Leita í fréttum mbl.is

Baton Rouge - New Orleans LA

Við tékkuðum okkur út snemma því við ætluðum að fara á Golden Corral í morgunverðarhlaðborð. Það er æðislegt að byrja daginn á baconi, eggjum, ommilettu, vöfflu og öllu mögulegu… Ummm, namm

Það voru svo um 80 mílur niður til New Orleans. Við byrjuðum á því að ná í gögnin fyrir hlaupið, fórum svo á startið og síðast á hótelið. Ég held ég myndi forðast í lengstu lög að velja þetta hótel aftur þó það sé ágætlega staðsett… Annars er kannski ekki sanngjarnt að dæma eftir útlitinu og starfsfólkið getur ekki gert að því að næstum allt er bilað og þjónusta eiginlega ENGIN. Síðast þegar við vorum í New Orleans var það stuttu eftir eyðilegginguna eftir fellibylinn Katrínu og allt í rúst… en nú er allt að byggjast upp.

Hverfið er ekki það besta, herbergið er svosem ágætt en það er ekki einu sinni sími á herbergjunum. Við vorum á þriðju hæð, fyrst virkuðu lyklarnir ekki, svo áttum í vandræðum með internetið og sjónvarpsfjarstýringin var batteríislaus… allt kostaði sér ferð niður fyrir mig… við reyndum að fá betra herbergi – sem var svo verra og við fórum til baka. 
En hér er þvottavél fyrir gesti – það er plús… að þvo eftir hlaupið á morgun... en þegar ég ætlaði að nota hana var peningaskiptirinn bilaður og konan í afgreiðslunni yppti bara öxlum.

The Midtown Motel
3900 Tulane Avenue, New Orleans (Louisiana), LA 70119, USA

Phone   +15042185984


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband