Leita í fréttum mbl.is

Hvað gott á ég að gjöra til að öðlast eilíft líf ? - Matt. 19.kafli

-16- Þá kom til hans maður og spurði: Meistari, hvað gott á ég að gjöra til þess að öðlast eilíft líf?
-17- Jesús sagði við hann: Hví spyr þú mig um hið góða? Einn er sá hinn góði. Ef þú vilt inn ganga til lífsins, þá haltu boðorðin.
-18- Hann spurði: Hver? Jesús sagði: Þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki bera ljúgvitni,
-19- heiðra föður þinn og móður, og þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.
-20- Þá sagði ungi maðurinn: Alls þessa hef ég gætt. Hvers er mér enn vant?
-21- Jesús sagði við hann: Ef þú vilt vera fullkominn, skaltu fara, selja eigur þínar og gefa fátækum, og munt þú fjársjóð eiga á himnum. Kom síðan, og fylg mér.

Svipaða frásögn er líka að finna í Markúsi 10:17-20 og Lúkasi 18:18-22. Mattesuarguðspjall er eina guðspjallið sem hefur orðið ,,gott" í spurningunni. Í því felst að maðurinn vænti svars sem varði verk... að gera góðverk sem færi honum eilíft líf.

Í öllum guðspjöllunum eru talin upp sömu 5 boðorðin, auk tvöfalda kærleiksboðorðsins í Matt og í Mark er bætt við ,,þú skalt ekki pretta"…
Það sem gerir þessar frásagnir athyglisverðar er það að, það er Jesús sem telur upp boðorðin… Hvers vegna nefnir hann ekki fyrst af öllu, að maðurinn eigi að elska Drottinn Guð einan og hafa ekki aðra guði en hann… að hann eigi ekki að gera eftirmyndir og líkneski… að hann eigi ekki að leggja nafn Guðs við hégóma…og hvers vegna minnti Jesús manninn ekki á að halda hvíldardaginn? …Svo er ekki minnst á áminninguna um að girnast ekki konu eða eigur annarra…

Fyrir kristna manneskju eru fyrstu boðorðin mikilvægust, þ.e. sambandið við Guð.

Í Mark og Lúk þekkir maðurinn boðorðin en ekki í Matt... hann spyr ,,Hver?" EN hann hefur samt haldið þau. Skýringin er sennilega sú, að Lúk segir manninn vera höfðingja, hann var ekki gyðingur og boðorðin sem maðurinn hafði alist upp við voru almennar samfélagsreglur.
Vegna þess að maðurinn er ekki gyðingur, nefnir Jesús ekki boðorðin sem varða sambandið við Guð og þess vegna segir Jesús að það verði honum svo erfitt að komast í himnaríki. Til þess hefði maðurinn þurft að láta eigur sínar víkja úr fyrsta sæti í hjarta sínu og setja Krist í hásætið... Það getur tekið á að ákveða að fylgja Kristi.

-29- Og hver sem hefur yfirgefið heimili, bræður eða systur, föður eða móður, börn eða akra sakir nafns míns, mun fá margfalt aftur og öðlast eilíft líf.
Þarna er ekki verið að tala um trúboða sem hverfa út í heim til boða fagnaðarerindið - heldur þann sem þurfti að yfirgefa heimili sitt því sá hinn sami var gerður brottrækur af heimilinu sakir trúarinnar á Krist.


Hver er mestur ? - Matt. 18.kafli

-1- Á þeirri stundu komu lærisveinarnir til Jesú og spurðu: Hver er mestur í himnaríki?
-2- Hann kallaði til sín lítið barn, setti það meðal þeirra
-3- og sagði: Sannlega segi ég yður: Nema þér snúið við og verðið eins og börn, komist þér aldrei í himnaríki.
-4- Hver sem auðmýkir sjálfan sig eins og barn þetta, sá er mestur í himnaríki.

-10- Varist að forsmá nokkurn þessara smælingja. Ég segi yður, að englar þeirra á himnum sjá jafnan auglit míns himneska föður. 
-11- Því að Mannssonurinn er kominn að frelsa hið týnda.

Sá sem hefur ekki tekið við fagnaðarerindinu er TÝNDUR... nákvæmlega eins og hver annar hlutur sem hefur færst úr sínum stað... hann er glataður nema hann finnist og sé settur á sinn stað... þannig er sá týndur sem á ekki stað í ríki Guðs.
Til þess að geta tekið við fagnaðarerindinu - verður hjartað að taka á móti eins og hjarta ungabarns... eins og óskrifað blað. Gamlar kenningar verða að fjúka - ritningin verður að kenna. Versin frá 15-17 segja að við eigum að tala um fyrir bróður okkar, víki hann af veginum, en skeyti hann engu um varnaðarorðin eigi að líta á hann sem heiðingja.

Pétur kemur með viðkvæma spurningu:
-21- ... Herra, hve oft á ég að fyrirgefa bróður mínum, ef hann misgjörir við mig? Svo sem sjö sinnum?
-22- Jesús svaraði: Ekki segi ég þér sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö.

70 x 7 = 490  Það er enginn vandi að fyrirgefa 490 manns einu sinni hverjum... það er hins vegar mjög erfitt að fyrirgefa sömu persónunni 490 sinnum... það tekur virkilega á.  Það eru sem sagt engin takmörk fyrir því hvað við eigum að fyrirgefa oft og á sama hátt engin takmörk á því hve oft við eigum að geta beðið um fyrirgefningu... en það þarf að biðja um fyrirgefningu - hún kemur ekki sjálfkrafa.

-35- Þannig mun og faðir minn himneskur gjöra við yður, nema hver og einn yðar fyrirgefi af hjarta bróður sínum.


Hlýðið á hann - Matt. 17.kafli

-5- Meðan hann var enn að tala, skyggði yfir þá bjart ský, og rödd úr skýinu sagði: Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á. Hlýðið á hann!
-6- Þegar lærisveinarnir heyrðu þetta, féllu þeir fram á ásjónur sínar og hræddust mjög.
-7- Jesús gekk til þeirra, snart þá og mælti: Rísið upp, og óttist ekki.
-8- En er þeir hófu upp augu sín, sáu þeir engan nema Jesú einan.

Hlustið á orð Jesú, sagði Guð faðir... en oft eru eyru okkar lokuð eða eins og Kristur sagði ,,heyrandi heyra þeir ekki"... Eins viljum við velja hverju við viljum trúa, sem þýðir ekkert annað en að því sem við trúum ekki, lokum við augum okkar og eyrum fyrir. 
Á nokkrum stöðum í Biblíunni er sagt frá því að kraftur heilags anda hafi verið svo mikill, að menn ,,féllu fram á ásjónur sínar"... þeir féllu aldrei aftur á bak eins og nú tíðkast þar sem menn eru ,,slegnir niður" á vakningarsamkomum.

-15- og sagði: Herra, miskunna þú syni mínum. Hann er tunglsjúkur og illa haldinn. Oft fellur hann á eld og oft í vatn.
-16- Ég fór með hann til lærisveina þinna, en þeir gátu ekki læknað hann.
-17- Jesús svaraði: Ó, þú vantrúa og rangsnúna kynslóð, hversu lengi á ég að vera hjá yður? Hversu lengi á ég að umbera yður? Færið hann hingað til mín.
-18- Og Jesús hastaði á hann og illi andinn fór úr honum. Og sveinninn varð heill frá þeirri stundu.
-19- Þá komu lærisveinarnir til Jesú og spurðu hann einslega: Hvers vegna gátum vér ekki rekið hann út?
-20- Hann svaraði þeim: Vegna þess að yður skortir trú. Sannlega segi ég yður: Ef þér hafið trú eins og mustarðskorn, getið þér sagt við fjall þetta: Flyt þig héðan og þangað, og það mun flytja sig. Ekkert verður yður um megn
-21- En þetta kyn verður eigi út rekið nema með bæn og föstu.

Mustarðskorn er smæst allra frækorna... hversu lítil var þá trú lærisveinanna sem stóðu við hlið Jesú... og það þrátt fyrir að þeir yrðu ekki aðeins vitni að kraftaverkum hans heldur gaf Jesús þeim vald til að gera kraftaverk. 
Er þá nokkur furða að menn sýni vantrú í dag.


Bloggfærslur 15. apríl 2009

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband