Leita í fréttum mbl.is

Skikkja réttlætisins

Það er aðeins fyrir trú og algerlega undir Guði komið hvort hann miskunnar sér yfir okkur. Siðbótamaðurinn Marteinn Lúther kom með nokkuð einfalda mynd af þessari Guðs gjöf. Líking hans eða mynd hans, var sú að þegar við höfum tekið á móti Kristi og eftir að við höfum iðrast synda okkar, þá íklæði hann okkur skikkju réttlætisins.
Þegar Guð síðan horfir niður á okkur á degi dómsins, þá sér Guð skikkju Krists en ekki syndarann sem er undir henni. 

Lúther sagði að undir skikkjunni væri sami syndarinn og áður, syndin væri ekki horfin burt, hún væri enn til staðar... en Kristur væri búinn að breiða yfir hana. Hann er búinn að fyrirgefa okkur hana. Þannig útlistaði hann hvernig Kristur hafi íklætt okkur skikkju réttlætisins.
 Það er því stór munur á þessari tilgátu og því að telja, að fyrir réttlætingu af trú séum við hreinsuð af syndinni og þannig gerð syndlaus... aðeins Kristur er syndlaus... synd okkar er aðeins hulin. 


Siðbótamaðurinn, leggur ríka áherslu á að hver og einn verði að ,,glíma” eins og hann orðar það, sjálfur við Guð... það er, hver og einn verður að leita hans sjálfur, iðrast sjálfur og veita sjálfur skikkju réttlætisins viðtöku. Kristur er persónulegur frelsari þinn, hér koma engir milliliðir að gagni og hann veit allt um syndarann undir skikkjunni... en það er sama hve mikið við lesum og fræðumst um Jesú Krist, það er alltaf hægt að kynnast honum og náð hans BETUR.   


Þegar hjörtu okkar hafa meðtekið Krist sem frelsara okkar, þá fáum við löngun til góðra verka, til að bæta okkur og verða betri manneskjur. Það er allt annað, en að vinna verk til þess að frelsast... allt annað en að ætlast til að frelsast í staðinn fyrir verkið.
Guð þarfnast ekki verka okkar... en náungi okkar þarfnast þeirra. Guð vill að við þjónum og hjálpum hvort öðru... Séum hvort öðru styrkur, veitum hvort öðru skjól og verndum og verjum hvort annað. 

Við byggjum ekki kirkju fyrir Guð, hún er fyrir náungann svo að hann geti byggt upp samband við Guð, eins og við.  Guð á ekki bara heima í kirkjunni, hann er þar sem hann er boðinn velkominn, hann er alltaf með okkur, allsstaðar. 


Einn gárungi sagði... að Guð væri allsstaðar í heiminum... nema hjá páfanum í Róm... þar er hann með staðgengil.


Einn fyrir alla - allir fyrir einn!

Í Post 16:22 segir frá uppþoti á hvíldardegi í Filippí og að Páll og Sílas sem voru á ferðalagi þar, hafi verið handteknir og varpað í fangelsi. Það er ekki nóg að vörðurinn eigi að gæta þeirra vandlega... það er settur stokkur á fætur þeirra... til að fyrirbyggja flótta.

Post 16:26 Þá varð skyndilega landskjálfti mikill, svo að grunnur fangelsisins riðaði. Jafnskjótt opnuðust allar dyr, og fjötrarnir féllu af öllum.
Vegna þess að fangarnir flúðu ekki, spyr fangavörðurinn hvað hann eigi að gera til að verða hólpinn.

Post 16:31En þeir sögðu: Trú þú á Drottin Jesú, og þú munt verða hólpinn og heimili þitt. 

Ekki aðeins hann heldur heimili hans líka.Einmitt þetta hefur oft komið upp í huga minn... getur það verið... Gengur þetta svona fyrir sig ?  Gildir hér máltækið : Einn fyrir alla og allir fyrir einn.  

Við höfum séð það í ritningunni... fyrir einn mann kom syndin í heiminn og einn maður leysti okkur undan henni...
Fólk reynir ekki húðstrýkingu og fangelsanir hér í dag, eins og Páll og Sílas reyndu, erfiðleikar dagsins í dag af allt annarri gerð en erfiðleikar manna áður fyrr.  En erfiðleikar eru það samt og það má ekki vanmeta þá eða gera lítið úr þeim.  Allt of margir eiga virkilega erfitt líf. Líf sem er stanslaust basl og áhyggjur af morgundeginum.

Eru menn almennt trúlausari nú en áður?  Blundar trúarneisti í fólki og þá er spurningin... slokknar þessi neisti þegar eitthvað bjátar á eða styrkist hann og verður að loga eða brennandi báli.   
Páll og Sílas voru húðstrýktir og fangelsaðir EN innra með þeim brann trúarinnar bál... þeir báðust fyrir og bandingjarnir hlustuðu... þetta er mikilvægur punktur... þeir hlustuðu, trúarfræinu hafði verið sáð... því við jarðskjálftann opnuðust allar dyr í fangelsinu og fjötrarnir féllu af öllum föngunum.  

Bænir Páls og Sílasar leystu líka hina fangana... ef Guð hefði viljað... hefði hann getað opnað bara dyrnar hjá þeim tveim... en hann opnaði allar dyrnar og felldi fjötrana af öllum. 

Þá er það spurningin um... einn fyrir alla... skiptir trúin máli, fyrst trú og bænir Páls og Sílasar leystu þá alla.  Nægir trú eins manns, (eða reyndar tveggja manna ) nægja bænir annarra til að bjarga okkur hinum? Þarf ekki hver og einn sína fullvissu... þarf ekki hver og einn sitt haldreipi... 

Vill einhver treysta því að einhver annar biðji fyrir honum svo hann bjargist... er ekki öruggara að biðja sjálfur!!! 


Bloggfærslur 4. mars 2009

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband