Leita í fréttum mbl.is

Davíð konungur Íslands!

Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. Einu sinni heyrði ég þetta: Þó þú gerir 99 góðverk, man það enginn - ef þú gerir 1 mistök, muna það allir.

Nú sér maður hinar ýmsu skoðanir manna á Davíð Seðlabankastjóra. Þeir láta alltaf hæst í sér heyra sem eru á móti - það er bara hátturinn. Margir vilja að hann segi af sér- ekki ég.
Þó álit mitt á Sjálfstæðisflokknum hafi dalað eftir að sumir menn... eftir kostningar og viðtöku síns embættis síns... hættu að svara spurningum fólks og fl... ég er auðvitað ekki stjórnmálafræðingur... en ég hef þá skoðun, að Davíð hafi bjargað því að landið yrði gjaldþrota.

Áður en þessi kreppa kom upp var íslenska ríkið nær skuldlaust... og það lítur út fyrir að okkur takist að standast áfallið.
Auðvitað hafa allir galla og allir hafa gert mistök... við sjáum það aldrei fyrirfram - alltaf eftir á... en í stjórnartíð Davíðs var hafist handa við að greiða niður skuldir ríkisins... hvar stæðum við núna ef þjóðin hefði verið skuldug upp fyrir haus. Við hefðum orðið gjaldþrota. 


Komin til Kansas City, Missouri

Þriðja daginn í röð keyrðum við suður I-35. Nú erum við komin til Kansas City í Missouri. Við verðum hér fram á laugardag eða í 5 nætur. Við gistum í miðborginni á móteli sem var áður Roadway Inn en er nú Econo Lodge. Bæði eru keðjur sem við höfum oft gist á og þekkjum vel.

Econo Lodge Inn & Suites Downtown
3240 Broadway , Kansas City, MO, US, 64111-2426 
Phone: (816) 531-9250    room 116

Einfaldara getur það ekki verið

Róm 10:9
Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða.

Getur það verið einfaldara... bara að játa trúna og trúa... og himnaríki er þitt. Málið er að við eigum sjálf erfitt með að trúa að það hangi ekki meira á spýtunni. Við erum nefnilega ósjálfrátt alltaf að meta okkur við aðra. þ.e. telja þeirra afbrot verri en okkar... eins og fariseinn í Lúkasarguðspjalli...

Lúk 18:11
Faríseinn sté fram og baðst þannig fyrir með sjálfum sér: Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður.

Hver erum við að dæma hvort annað, en það þýðir ekkert að loka augunum fyrir að við gerum það... bæði í orði og hugsun. Fariseinn taldi sig vera betri því hann var gyðingur... hann var fæddur inn í samfélag sem átti fyrirheit Guðs, en hvað sagði tollheimtumaðurinn...

Lúk 18:13
En tollheimtumaðurinn stóð langt frá og vildi ekki einu sinni hefja augu sín til himins, heldur barði sér á brjóst og sagði: Guð, vertu mér syndugum líknsamur!

Tollheimumaðurinn bað til sama Guðs. Sá sem okkur virðist vera langt frá Guði... getur verið miklu nær honum en við. Trúin í hjarta og á vörum mannsins er mælistika sem manni virðist að mælt verði eftir. Það getur varla verið einfaldara - en samt eigum við fullt í fangi með það.


Bloggfærslur 13. október 2008

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband