Leita í fréttum mbl.is

Job 42:5 Ég þekkti þig af afspurn, en nú hefir auga mitt litið þig!

Nú er ástandið þannig í þjóðfélaginu að hver ásakar hver annan og margir þurfa á styrk að halda. Allir vita eftirá hvað þurfti að gera, allir hafa réttu svörin og sjá núna hvaða viðbrögð hefðu verið rétt ... Eftirá er auðvelt að hafa réttu svörin - en var hlustað á þá sem sögðu eitthvað fyrir hrunið. Nei... þá hentaði ekki að hlusta, þá vildu allir græða.

Job var einn þeirra sem var vellauðugur í Gt og missti allt sitt... ekki aðeins búfénaðinn heldur öll börnin sín líka... Fyrir áfallið var Job vanur að vera hinum megin við borðið... hann var vanur að stappa stálinu í þá sem urðu fyrir ógæfu... nú þegar ógæfan hitti hann, þá lympaðist hann niður. Hann hefur kanski hugsað, hvernig getur þetta komið fyrir mig sem Guð hefur blessað ríkulega hingað til... Hann átti þetta ekki skilið, hann sem var réttlátur, ráðvandur og grandvar. Auðvitað var hann það allt fyrir sjálfan sig, öll verk framkvæmdi hann rétt, en kanski gleymdi hann því mikilvægasta... að rækta sambandið við Guð.

Við vitum að það er miklu auðveldara að reyna að vera sá sem styrkir, en að vera sá sem þolir.  Nú hafa margir þolað missi eigna og fjármuna, en vonin að nú haldi allt upp á við, heldur fólki á floti.
Missir Jobs færði hann aftur til Guðs, honum varð það ljóst að hann sem taldi sig þekkja Guð áður, kynntist honum raunverulega ekki fyrr en hann þoldi mótlætið. Mótlætið, sem vissulega var honum erfitt og reyndi á hann, gaf honum nýja sýn á samband sitt við Guð.

Job 42:5   Ég þekkti þig af afspurn, en nú hefir auga mitt litið þig!


Næst síðasti dagurinn í USA

Við skiptum um áttu... strax við innskráningu á síðustu áttu byrjaði vesenið... Konan í afgreiðslunni sagðist ekki taka tékka og hún vildi ekki hafa vísakortið sem tryggingu þar til við færum. Eftir að hafa keyrt um og séð að við gætum hvergi skipt tékkunum seint á sunnudegi, fór ég til baka og krafðist þess að konan hringdi í yfirmanninn... auðvitað tóku þeir ferðatékka þeir eru eins öryggir og peningar.

Þegar við komum í herbergið þá var rúmstærðin ,,full" sem er minna en queen og ekki um það að tala að fá annað herbergi. Ég sagði konunni að við myndum þá fara næsta morgun... Ég svaf ekki hálfan svefn í svona litlu rúmi.  Þegar við fórum í morgunmat um morguninn voru nokkrir menn með einhver tæki í næsta herbergi við hliðina... og við sáum þegar við bárum okkur út, að það stóð PEST CONTROL á bílnum þeirra og slöngur inn um gluggann á herberginu við hliðina...Crying
Þess vegna er ótrúlegt að þau skuli hafa látið okkur vera í þessu herbergi.

En nú erum við komin í þriðja sinn á áttuna okkar í Roseville.

Super 8, Prior Ave N. Roseville MN 55113, phone 651-636-8888 room 148


Komin til Minneapolis...

Ég hljóp í stormi og stórhríð í Mason City í morgun... til heiðurs Rut vinkonu í Noregi, en hún er 50 ára í dag.  Strax eftir hlaupið keyrðum við til Minneapolis... ég var búin að panta á netinu, áttu í Brooklyn Center, en þegar til kom líkar okkur ekki hér og ætlum að færa okkur á morgun... á áttuna sem við vorum á síðast... í Roseville.

skálaðNúna erum við að skála fyrir velheppnaðri ferð. Við erum búin að ferðast í nær 6 vikur hér í USA... 2 dagar eftir... Keyra u.þ.b. 4 þús. mílur (ca 6.500 km)... hlaupa 7 maraþon sem eru samtals 183,4 mílur eða 295,4 km... og Bíðari nr. 1 hefur beðið í 38 klst. og 8 og hálfa mínútu meðan ég hljóp... fyrir utan hvað hann hefur beðið aukalega, ef ég hef farið snemma með rútu og það sem hann hefur beðið fyrir utan SUMAR búðir Wink 

Nú tökum við það bara rólega... KissingKissing


Bloggfærslur 27. október 2008

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband