Leita í fréttum mbl.is

Biblían bjargar!

Síðan ég varð nemi í guðfræði, breyttist skoðun mín þá því sem fólk kallar ,,öfgatrú" einhvers.... oftast hangir annað orð við sem tilgreinir hvaða trú, öfgarnar eiga við. 

Hver á meta hvað eru öfgar? 
Kristinn maður lætur ekki múslima rakka niður trú sína eða öfugt... við stöndum öll á okkar en af mismiklum eldmóði. Sá sem er trúlaus, vill fá að vera trúlaus, sá sem er heittrúaður, vill fá að vera heittrúaður. Það eru hinir hlutlausu og volgu sem sveiflast á milli, skipta oftar um skoðun en föt.

En óháð trúmálum.... allt sem við samþykkjum ekki sjálf eða fer upp fyrir þau mörk sem við höfum sett - köllum við öfgar... Svo reynum við að fara þennan gullna meðalveg....
En það er erfitt að vera á miðjunni - og má segja að við séum í raun aldrei á miðjunni, því við sveiflumst stöðugt til beggja hliða.

En hver skilgreinir hvað er á miðjunni... og eðlilegt á hverjum stað í heiminum ?
Eru það samfélagsaðstæður sem hafa verið þúsund ár í mótun eða er það ,,gests-augað"...  hinn óboðni gestur sem kemur og breytir einhverju .... eða er það einhver utanaðkomandi hagsmunaaðili?   Er þá hægt að færa þessa miðju til ? Og er þá það sem er eðlilegt - alltaf að breytast ?

Og á meðan ég var að skrifa þetta datt mér í hug þessi brandari.....

Á 19.öld komu menn á land í fjarlægri og frumstæðri ónefndri eyju. Eyjarskeggjar, fremur ófrýnilegir taka á móti þeim við ströndina og spyrja hvað þeir vilji.  Sæfararnir vildu selja þeim vopn fyrir gull, perlur og aðra dýrgripi og spyrja um leið hvort eyjan sé oft heimsótt af sæförum. 

Höfðinginn svarar: Það komu menn fyrir nokkrum árum og gáfu okkur þessa bók.... og hann rétti þeim Biblíuna..... Skipstjórinn fussaði og sveiaði.... og sagði að það væri bara bull og vitleysa sem stæði í henni... Þessi bók hefur ekki bjargað neinum sagði hann.....

Það er nú einmitt vegna þessarar bókar, sem við erum ekki búnir að éta ykkur.... sagði höfðinginn.


Bloggfærslur 2. september 2008

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband