Leita í fréttum mbl.is

San Diego - Santa Barbara

31.maí
Ég fór um miðja nótt og hljóp. Lúlli varð eftir á hótelinu enda er fyrirkomulagið á hlaupinu þannig að það er best fyrir hann. Síðast þegar ég hljóp hérna vorum við á öðru hóteli hérna í götunni og þá beið Lúlli líka á hótelinu á meðan ég hljóp.

Eftir R´N´R San Diego maraþonið sótti ég Lúlla á hótelið og við keyrðum beint til Jonnu okkar. Það er 4-5 tíma keyrsla til Santa Barbara og við komum um kl 8 um kvöldið.

Ó hvað það var gott að hitta Jonnu okkar og Matta sem á ógurlega bágt núna því hann er með húðkrabbamein grey kisan.... en þetta verða dásamlegir dagar hérna hjá kærum vinum okkar.

...............

1.júní
Við getum ekki heimsótt Santa Barbara án þess að kyssa ströndina. Við gengum “upp” að strönd í morgun. Það var skýjað og aðeins kalt ca 15°c

Eftir hádegið fórum við aðeins á rúntinn en annars er þetta bara afslöppun. Við fórum með Jonnu í Costco, versluðum vítamín og keyptum stóran, safaríkan steiktan kjúkling til að borða í kvöldmat. Eftir matinn gripum við aðeins í spil... UNO UNO


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband