Leita í fréttum mbl.is

Dagur 6, Space Coast Marathon 30.11.2014

Dagur 6, Space Coast Marathon 30.11.2014 031Það fór lítið fyrir verslun þennan daginn... enda var annað og merkilegra á dagskránni hjá okkur. Tilgangur ferðarinnar (amk eitt af aðalverkefnum ferðarinnar) var að hlaupa Space Coast Marathon á Cocoa Village.

Við vöknuðum 2:45 og eftir allar serímóníurnar fórum við með rútunni í hlaupið. Berghildur og Edda voru að hlaupa hálft maraþon í fyrsta sinn og þeim gekk báðum vel... Peningurinn er æðislega flottur...

Heimferðardagur 1.12.2014 004Veðrið var ALLT OF GOTT... og eftir hlaupið vorum við Edda alls ekki tilbúnar að fara bara inn á eftir... svo við löbbuðum niður á strönd og fórum í klst sólbað.

Eftir sólbaðið, sturtu og hringingar heim fórum við út að borða á "Þriðjudegi". Þetta er í annað sinn sem ég hleyp á afmælisdeginum mínum, síðast var það 2008 í Seattle. Núna er nokkurra stiga frost í hlaupinu hjá þeim....
FRÁBÆR DAGUR :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband