Leita í fréttum mbl.is

Bright Angel Trail

1.júní

Hvílíkt ævintýri... við vorum með sér rjóður með borði.Rjóður nr 24. Það var svo mikill hávaði í náttúrunni að ég svaf ekki mikið... Vala uppgötvaði stjörnuhimininn í klósettferð og sagði að ég yrði að sjá þetta og hvílík sjón... fullur himinn af stórum stjörnum eins skærum og Venus. Næturhitinn var um 20C

Við fórum á fætur um kl 5, fengum okkur að borða, pökkuðum dótinu og gerðum okkur klárar til að ganga upp. Við vorum allar mjög hressar... fótabaðið í ánni í gærkvöldi hafði hresst aumar tásurnar eftir bratta niðurferðina... 

Vá hvað allt var fallegt í neðsta hluta gjúfursins... mikill gróður og Colorado áin.

Við lögðum af stað kl 6:30... fórum yfir aðra brú og svo hófst uppgangan... við vorum hver um sig með 10-12 kg á bakinu... sem þýddi fleiri pásur...

Hvílíkt ævintýri... "ER EKKI GAMAN" var vinsælasta spurningin :)

Það tók okkur 4 tíma að fara upp í Indian Garden... sem er á ca miðri leið upp... 7,5 km og við stoppuðum þar í 2 tíma. Hitinn var kominn í 44C.

Næstu 2 vatnsstöðvar voru á 3 mile resthouse og 1.5 mílna resthouse frá toppi... Alls var gönguleiðin, upp og niður um 26 km.

Uppgangan var erfið... og margar pásur teknar... mikill hiti og við komnar með ógeð á vatninu... Leiðin virtist ókleyf á köflum og það var ekkert nema vá, vá hvað þetta er flott... Við vorum 13 tíma á leiðinni upp... náðum að koma upp í björtu..

Vá hvað við erum miklar hetjur... strákarnir tóku stoltir á móti okkur... 

ÞETTA VAR GEÐVEIKT !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband