Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ferðalög

Bright Angel Trail

1.júní

Hvílíkt ævintýri... við vorum með sér rjóður með borði.Rjóður nr 24. Það var svo mikill hávaði í náttúrunni að ég svaf ekki mikið... Vala uppgötvaði stjörnuhimininn í klósettferð og sagði að ég yrði að sjá þetta og hvílík sjón... fullur himinn af stórum stjörnum eins skærum og Venus. Næturhitinn var um 20C

Við fórum á fætur um kl 5, fengum okkur að borða, pökkuðum dótinu og gerðum okkur klárar til að ganga upp. Við vorum allar mjög hressar... fótabaðið í ánni í gærkvöldi hafði hresst aumar tásurnar eftir bratta niðurferðina... 

Vá hvað allt var fallegt í neðsta hluta gjúfursins... mikill gróður og Colorado áin.

Við lögðum af stað kl 6:30... fórum yfir aðra brú og svo hófst uppgangan... við vorum hver um sig með 10-12 kg á bakinu... sem þýddi fleiri pásur...

Hvílíkt ævintýri... "ER EKKI GAMAN" var vinsælasta spurningin :)

Það tók okkur 4 tíma að fara upp í Indian Garden... sem er á ca miðri leið upp... 7,5 km og við stoppuðum þar í 2 tíma. Hitinn var kominn í 44C.

Næstu 2 vatnsstöðvar voru á 3 mile resthouse og 1.5 mílna resthouse frá toppi... Alls var gönguleiðin, upp og niður um 26 km.

Uppgangan var erfið... og margar pásur teknar... mikill hiti og við komnar með ógeð á vatninu... Leiðin virtist ókleyf á köflum og það var ekkert nema vá, vá hvað þetta er flott... Við vorum 13 tíma á leiðinni upp... náðum að koma upp í björtu..

Vá hvað við erum miklar hetjur... strákarnir tóku stoltir á móti okkur... 

ÞETTA VAR GEÐVEIKT !!!


Williams - Grand Canyon AZ

31.maí

Við pökkuðum fyrir gönguna... síðan var Williams skoðaður... skemmtilegur gamall bær sem Route 66 liggur í gegn.

Við keyrðum til Grand Canyon með viðkomu í skemmtilegri steina-búð. það er verulega farið að hitna...

við gátum ekki tékkað okkur inn fyrr en kl 3... svo við geymdum bílana og tókum rútuna í upplýsingar... það fengum við frekari uppl. um næturhitann í botninum á gljúfrinu... hitinn uppi var 97F og var spáð 21C niðri um nóttina.

Við ákváðum að leggja strax af stað... sóttum dótið, skiptum um föt og smurðum nesti. 

Kl 3 stóðum við, Vala, Edda, Berghildur og ég, á bjargbrúninni, tilbúnar að leggja af stað niður South Kaibab Trail...úr 2.195 m hæð, niður 1.500 m, niður í botn...  hvílíkt ævintýri... Leiðin niður gekk rosalega vel, við vorum 4:30 niður og náðum að tjalda í björtu og elda... en svo dimmdi mjög hratt... hvað við vorum glaðar og hamingjusamar þegar við fórum að sofa :)

 

Bright Angel Camping ground

en strákarnir gistu á

Yavapai Lodge,

10 Yavapai Lodge Road, Grand Canyon 86023


Farmington NM - Pueblo CO

Ég var vöknuð löngu áður en klukkan hringdi... og búin að pakka lauslega. Morgunmaturinn var ekkert sérstakur og tafði mig því ekki... Lúlli hringdi á Viber og svo talaði ég líka við soninn... frábært. 

Ég lagði af stað um kl 7 en garmurinn ákvað að láta mig fara aðra leið til baka en ég kom... ég hafði hlaupið í landi Navaho-indíana og nú keyrði ég gegnum verndarsvæði Apache.

Á tímabili leist mér ekkert á blikuna, þegar ég fór yfir 2 skörð í yfir 10þús feta hæð og það snjóaði á mig... sem betur fer var engin hálka.

Ég kom svo inn í sömu leið og ég fór eftir nokkra tíma... það versta var að bæirnir sem ég keyrði í gegnum höfðu varla búðir svo ég gæti hvílt mig á keyrslunni svo það má segja að ég hafi keyrt þessar 310 mílur án þess að stoppa.

Kom til Pueblo um kl 1 og kíkti í nokkrar búðir... ég ætla ekki út aftur í dag.

Ramada Pueblo
4703 N-Freeway, Pueblo 81008 CO
Phone: 1 719 544 4700  room 140


Pueblo CO - Farmington NM

Morgunmaturinn var frá kl 6 svo ég var lögð af stað fyrir kl 7 enda 310 mílur til Farmington. Ég stoppaði tvisvar á leiðinni til að teygja úr mér og renndi inn í Farmington rúmlega þrjú. Hótelið var búið að skipta um nafn... orðið Travelodge. 

Nú ætla ég að sækja númerið, fá mér að borða og fara snemma að sofa. 

Farmington Inn/Travelodge
510 Scott Ave/Broadway, Farmington 87401, New Mexico
Phone: 1 505 327 0242  room 209


Keflavík - Denver - Pueblo

Lúlli keyrði mig á völlinn um hádegið svo ég hefði góðan tíma í dekrinu í Saga Lounge. Ég hitti Katrínu Gunnars í röðinni í vélina, hún var að fara til Seattle og heim...
Flugið til Denver átti að vera 16:45 en seinkaði smávegis, vegna bilunar í veðurradar. Flugið var 7 og hálfan tíma og ég var eini íslenski farþeginn í annars fullri vél... sem heitir Helgafell.

Við lentum kl 6:30 á staðartíma og ég var komin með lúxuskerruna um kl 8 og komin á hótelið kl 11 um kvöldið... og ég mun steinsofna eftir smástund. 

Ramada Pueblo, 
4703 North Freeway, Pueblo CO 81008
Phone: 1 719 544 4700   room 111


Nampa ID - Seattle - heim

10.apríl... Nú er komið að heimferð... ég vaknaði fyrir kl 5 og á að fljúga með Icelandair eftir tæpa 12 klst... eða 16:30... (sama tímabelti) svo þetta verður langur dagur.

Ég er búin að pakka og fer af þessu hóteli í síðasta lagi kl 8:30... ég þarf að keyra á flugvöllinn í Boise, skila bílnum og ná flugi kl 11:10 til Seattle... þar þarf ég að bíða í nokkra tíma.


Kefl - Seattle - Boise - Nampa Idaho

Það mætti halda að við Lúlli hefðum ekki farið heim... en við gistum eina nótt í Pueblo og flugum heim daginn eftir frá Denver... og nú er ég komin út aftur...

7.apríl... ég flaug til Denver,rúmlega 7 tíma flug... beið rúma 3 tíma eftir flugi til Boise... en það var um klst. Þegar ég lenti í Boise var ég búin að vera nákvæmlega 12 tíma á ferðalagi... klukkan var 5 um morgun heima. Þá var eftir að fá töskuna, bílinn og keyra til Nampa. Ég fékk æðislegan bíl RAV 4...
I-LOVE-IT
Sem betur fer var stutt til Nampa, um 20 mílur... en ég var orðin virkilega þreytt þegar ég kom á hótelið og fór beint að sofa.

8.apríl... ég svaf lengi... rétt náði morgunmatnum... og fór beint að versla...
I-LOVE-THAT-2
Hitinn úti er 85F... steikjandi sól
Allar búðirnar eru í seilingarfjarlægð... og Golden Corral úti á horni :) getur varla verið betra... áður en ég fór aftur á hótelið, keyrði ég á startið - bara til að vera viss um að fara á réttan stað. Expo-ið er á staðnum frá kl 6 am.

ROADWAY INN, Nampa
130 Shannon Drive, Nampa Id 83687
Phone: 1-208-442-0800 room 305


Clayton NM - Pueblo CO

GLEÐILEGA PÁSKA
Það var nokkurra stig frost þegar við vöknuðum... það var ekki eftir neinu að bíða fyrst ég hætti við maraþonið í dag... við lögðum af stað strax eftir morgunmat.

Viðvaranir í gærkvöldi bentu til að það gæti verið snjór á Raton Pass enda fór hitinn þar niður í 10F (32F = 0°c) en það var búið að skafa veginn mjög vel og góð færð. 

Við komum um hádegi til Pueblo (sól og hlýtt) og byrjuðum að versla það sem var á listanum, tékkuðum okkur inn á hótelið (sem ég mæli hiklaust með) borðuðum á Golden Corral og tókum því rólega... ég pakkaði niður... tvær búðir bíða til morguns því þær voru lokaðar í dag.

Ramada Pueblo
4703 N Freeway Road, Pueblo, CO 81008
Phone: 719 544-4700 room 105


Ulysses Kansas - Clayton New Mexico

Hvílíkir sjúklingar á ferðalagi. Lúlli að kafna úr hósta, eins og ég var áður en ég fékk sýklalyfið... ég er aðeins skárri en langt frá því að vera góð. Svo er ég eftir mig eftir maraþonið og með blöðru undir og á öðrum hælnum.

Við fórum frá Ulysses og keyrðum í gegnum hvern bæinn á fætur öðrum til Clayton. Við verðum að segja að við höfum ekki lent í því áður að hafa ekki komist í Walmart eða einhverja venjulega búð. Það var ekkert á leiðinni og Family Dollar og Dollar General einu búðirnar hér.

Super 8
1425 South 1st street,
Clayton NM 88415-2001
phone: 575 374-8127 room 102  


Keflavík - Denver CO - Ulysses KS

ON THE ROAD AGAIN...

Síðasta vikan fyrir frí er alltaf extra annasöm... og þessi var í takt við það... en við höldum enn að við höfum ekki gleymt neinu ;)

Þriðjudagur...
Flugið til Denver var 7 tímar og 30mín og við létum okkur það ferðalag nægja í dag og gistum á ágætis Days Inn við flugvöllinn.

Days Inn and Suites Int Airport
7030 Tower Road Denver CO 80249
Phone: 303 373-1500 room 216

................................

Miðvikudagur...
Þegar vöknuðum daginn eftir var snjó-stormur / blissard í fullum gangi... við fylgdumst með öllum fréttatímum og veðurfréttum. Það er vægast sagt brjálað veður, ekkert ferðaveður enda allir vegir lokaðir, allt flug var fellt niður til og frá Denver. Við ákváðum að vera aðra nótt... og fengum það því við vorum gestir en annars voru öll hótel full og neyðarástand í flugstöðinni. Ég hringdi og afpantaði hótelið í Lamar og sagðist sækja pakkana sem ég á þar, á morgun.

................................

Fimmtudagur...
Við ákváðum að leggja af stað og keyra rólega þessa 300 mílur til Ulysses Kansas. Í fyrstu vorum við að keyra eftir velsköfnum vegi með fjölda bíla utanvega til beggja handa en eftir nokkra klukkutíma var orðið snjólaust.

Við komum til Ulysses í björtu, fengum okkur að borða og tékkuðum okkur inn á hótelið.

Corperate East Hotel
1110 E Oklahoma, Ulysses KS 67880
Phone: 620 356-5010  room 118 (virkilega flott hótel)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband