Leita í fréttum mbl.is

Raleigh NC - DC - Boston MA - Keflavik

Ég reyndi aldrei að rétta tímann við... og ég er orðin svo löt að ég nenni oftast ekki út eftir maraþonin í helgarferðum. Núna borðaði ég á Wendy´s út á horni áður en ég fór á hótelið... það kom ágætlega út. Eftir sturtuna, gekk ég frá dótinu, ég átti flug snemma og þurfti að vera búin að skila bílaleigubínum kl 8 am. 

Morgunmaturinn var frá 6am og eftir það var bara að koma sér í flugið. Bíllinn var frá Hertz og ég flaug með United Airlines, fyrst til DC og þaðan til Boston.

Ég flaug síðan í fyrsta (og vonandi síðasta) sinn heim með WOW air. Ég gerði þeim ekki til geðs að kaupa aukaþyngd á handfarangur og var því aðeins undir 5kg takmarkinu. Vélin var stór og greinilega ný (Freyja) en um borð var ALLT selt nema súrefnið. Ég verð að segja að ég hef flogið þónokkuð mikið en ALDREI flogið með flugfélagi sem gefur manni ekki svo mikið sem vatnssopa eða kaffi.

Í þessari nýju flugvél var ENGIN afþreying... það var gert ráð fyrir að maður kæmi með sína eigin tónlist eða myndir á eigin skjátölvu. Það er kannski frekar hægt að þola það á heimleið af því það er næturflug en hlýtur að vera skelfing á leiðinni út. Alla vega vona ég að ég þurfi aldrei að ferðast með þeim aftur og myndi ekki mæla með WOW við neinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband