Leita í fréttum mbl.is

Hverjir voru fátækir?

Matt 11:5
Blindir fá sýn og haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra, dauðir rísa upp, og fátækum er flutt fagnaðarerindi.

Eins og sjá má á færslunni á undan, sendi Jesús þessa orðsendingu í fangelsið til Jóhannesar skírara. Jesús telur upp hvert kraftaverkið af öðru og þau fara stigmagnandi... dauðir rísa upp... og fátækum er flutt fagnaðarerindi... Það hlýtur að hafa talist mesta kraftaverkið.

Þá vaknar spurningin: Hverjir voru fátækir?

Hinir fátæku voru þeir sem þekktu ekki Guð. Gyðingar áttu að breiða út orð Guðs en þeir héldu því fyrir sig... Við getum séð það á sögunni um Fönísku konuna að heiðnir þráðu að eignast hlutdeild í trúnni og vildu fylgja Guði. Þeir reyndu að hirða upp orðið... þá fróðleiksmola sem féllu á vegi þeirra.

Mark. 7:25-29
Kona ein frétti þegar af honum [Jesú] og kom og féll honum til fóta, en dóttir hennar hafði óhreinan anda.  Konan var heiðin, ættuð úr Fönikíu sýrlensku. Hún bað hann að reka illa andann út af dóttur sinni. 
Hann sagði við hana: Lofaðu börnunum (gyðingum) að seðjast fyrst, ekki sæmir að taka brauð (orð Guðs) barnanna (þ.e. gyðinga) og kasta því fyrir hundana (heiðingjana). 

Hún svaraði honum: Satt er það, herra, þó eta hundarnir undir borðinu af molum barnanna.  Og hann sagði við hana: Vegna þessara orða skaltu heim snúa, illi andinn er farinn úr dóttur þinni.

Trú þín bjargar þér...

Matt. 11:1-6
Þá er Jesús hafði mælt svo fyrir við lærisveina sína tólf, hélt hann þaðan að kenna og prédika í borgum þeirra.  Jóhannes heyrði í fangelsinu um verk Krists. Þá sendi hann honum orð með lærisveinum sínum og spurði: Ert þú sá, sem koma skal, eða eigum vér að vænta annars?  Jesús svaraði þeim: Farið og kunngjörið Jóhannesi það, sem þér heyrið og sjáið: Blindir fá sýn og haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra, dauðir rísa upp, og fátækum er flutt fagnaðarerindi.
Og sæll er sá, sem hneykslast ekki á mér.

Manninum er eðlislægt að efast um alla hluti. Jafnvel þó við höfum kraftaverkin fyrir framan okkur - vilja ekki allir samþykkja að Guð standi á bakvið þau.  Er sama hvaðan gott kemur? Ekki eru allir sammála um það. Það er stundum orðað þannig að maður selji sál sína fyrir stundargróða. 

Ég sat hér og horfði á þátt með Benný Hinn.  Margir telja hann loddara en skiptir það máli. Hann boðar trú á Jesú Krist og engan annan.  Þegar öllu er á botninn hvolft - þá er það ekki Benný Hinn sem læknar fólkið... Það er trú fólksins sem læknar það...  
Jesús sagði alltaf, trú þín hefur bjargað þér og á einum stað gerði hann ekki mörg kraftaverk sökum vantrúar fólksins. Jesús er sá sem við eigum að beina sjónum okkar að - hann er sá sem kom, sá og sigraði og kemur aftur... og þegar hann kemur aftur - er það trú þín sem bjargar þér.

Matt 9:22
Jesús sneri sér við, og er hann sá hana, sagði hann: Vertu hughraust, dóttir, trú þín hefur bjargað þér. Og konan varð heil frá þeirri stundu.
Lúk 18:42
Jesús sagði við hann: Fá þú aftur sjónina. Trú þín hefur bjargað þér.
Matt 13:58
Og hann gjörði þar ekki mörg kraftaverk sökum vantrúar þeirra.


Enn í Albert Lea

Við ákváðum að vera aðra nótt hér.

Ramada
, 2306 East Main Street,  Albert Lea, MN 56007 US
Phone: 507-373-6471...  room 103

Við erum á löngu ferðalagi... 2 vikur búnar - 4 vikur eftir... og bæði hér og heima snúast allar fréttir um fjármálamarkaðinn. 
Skrítið... heima halda margir að allt lagist ef við skiptum í evru, það er hvorki evra né króna í USA og allt í pati... Bush ætti kanski að skipta yfir í Ísl. krónu.

Dollarinn hefur heldur betur hækkað... sannast nú enn einu sinni að það borgar sig að vera með ferðatékka... það hefði verið laglegt að eiga eftir að borga alla gistinguna með vísa. Verslun gæti maður geymt þar til dollarinn stæði betur en ekki gistingu og mat.


Bloggfærslur 2. október 2008

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband