28.3.2009 | 19:25
Takið sinnaskiptum - Matt. 3.kafli
-1- Á þeim dögum kemur Jóhannes skírari fram og prédikar í óbyggðum Júdeu.
-2- Hann sagði: Gjörið iðrun, (takið sinnaskiptum, útg.2007) himnaríki er í nánd.
-3- Jóhannes er sá sem svo er um mælt hjá Jesaja spámanni: Rödd hrópanda í eyðimörk: Greiðið veg Drottins, gjörið beinar brautir hans.
-5- Menn streymdu til hans frá Jerúsalem, allri Júdeu og Jórdanbyggð,
-6- létu skírast af honum í ánni Jórdan og játuðu syndir sínar.
-7- Þegar hann sá, að margir farísear og saddúkear komu til skírnar, sagði hann við þá: Þér nöðru kyn, hver kenndi yður að flýja komandi reiði?
-8- Berið þá ávöxt samboðinn iðruninni!
-9- Látið yður ekki til hugar koma, að þér getið sagt með sjálfum yður: Vér eigum Abraham að föður. Ég segi yður, að Guð getur vakið Abraham börn af steinum þessum.
-10- Öxin er þegar lögð að rótum trjánna, og hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað.
Spádómar úr Gamla testamentinu voru að rætast... Menn gengu ekki með veggjum í boðuninni á dögum Jesú. Jóhannes boðar nýtt, nú skiptir bakgrunnur persónu engu máli. Það var kominn nýr mælikvarði.
Hvort menn eigi ,,Abraham" að föður eða ekki, hvort sá hinn sami var einstaklingur í hinni útvöldu þjóð eða ekki, var aukaatriði. Nú skipti máli að bera góðan ávöxt... það tré sem ber ekki góðan ávöxt verður upphoggið og í eld kastað...
Jesús kom að ánni og vildi skírast... eftir það var starf hans hafið - öxin var lögð að rótum trjánna... þaðan í frá mundi hver sá sem trúir, hólpinn verða.
Gjörið iðrun - takið sinnaskiptum http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/659847/
Trúmál og siðferði | Breytt 14.4.2009 kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2009 | 14:46
Fóru í ranga borg - Matt. 2.kafli
-1- Þegar Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu á dögum Heródesar konungs, komu vitringar frá Austurlöndum til Jerúsalem
-2- og sögðu: Hvar er hinn nýfæddi konungur Gyðinga? Vér sáum stjörnu hans renna upp og erum komnir að veita honum lotningu.
-3- Þegar Heródes heyrði þetta, varð hann skelkaður og öll Jerúsalem með honum.
-4- Og hann stefndi saman öllum æðstu prestum og fræðimönnum lýðsins og spurði þá: Hvar á Kristur að fæðast?
-5- Þeir svöruðu honum: Í Betlehem í Júdeu...
Ótrúlega margir halda því fram að vitringarnir hafi verið 3, tala þeirra er hvergi nefnd en gjafirnar voru 3, gull reykelsi og myrra.
Það er athyglisvert að vitringarnir fara beint til Jerúsalem þó að fæðingin eigi að eiga sér stað í Betlehem... Þeir sáu stjörnuna, fylgdu henni en fóru samt í ranga borg... kannski var það beinlínis ætlað til að Heródes spyrði æðstupresta gyðinga hvar Kristur ætti að fæðast.
Á þessum tíma voru flestir gyðingar það sem er kallað Díaspora, þ.e. gyðingar í dreifingunni... aðeins lítill hluti þeirra var í borgum. Gyðingar tóku ekki stjórnunarembætti og höfðu þess vegna ekki stjórnmálaleg áhrif og konungi stóð engin ógn af þeim. Aftur á móti hlýddu gyðingar æðstuprestum sínum þannig að það var betra fyrir konung að hafa æðstuprestana með sér.
Konungur gyðinga var aftur á móti embætti sem gat ógnað Heródesi konungi og lét hann því myrða öll sveinbörn, tvævetur og yngri í Betlehem og nágrenni.
Allt þetta hefði átt að vekja gyðinga til umhugsunar um að nú væri frelsari þeirra fæddur og að spádómarnir sem þeir biðu eftir að rættust, væru að rætast.
Trúmál og siðferði | Breytt 6.4.2009 kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2009 | 14:15
Guð sér fyrir öllu - Matt. 1.kafli
Höfundur guðspjallsins er talinn vera tollheimtumaðurinn Matteus (Matt 9:9) sem Markúsarguðspjall segir að sé einnig kunnur sem ,,Leví Alfeusson" (Mark 2:14).
Guðspjallið er sennilega skrifað á því tímabili sem Rómverjar lögðu musterið í eyði (70 e.Kr.) og virðist það vera beinlínis skrifað fyrir gyðinga með áherslu á að sanna fyrir þeim (með vitnisburði í Gt) að Jesús væri sannarlega Messías, sá sem þeir biðu eftir... þ.e. uppfylling spádómanna.
Það sem sker þetta guðspjall frá hinum er að Matteus er eini guðspjallamaðurinn sem notar hugtökin ,,kirkja" og ,,himnaríki."
Matteusarguðspjall er fremst guðspjallanna vegna þess að það er gyðinglegast. Þess vegna hefur það verið talið góð tenging frá Gamla testamentinu yfir í Nýja testamentið.
Að góðum og gildum ástæðum og að íslenskum sveitasið er nauðsynlegt að fyrir þá sem lesa að vita hverra manna aðalpersónan er.
Guðspjallið byrjar á ættartölu ,,Jesú" en ef betur er að gáð er þetta ættartala Jósefs, sem kristnir menn vita að er ekkert skyldur Jesú. Ættartala Jesú hefði verið mjög stutt... Guð gat Jesú, sem var einn getinn af honum, þ.e. einkasonur hans.
Matt.1;1 Ættartala Jesú Krists, sonar Davíðs, sonar Abrahams.
-16- og Jakob gat Jósef, mann Maríu, en hún ól Jesú, sem kallast Kristur.
Það segir að ,,áður en þau, María og Jósef, komu saman" var hún þunguð af heilögum anda. Þótt Jósef væri réttlátur maður ráðgerði hann að skilja við Maríu í kyrrþey... en engill Drottins vitraðist honum í draumi og hann tók Maríu til sín.
Samkvæmt hefðinni hefði María verið grýtt til bana ef það hefði uppgötvast að hún hefði orðið þunguð fyrir brúðkaupið. Það hefur því verið góð yfirhylming fyrir lengd meðgöngutímans, að María og Jósef þyrftu að fara burt og skrásetja sig í borg Davíðs... og að þau hafi flúið þaðan til Egyptalands.
Guð sér fyrir öllu, stóru sem smáu
Trúmál og siðferði | Breytt 21.4.2009 kl. 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 28. mars 2009
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007