Leita í fréttum mbl.is

Maui og Kaua´i Hawaii 12-22.jan 2017

12.jan SEATTLE 
Já góðan daginn, ég var ekki búin að taka alveg úr töskunum eftir síðustu ferð þegar við erum farin aftur. Í þetta sinn verður þetta meira en helgarferð... (eins og síðast þegar ég fór til Hawaii) því nú við ætlum að heimsækja tvær eyjar sem við höfum ekki farið til áður.

Við áttum flug til Seattle kl 5 eh og flugið var tæpir 8 tímar... svo við ákváðum að gista þarr. Það var kuldalegt úti en snjólaust. Við vorum orðin þreytt þegar við komum á hótelið og eftir að hafa opnað tölvuna og hringt í Jonnu, vorum við fljót að sofna.

Days Inn Sea Tec,
19015 International BLVD. 98188 Seattle WA,
Tel: 1 206 244-3600 room 330
.........................................................

13-16.jan MAUI
Við vöknuðum auðvitað um miðja nótt (8 tíma munur) svo við mættum í morgunmat um leið og opnaði kl 6am.
Við áttum flug með Delta um hádegið til Maui Hawaii. Þegar við komum út á flugvöll var flugið YFIR-YFIR bókað og við samþykktum að færa okkur í annað flug... það var með Alaska Airlines og millilendingu í Portland OR. 
Ferðinni seinkaði þá aðeins hjá okkur en flugið til Portland var 30 mín og flugið til Maui var 5:45... Við lentum rúmlega 10pm, fengum bílinn og keyrðum yfir eyjuna á hótelið okkar. Hótelið var ágætlega staðsett fyrir maraþonið, allt í göngufæri.

Aina Nalu Lahaina Resorts
660 Wainee Street Lahaina HI 96761, 
Tel: 1 808 667-9766
..........................................................

16-22.jan Kauai Hawaii

Flugið til Kaua´i tók um 45 mín. Við fengum ágætan bíl hjá Hertz og renndum í Walmart og svo á hótelið okkar... Allt sem innfæddir sjá um og eiga virðist eiga það sameiginlegt að líta út fyrir að vera í niðurníðslu... það þarf nefnilega að hafa fyrir snyrtilegu umhverfi á hitasvæðum. 
ATH.... verð að leiðrétta þetta... Það er VETUR og þess vegna er gróðurinn svolítið rytjulegur, sumar jurtir eru fölnaðar, í dvala, þó aðrar séu blómstrandi.
Við tékkuðum okkur inn og tókum því rólega. Hér eru hænur með unga og hanar hlaupandi um villt um allar trissur, á planinu hjá Walmart, við Burger King og við hótelið og hópurinn hleypur á eftir manni.
17.jan... Allar eyjar Hawaii eru með há fjöll, regnskóga og mikið regn á norðurhliðinni. Veðurspáin breytti sér, var okkur hliðholl, svo við keyrðum norður þar til vegurinn endaði - notuðum góða veðrið. Landslagið er ótrúlega fallegt, stendurnar himneskar, skoðuðum tvo hella.
18.jan... Við fréttum af tveim fossum rétt við bæinn svo við fórum að skoða þá, svo sóttum við númerið fyrir maraþonin í Smith Family Garden Luau en þar vorum við búin að panta okkur dinner og show um kvöldið.
19.jan... Aloha Series #1 Marathon... ræst kl 4:30 í Smith Family Garden. Rosalega fallegur og vel hirtur garður. Maraþonið er á byltur.blog.is
20.jan... Vá hvað það var gott að sofa... ég var furðu góð eftir hlaupið. Við keyrðum suðurhliðina á eyjunni og keyrðum eftir gilbrún "Grand Canyon" eyjunnar, hrikalegt landslag með himinháum fossum. Fossarnir á eyjunni eiga það sammerkt að vera mjög ó-aðgengilegir... svo þeir sjást bara úr fjarlægt nema maður kaupi sér þyrluferð.
21.jan... Aloha Series #3 Marathon... ræst kl 4:30 á ströndinni í Kapaa í grenjandi rigningu og hávaða roki (bara eins og heima). Marathonið á byltur.blog.is

Kauai Palms Hotel
2931 Kalena Street Lihue 96766 HI US
Tel: +18082460908  room 17 á 2.hæð... ekki sími í herberginu !!!

22.jan... Komið að heimferð, flug til Seattle kl 14:20.Flugið var 5 og hálfur tími og svo fórum við 2 tíma aftur á bak þannig að klukkan var að verða 11pm. Ég hringdi á skutluna.
23.jan... Flug heim kl 15:30

QUALITY INN SEA-TAC AIRPORT

2900 S. 192nd Street, Seattle, WA, 98188, US
Phone: (206) 241-9292

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband