Leita í fréttum mbl.is

Áramóta annáll fyrir árið 2017

Gleðilegt ár 2018

Við Lúlli óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir liðin ár. 

Elsta langömmubarnið okkar er 6 ára í dag, nýjársdag og byrjar í skóla á þessu ári, hún á heima í Noregi. Elsku Emilía Líf krúttið okkar, innilega til hamingju með daginn þinn. Vonandi getum við einhverntíma mætt í afmælið þitt.

Síðasta ár (2017) var ótrúlega fljótt að líða og viðburðarríkt. 

FJÖLSKYLDAN 

Það varð ekki fjölgun í fjölskyldunni en alltaf gleðilegt þegar allt gengur sinn vanagang og öllum gengur vel. Við erum mjög stolt yfir öllum okkar börnum, barnabörnum og barna-barnabörnum en það má nefna að sonurinn byrjaði í lögfræði í Háskóla Íslands og hefur gengið vel í haust og Lovísa hljóp sitt fyrsta hálf maraþon.

STÓRAFMÆLI ÁRSINS

Harpa átti stórafmæli í október, varð 40 ára. Að venju á stórafmælum fórum við út að borða og að hennar vali í keilu á eftir.

FERÐALÖG

Við þreytumst ekki að ferðast, amk ekki ég. Ég fór 3 ferðir ein til USA, 1 stelpuferð með Lovísu og systrum mínum, 1 sinni með Svavari og 7 sinnum kom Lúlli með. Allar ferðirnar utan ein voru hlaupaferðir.
Þetta voru alls 12 ferðir til útlanda. 9 ferðir til USA og 3 til Evrópu en við Lúlli fórum til Rómar og Lissabon.... og við Svavar til London og Parísar.

Í ævintýraferð okkar Svavars skoðuðum allt það markverðasta í London auk hins víðfræga Stonehenge og tókum svo lestina til Parísar þar sem helstu ferðamannastaðirnir voru heimsóttir og merktir okkur.  

Vala og Hjörtur komu með okkur Lúlla til USA í maí/júní þar sem við heimsóttum Niagara fossana, Mount Rushmore, Devils Tower og fl. ekkert smá ævintýri þar.

HREYFING

Ég hljóp 16 heil maraþon á árinu... Við systur tókum ratleikinn eins og undanfarin sumur og að þessu sinni kláruðum við allar leikinn, fundum öll 27 spjöldin...

https://www.youtube.com/watch?v=w_3cW2WEQ6g&t=12s

ég fór nokkrar ferðir á Helgafellið mitt og eina ferð á Esjuna. Annað árið í röð varð ekkert úr því að ég færi Selvogsgötuna. Ég losnaði að mestu við meiðslin sem ég hef haft þannig að í haust sá ég fram á að geta farið að æfa meira... það gengur vel en ég þori samt ekki að fara of geyst í það. Við systur syndum áfram á föstudögum... ég hljóp eitthvað smávegis og hjólaði tvisvar í viku með Völu.

Þetta ár verður enn meira spennandi... og meiri ævintýri bíða :)

Hlaupa annállinn er kominn á http://byltur.blog.is/blog/byltur/

PS.

Ég braut blað er ég sótti um prestsembætti í fyrsta sinn haustið 2016... 2017 sótti ég um nokkur brauð... en kannski verð ég bara að baka þetta blessaða brauð sjálf.


Bloggfærslur 1. janúar 2018

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband