Leita í fréttum mbl.is

Er Biblían heilög - er Jesús kominn?

Margir nota hugtakið ,,heilög ritning" yfir Biblíuna. Kanski ruglar það fólk.  Biblían sjálf, þ.e. bókin sjálf, er ekkert heilagri en aðrar bækur, það er boðskapurinn sem hún flytur... fagnaðarerindið  sem er heilagur boðskapur. 

Fagnaðarerindið finnum við í Jóh 3:16   Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. 

Vegna trúar okkar er Biblían okkur hjartfólgin og við lítum öðruvísi á hana en aðrar bækur. Í Nýja testamentinu eru 4 guðspjöll... ég ætla ekki að fara út í samstofnakenninguna. Það sem ég vil benda á, er að þó guðspjöllin séu að mestu leiti sammála, þá segja þau ekki eins frá í sumum tilvikum þó greinilegt sé verið að segja frá sama atburði eins og t.d. hér...

Mark 6:8   Hann bauð þeim að taka ekkert til ferðarinnar annað en staf, ekki brauð, mal né peninga í belti.
Lúk 9:3   og sagði við þá: Takið ekkert til ferðarinnar, hvorki staf né mal, brauð né silfur, og enginn hafi tvo kyrtla.

Nú segja sumir að Guð hafi passað að Orðið væri skrifað rétt niður. Því er ég sammála þ.e. ég tel að það sem skipti mestur máli sé rétt sagt frá.  Fagnaðarerindið er það sem skiptir máli - það sem er sáluhjálp skiptir máli. Annað er okkur til fræðslu, huggunar, uppörvunar og leiðbeiningar.

Ef 4 menn sjá árekstur, segir enginn eins frá honum, eins er með frásagnirnar í Bibíunni. Í raun og veru verður frásögnin ríkari þegar ritarinn auðgar hana með atriðum sem hann tók eftir en kanski enginn annar. Miðja frásagnarinnar er alltaf fagnaðarerindið. 

Það þýðir ekki að ætla að hengja sig á einhver atriði sem varða ekki einu sinni sáluhjálp okkar, og telja Biblíuna og þá fagnaðarerindið merkingarlaust ef það er hægt að finna mótsögn. 

Kristnir menn bíða endurkomu Jesú, menn eru búnir að bíða í 2000 ár og á hverjum mannsaldri í kirkjusögunni hafa menn séð táknin sem segja að séu síðustu tímar... endalokin. Á hverjum tíma var ástandið svo slæmt að menn töldu það ekki geta versnað.
Postularnir seldu allt sitt og biðu endurkomunnar...  Hverjum mætti Páll á leiðinni til Damaskus?

Post 9:4   Hann [Páll] féll til jarðar og heyrði rödd segja við sig: Sál, Sál, hví ofsækir þú mig? Post 9:5   En hann sagði: Hver ert þú, herra? Þá var svarað: Ég er Jesús, sem þú ofsækir.

Samkvæmt Biblíunni hefur Jesús komið aftur - er það ekki ?  


Frá Bismarck til Sioux Falls

Lögðum af stað um 10 leytið. Keyrðum austur I-94, suður 281, austur 12 og suður I-29. Lúlli var nýtekinn við stýrinu aftur, þegar lögreglan stoppaði okkur. Hún hafði verið úti í kanti og hann sveigði ekki yfir á hina akgreinina þegar hann fór framhjá. Reglur eru reglur... en við sluppum við sekt Happy

Við ákváðum að keyra til Sioux Falls í Suður Dakóta, borið fram ,,Sú folls" ca 400 mílur þangað... við vorum hérna fyrir ca 2 árum og ég vildi fara á sömu áttuna... hún er æði. Mollið hérna á móti og svo var hérna geggjað Country Buffet... en það virðist vera hætt.

Við verðum hér í 3 nætur - kanski lengur Wink


Bloggfærslur 22. september 2008

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband