Leita í fréttum mbl.is

Hummm...

Það væri nú þægilegt ef við gætum bara prentað okkar eigin peningaseðla... nýr iðnaður fyrir heimilin í landinu, mitt í öllu atvinnuleysinu Wink
mbl.is Notaði seðil með mynd af Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð bjargar mér...

Einu sinni heyrði ég þessa dæmisögu um mann sem treysti alfarið á að Guð sjálfur bjargaði honum. Þegar það kom viðvörun um flóð og það ætti að rýma svæðið, sat hann sem fastast. 
Þegar vinir fóru á sínum einkabílum og buðu honum með, afþakkaði hann með þessum orðum ,,Guð bjargar mér." 
Vatnið var komið að hans húsi þegar rúta renndi upp að honum og honum boðið með... aftur afþakkaði hann með orðunum ,,Guð bjargar mér."
Hann var kominn upp á þakið á húsi sínu sem var umflotið vatni, þegar þyrla kemur til að bjarga honum... og enn afþakkaði hann og sagði ,,GUÐ BJARGAR MÉR." 
Svo fór að maðurinn drukknaði og þegar hann kom til Guðs spurði hann Guð af hverju hann hefði ekki bjargað honum. 
Guð sagði, ég sendi vini þína til þín, ég sendi þér rútu og að lokum þyrlu, en þú afþakkaðir alltaf hjálpina.

Hjálp Guðs kemur ekki síst á neyðarstundu... oft sjáum við ekki að hann hefur byrjað hjálparferlið löngu áður... það köllum við oft ,,tilviljanir" eða okkar eigin ,,heppni."

Gjaldið Guði það sem Guðs er, sagði Jesús. Það á ekki síst við í því formi, að þakka honum það sem vel hefur farið, eða að ekki hafi farið verr í veraldarvafstri okkar þar sem við töldum okkur fullfær að stjórna okkar lífi.
Oftar en ekki er Guð sviftur heiðrinum af velgengni okkar eða björgun.


Bloggfærslur 5. nóvember 2008

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband