.sept.... 1 nótt
Við ákváðum að Lúlli myndi bíða á hótelinu meðan ég færi í maraþonið (sjá byltur.blog.is) ég fékk að tékka mig út um hádegi og náði þess vegna að fara í sturtu áður en við lögðum af stað til Seattle. Við vorum heppin að leiðin okkar var ekki lokuð vegna skógarelda. Við komum um kvöldmat til Seattle... og gistum á Quality Inn

     Quality Inn, 1850 SE Maple Valley HWY, Renton WA 98057
     Tel: 425 226-7600    room 308

7.sept... Delta flug til JFK og þaðan heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband