Leita í fréttum mbl.is

Lake Park, Gerorgía

Við keyrðum frá Florída áleiðis til Warner Robins, Georgíu í morgun. Ákváðum að gista á leiðinni í lake Park. Fundum okkur áttu og komum okkur fyrir. Það er kaldara hérna norðar.

Super8 4907 Timber Drive, Lake Park, GA 31636
Phone (229) 559-8111 Room 216


Trúmál og siðferði

Ég var að skoða bloggflokkana og sá að það var búið að breyta nafni flokksins ,,trúmál" í ,,trúmál og siðferði"... flokkar sem hljóta þá að hanga saman... þó siðferði eigi auðvitað við alla líka hina vantrúuðu.

Það er sama hvaða trú fólk aðhyllist... Budda, Islam, Hindú, Gyðingdóm, Kristni eða Vantrú... allt þetta fólk reynir að lifa eftir svipuðum reglum og boðorðum og vill vera í sátt og samlyndi við aðra. Innan um í öllum þessum hópum eru til öfgahópar.

Hér á landi hafa oft verið spyrt saman þessi tvö orð ,,kristið" og ,,siðferði." Oftast er þá átt við að siðferðið sé trúarlegt... en ekki samfélagslegt atriði.  

Ég hef áður bloggað um skiptingu boðorðanna 10...
http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/642887/ 
http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/637734/

Fyrstu boðorðin varða samband manns við Guð og teljast því trúarlegi hluti þeirra... seinni hluti þeirra þ.e. frá og með hvíldardagsboðorðinu er samfélagsreglur... reglur sem eru gerðar fyrir manninn svo honum geti liðið vel og verið óttalaus í samfélagi við aðra. 
Þessar reglur gilda alls staðar hverju sem menn trúa...

Það er sérstaklega vantrúað fólk er í einhverri nöp við orðalagið ,,kristilegt siðgæði" og þeir blanda því meira að segja við Gamla testamentið... en réttilega væri aðeins hægt að tengja það við Nýja testamentið og boðorð Jesú um að elska Guð og náungann eins og sjálfan þig.  


Bloggfærslur 14. janúar 2009

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband