Leita í fréttum mbl.is

Aumingja fólkið...

Við hjónin vorum í New Orleans í lok febrúar á þessu ári. 

Borgin var eins og draugabær.
Miðbærinn með háhýsunum og aðalhraðbrautirnar, brýr og slaufur þangað, voru að sennilega sá hluti borgarinnar sem var að komast í samt lag..... hinar ríku hótelkeðjur og stjórnsýsla hafa verið tryggð eða haft efni á að endurnýja eða laga húsnæðið....
en hin venjulegu íbúðarhverfi í margra kílómetra fjarlægð frá ströndinni voru nær auð.... litlu einbýlishúsin sem eru öll byggð úr timbri voru auð...við keyrðum um göturnar og það var búið á stökustað.... á kvöldin voru engin ljós þar, við vissum ekki hvort þeir sem bjuggu þarna hefðu rafmagn...
Í götu eftir götu voru húsin að hruni komin, ónýt eftir vind og vatn. 
Þónokkuð af fólki bjó í tjöldum undir hraðbrautunum....

Við höfðum keypt okkur Garmin... en það var ekkert að marka það.... búðirnar voru farnar og kaninn byggir bara nýja búð á annarri lóð, það er ódýrara en að laga gamla húsnæðið.

Og nú þarf fólkið sem lagði í koma aftur og byggja upp eða laga húsið sitt.... að yfirgefa það aftur, þetta er skelfilegt...


mbl.is Gustav að ná 5. stigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. ágúst 2008

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband