Leita í fréttum mbl.is

Veikindi

Ég er búin að vera hundlasin undanfarið. Fyrst fékk ég kvef eða hæsi sem ég ætlaði aldrei að losna við, vegna þess að ég gat aldrei hvílt röddina... ekki auðvelt þegar maður er í starfi þar sem maður þarf að tala og syngja mikið.

Hæsin var síðan greind sem sýking í hálsi og ég fékk Pensillin.  Eftir að hafa tekið það í 3 daga var ég hastarlega veik, með hita, algert þróttleysi og vanlíðan. Eftir viku inntöku þá steyptist ég út í rauðum upphleyptum doppum og dílum, eins og ég hefði fengið rauða hunda, mislinga og hlaupabólu allt í einu. 

Þetta var dæmt sem ofnæmi fyrir Pensillin-inu og ég sett á ofnæmislyf. Mér fannst tímasetningin á þessu ofnæmiskasti vera vest, ég var auglýst á tveim stöðum á sunnudeginum en varð að vera á þeim þriðja, þ.e.a.s. HEIMA.  

Nú hefur svo sannarlega birt til... sólin farin að skína, veðrið malar eins og köttur og ég að lagast. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband