Leita í fréttum mbl.is

Guðs ríki

Í Mark 9:1 segir Jesús við lærisveina sína. Sannlega segi ég yður: Nokkrir þeirra, sem hér standa, munu eigi dauða bíða, fyrr en þeir sjá Guðs ríki komið með krafti.
Lærisveinarnir töldu að þeir myndu lifa að sjá endurkomu Jesú en Jesús hefur verið að tala um úthellingu heilags anda á Hvítasunnudag. 
Í Lúk 17:20 spurðu farisear Jesú hvenær Guðsríki kæmi... og hann sagði: Guðs ríki kemur ekki þannig að á því beri. Ekki munu menn segja: Sjá þar er það eða hér er það, því Guðs ríki er innra með yður.

Getur verið að menn almennt hafi talið ,,Guðsríki" og ,,Himnaríki" vera hið sama... og þýðingarvandamál eða seinnitíma misskilningur hafi viðhaldið þessum misskilningi.
Páll segir í Róm. 14:17... Því ekki er Guðs ríki matur og drykkur, heldur réttlæti, friður og fögnuður í heilögum anda.
Og í 1.Kor 4:20 segir Páll... Því Guðs ríki er ekki fólgið í orðum, heldur í krafti.

Það segja margir að þegar þeir opni hjarta sitt fyrir fagnaðarerindinu og taki við Jesú, þá breytist allt. Heimurinn er sá hinn sami, breytingin er innra með hverjum og einum. Við verðum nýjar manneskjur. Það má því segja að í þessari umbreytingu göngum við inn í Guðs ríki, þó við séum enn á jörðu.


Bloggfærslur 16. febrúar 2009

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband