Færsluflokkur: Lífstíll
28.5.2022 | 22:40
Missouri - Oklahoma 11-17.maí 2022
Ég fór ein út, enda hlaupaferð, millilenti í New Jersey og flaug þaðan til Kansas City... Þetta var langur dagur því biðin á vellinum í NJ var rúmir 8 tímar... lenti um miðnætti í Kansas, og búið að loka á bílaleigunni... þegar ég var komin á hótelið hafði ég vakað í 23 tíma...
Skuttlan fór með mig aftur upp á flugvöll, ég náði í bílinn og keyrði út úr Missouri, yfir horn af Kansas og suður til Miami Oklahoma... 180 mílur eða 290 km... nú bættist við klst munur við Ísland. Ég þurfti að tékka mig út um nóttina fyrir maraþonið... garðurinn sem brautin var í hafði verið á kafi fyrir viku, því áin flæddi rækilega yfir bakkana... það var heitt en skýjað og við fengum einn rigningarskúr...
Strax eftir hlaupið keyrði ég norður til St Joseph í næsta maraþon... og á leiðinni var keyrt aftan á mig... það stoppuðu bílar fyrir framan mig, ég gat stoppað en bíllin fyrir aftan mig lenti á mér... þetta ferli tók þó nokkurn tíma, lögreglan kom ekki því enginn slasaðist og bílar ökufærir... Ég fékk eins miklar upplýsingar hjá bílstjóranum og mér datt í hug að ég þyrfti... enda er þetta ekki í fyrsta sinn sem keyrt er aftan á mig í USA... hafði samt smá áhyggjur að hafa ekki fengið nægar upplýsingar því lögreglan kom ekki...
Ég var því ekki vel sofin þegar ég mætti um miðja nótt í næsta maraþon... það var greinilega ekki minn dagur... og ekki sniðugt að fara maraþon tvo daga í röð án æfinga... það var heitt 93°F, rakt og nánast enginn skuggi... en ég þráaðist við að klára.
Flaug heim frá Kansas City með millilendingu í Newark NJ.
2 maraþon og keyrði 692 mílur eða 1.120 km
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2022 | 22:17
Chicago IL - Kentucky 20-27.apríl 2022
Covid vottorðið mitt gildir í 3 mán svo það er um að gera að nota það... Ég fór ein út, flaug til Chicago og keyrði daginn eftir suður til Cairo... það voru 385 mílur þangað eða 624 km... ég stoppaði nokkrum sínnum á leiðinni til að slétta krumpurnar...
Ég fékk ágætis hótel... en þarf að fara í nótt yfir fylkismörkin og 30 mílur suður til Columbus Kentucky í maraþonið... Það var mjög heitt, 5 brekkur og 14 ferðir... 70 brekkur, vá og svo mældist brautin allt of löng... ég var fegin að hafa dag á milli maraþona núna...
Næsta dag keyrði ég til Vienna IL... uppgötvaði fyrir framan hótelið að ég hafði gleymt símanum á hinu hótelinu... já takk, 44 mílur til baka, 88 alls... svo ég keyrði 132 mílur þennan dag... þegar ég svo fékk símann í hendur vissu allir í hlaupinu og hálft Ísland að ég hafði gleymt símanum... NEWS TRAVEL FAST..
Það var ca 1 míla á startið í Vienna, svo það var mjög þægilegt... brautin var slétt og allt gekk vel... daginn eftir keyrði ég aftur til Chicago og gisti í Monee þar til ég flaug heim...
2 maraþon og keyrði 1.052 mílur eða rúma 1.700 km
YESS, I LOVE IT
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2022 | 22:01
Orlando - Alabama 22-29 mars 2022
Loksins. loksins er búið að opna Ameríku fyrir útlendingum eftir Covid... ég var svo heppin að fá Covid í lok febrúar að ég þarf ekki nema eitt vottorð til að komast inn í landið... Upphaflega ætlaði ég að fara 2 maraþon... já klikkun ekki satt, í ENGRI æfingu... en svo hætti ég við seinna hlaupið og fór bara eitt...
Ég fór ein út, flaug til Orlando og keyrði næsta dag til Eufaula í Alabama... það voru tæpar 400 mílur eða rúmlega 600 km þangað... svo dagurinn fór í keyrslu og að hluta til í ausandi rigningu... það voru víst skýstrokkar í nágrenninu... Ég tékkaði mig inn á hótelið og daginn eftir mætti ég í Maraþonið... það gekk ágætlega og ég var fegin að vera aðra nótt... þurfa ekki að keyra suður strax eftir hlaupið.
Ég keyrði síðan sömu leið til baka til Orlando.. hafði nægan tíma til að versla og fannst frábært að vera farin að ferðast aftur.
1 maraþon og gleymdi að ath mælastöðu, en það voru rúml 1200 km fram og til baka og svo keyrði ég um allt í Orlando í 4 daga... giska á 15-1600 km alls
Júhú... I am on the road again
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2021 | 19:07
Áramóta-annáll fyrir Covid-árið 2021
Annállinn er mjög líkur þessum frá síðasta ári... covid hefur öll völd...
Nú gerðist aftur, það sem hafði aldrei gerst áður... að ég hafi ekki skrifað á þessa bloggsíðu í heilt ár... HEILT ÁR... og nú í TVÖ ár.
Málin hafa æxlast þannig að þessi síða hefur orðið að ferðalýsingum... en eins og svo margir aðrir þá ferðaðist ég aðeins innanhúss og á milli landshluta þetta árið. Eins og segir í síðasta annáli, þá var ég ráðin aftur til Patreksfjarðarprestakalls til loka maí... með aðsetur á Patró. Ég get ekki sagt annað en að ég sakna fólksins í prestakallinu.
Við hjónin óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða.
Árið byrjar alltaf eins... á afmælisdegi elsta lang-ömmu-barnsins míns/okkar (Lúlli á eldra)... Emilía Líf er 10 ára á morgun, nýjársdag 2022... og þessa dagana er þær systur á Íslandi og eyða jólum og áramótum hjá pabba sínum.
STARFIÐ
Ég elska prestsstarfið og hef ekki talið tímana, kannski frekar unnið of mikið... Auðvitað hafði covid áhrif en ég hef gert myndbönd í fjölda ára svo það var ekki vandamál fyrir mig að vera með netmessur... og fermingarfræðsluna setti ég í dropbox... Tíminn var fljótur að líða og áður en varði var komið að heimför... Það eina sem skyggði á, var hræðilegt slys daginn áður en starfstíma mínum lauk. Það var MJÖG erfitt að kveðja bæinn í sorg.
Þegar mamma var komin á Hrafnistu, fékk ég að koma með gítarinn og syngja með fólkinu á hæðinni hennar upp úr Rósinni... þegar síðan covid reglur breyttust, tók ég upp nokkrar söngstundir og setti á netið og hefur það eitthvað verið notað með fólkinu.
https://www.youtube.com/watch?v=9sz5mDiog8A&t=4s
https://www.youtube.com/watch?v=qCl3YkEpQEw&t=29s
https://www.youtube.com/watch?v=W-qoCJriSY8&t=8s
FJÖLSKYLDAN
Lovísa var með stól í MODUS í Smáranum en flutti í Modus upp á Höfða og Svavar er enn í lögfræðinni. Nafna mín, Bryndís Líf kom til landsins með kærastann Jarle Reke og stelpurnar sínar í sumar og við áttum góðan tíma þó ég væri fótbrotin. Mamma fékk inni á Hrafnistu í lok apríl. Hún er á 5.hæð og er nú með einka herbergi. 2.nóv fékk hún slæmt áfall, stóran blóðtappa og hefur verið lömuð vinstra megin.
STÓRAFMÆLI ÁRSINS
Sá gamli varð 75 ára í ár og við vorum með smá kaffiboð fyrir hann.
FERÐALÖG
Bíddu... hvað er nú það??? nema innanlands. Ég var bara heima, enda búin að búa á Patreksfirði um veturinn. 17.júní fagnaði ég með því að tví-ökklabrotna... Í júlí fékk ég Hörpu til að keyra mig norður til að messa á Hólum eins og í fyrra... og í okt skrapp ég vestur og fékk að gista 2 nætur á Tálknafirði. Ég keyrði vestur á mánudagsmorgni og hitti eldriborgara í Vindheimum á Tálknafirði eh á þriðjudeginum heimsótti ég eldriborgana í Selinu á Patró og á miðvikudeginum eldri borgara í Muggstofu á Bíldudal og keyrði þaðan yfir Dynjandisheiði og suður.
HREYFING
Ég hljóp ekki eitt einasta maraþon á þessu ári frekar en því síðasta. Ég átti nokkur maraþon frá síðasta ári sem hafði verið frestað, eins og t.d. Tokyo, sem var frestað aftur og nú á ég aðgang í mars 2023. Í byrjun júní fór ég í augasteinaskipti á hægra auga... og var varla búin að jafna mig eftir það þegar ég ökklabrotnaði eins og ég nefndi hér fyrir ofan(17.júní). Ég datt á hjólinu og brotnaði klaufabroti... mátti ekki stíga í fótinn í 6 vikur og síðan bara tilla í aðrar 6 þar til búið var að taka skrúfurnar... þær voru teknar 15.sept en þá vorum við hjónin búin að vera bæði fótlama í 2 vikur. Lúlli fékk nýjan hnjálið á vinstra hné 30.ág. og gekk aðgerðin vel. Þrátt fyrir að vera á hækjum, tókst mér að messa í júlí á Hólum (Harpa keyrði)og verða léttfeti með litlu ömmu-gullunum mínum (9 spjöld). Það var ótrúlega gaman að Matthías og Indía fengu síðan útdráttarverðlaun á uppskeruhátíðinni.
https://www.youtube.com/watch?v=y6YIUP9qRRA
GLEÐILEGT ÁR 2022
Lífstíll | Breytt 31.12.2021 kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2020 | 12:34
ÁRAMÓTA-ANNÁLL FYRIR ÁRIÐ 2020
Máltækið segir að það sem hafi ekki gerst áður gæti alltaf gerst aftur... en það hefur aldrei gerst áður að ég hafi ekki skrifað á þessa bloggsíðu í heilt ár... HEILT ÁR.
Málin hafa æxlast þannig að þessi síða hefur orðið að ferðalýsingum... en eins og svo margir aðrir þá ferðaðist ég aðeins innanhúss og á milli landshluta þetta árið. Ráðningartími minn var síðast frá 1.des-31.maí 2020. Ég var síðan ráðin aftur frá 1.nóv-31.maí 2021 prestur í Patreksfjarðarprestakalli, með aðsetur á Patró og sendi kveðjuna út þaðan.
Við óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða.
Árið byrjar alltaf eins... á afmælisdegi elsta lang-ömmu-barnsins míns (Lúlli á eldra)... Emilía Líf er 9 ára á morgun, nýjársdag 2021. Afmæliskveðjan fer til Stavanger þar sem þær mæðgur búa.
STARFIÐ
Ég er í heildina mjög ánægð með hvernig mér tókst að nýta mér mína kunnáttu í prestsstarfinu. Í febrúar kom upp þessi covid-19 veira sem varð að heimsfaraldri og allt breyttist. Ég byrjaði strax að hringja í eldri borgarana, semja og taka upp lög og glamraði undir á gítarinn. Ég hélt eins og allir aðrir að þetta myndi ganga fljótt yfir og mig langaði til að halda sambandi við fólkið. En þessi veira var erfiðari en menn óraði fyrir svo ég fór að taka upp messur í kirkjunum og sunnudagaskólalög fyrir krakkana og setti allt á rásina mína á youtube.com og deildi yfir á vef prestakallsins. Þessu var bara vel tekið og þegar ráðningartímanum lauk 31.maí var ég búin að setja inn 31 videó...
Fyrsta skírnin. Í jan (fyrir covid) skírði ég fyrsta barnið en í byrjum mars fór ég suður og jarðsetti Dísu móðursystur mína í covid ástandi. það var fyrsta útförin. Þríeykið okkar (Alma, Víðir og Þórólfur) tók vel á sóttvarnarmálum og það var slakað nóg á ástandinu að ég gat fermt á Bíldudal 31.maí sem var síðasti vinnudagurinn minn og ég keyrði beint suður á eftir. Fyrsta fermingin.
Fyrsta brúðkaupið var í byrjun júlí þegar ég gaf saman Guðbjörgu frænku mína og Hermann. 19. júlí keyrði ég norður og messaði á Hólum í Hjaltadal, leysti Sólveigu Láru vígslubiskup af.
1.nóv keyrði ég aftur vestur, ráðin til loka maí 2021. Ég leysi af sem sóknarprestur hluta af ráðningartímanum í nær sama covid-ástandi og tók upp guðsþjónustur eins og áður. Aftanstundina á aðfangadag hafði ég þrískipta, messuupphaf á Patró, ritningarlestra og prédikun á Tálknafirði og messulok, blessun og bænir á Bíldudal.
https://www.youtube.com/watch?v=7mChtT83dDQ&t=74s
Mér tókst að vera með helgistund (live) á Heilbrigðisstofnuninni (H-vest) á aðfangadag og tvær ,,leynimessur" yfir jólin. Á jóladag messaði ég í Sauðlauksdal og á annan í jólum á Rauðasandi. Að sjálfsögðu voru 10 manna samkomutakmörk virt. Messurnar voru ekki auglýstar heldur hringdi ég á bæina. Þessar guðsþjónustur voru líka teknar upp og settar á netið.
FJÖLSKYLDAN
Það er allt við það sama hjá börnum og barnabörnum, nema að Lovísa tók sveinsprófið með glæsibrag, Hún er með stól í MODUS í Smáranum en hún var nemi þar. Svavar er enn í lögfræðinni en árið hefur sennilega verið erfiðara en hann segir þar sem öll kennsla hefur verið á netinu vegna covid.
STÓRAFMÆLI ÁRSINS
Berghildur elsta systir var 70 ára 6.des sl. Hún hélt ekki veislu vegna strangra samkomutakmarkana en það verður kannski síðar.
FERÐALÖG
Bíddu... hvað er nú það??? í þessu skrítna ástandi ferðuðust margir innanlands. Ég var bara heima, enda búin að búa úti á landi, á Patreksfirði um veturinn. Ég náði að ganga á Geirseyrarmúlann, upp að Kríuvötnum og á Hafnarmúlann með góðum konum áður en ég fór suður. Og eins og ég söng um í laginu mínu FJÖR Á VESTFJÖRÐUM þá varð ég að sjá Látra og Rauðasand áður en ég færi suður. Ég var nefnilega ekki viss um að ég yrði ráðin aftur vestur. Í júlí fór ég í dagsferð norður á Hóla eins og fram er komið áður... og í sept skrapp ég vestur og fékk að gista í Mikkahúsi Eyrúnar.
HREYFING
Ég hljóp ekki eitt einasta maraþon á þessu ári. Það hefur ekki gerst síðan ég hljóp fyrsta maraþonið minn í Stokkhólmi 1995. Nær öllum maraþonum um allan heim var frestað. Febrúar og mars fóru í að afpanta og fá endurgreitt nokkur flug, fjölda bílaleigubíla og ótal hótelherbergi. Ég hljóp með Völu fyrir sunnan og tók Ratleikinn með systrunum og byrjaði að skrifa dýramyndir með strava forritinu, það gaf göngunum annan tilgang.
PS. ég sótti um prestsembætti í Hafnarfjarðarkirkju í haust... enda ekki viss um að fara aftur vestur... það er ekkert komið út úr því enn og ég er ráðin hér til 31.maí 2021.
GLEÐILEGT ÁR 2021
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2019 | 09:08
Áramóta-annáll fyrir árið 2019
G L E Ð I L E G T Á R
Við Lúlli ætluðum að senda áramótakveðjuna út frá Texas, en vegna starfs mín varð ég að hætta við ferðina og við sendum kveðjuna út frá Patreksfirði. Við óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða.
Árið byrjar alltaf eins... á afmælisdegi elsta lang-ömmu-barnsins míns (Lúlli á eldra)... Emilía Líf er 8 ára á morgun, nýjársdag og hún var stödd í Hafnarfirði en er nú aftur heim. Elsku Emilía Líf okkar, innilega til hamingju með daginn þinn. Það kemur örugglega að því einhverntíma að við getum mætt í afmælið þitt.
FJÖLSKYLDAN
Lífið hefur gengið sinn vanagang hjá flestum. Árný býr í Njarðvíkum, Helga flutti aftur heim frá Noregi, Bryndís Líf útskrifaðist sem sjúkraliði í Kopervik og flutti til Stavanger... Harpa er á Völlunum, Svavar býr í Reykjavík og er í lögfræðinni en mestu breytingarnar voru hjá Lovísu og Gunna. Þau seldu íbúðina sína í Grafarvogi, keyptu nýtt ófullgert raðhús í Mosó og fluttu til okkar 5.okt. á meðan verið er að gera það íbúðarhæft en ná sennilega að flytja inn fyrir áramót. Lovísa útskifaðist síðan frá Tækniskólanum sem hársnyrtir í des en á eftir sveinsprófið.
STÓRAFMÆLI ÁRSINS
Mamma varð 90 ára á árinu og Hafdís systir varð 60 ára.
FERÐALÖG
Ég fór í nokkrar hlaupaferðir á árinu eða alls 9 sinnum og hljóp 15 maraþon. Ég bætti við 8 nýjum maraþon-löndum. Toppurinn á árinu var ferðin í lok maí. þá fór ég fyrst út ein og hljóp í CO, síðan komu Berghildur, Edda og Vala út og við ferðuðumst í 2 vikur saman og hápunkturinn var fjögurra daga gönguferð í Grand Canyon. Við gengum niður frá norður-brúninni og upp suður megin, upp sömu leið og fyrir 3 árum. Það eru ekki til orð eða myndir sem geta lýst þessu ævintýri nógu vel... en hér er videó...
https://www.youtube.com/watch?v=CXC7zgvKWRc&t=36s
Strákarnir okkar Völu komu út með sömu vél og Berghildur og Edda flugu heim með og við ferðuðumst áfram í 10 daga. Við heimsóttum sléttasta fylki USA, Kansas, fórum til Texas, Oklohoma og ég hljóp síðan í Ruidoso í New Mexico. Við flugum til og frá Denver.
HREYFING
Eins og áður er talið hljóp ég 15 maraþon á þessu ári. Við systur tókum ratleikinn eins og undanfarin sumur og kláruðum allar leikinn, fundum öll 27 spjöldin... Indía og Mikael fundu nokkur spjöld en hann var með í fyrsta sinn. Ég fór nokkrar ferðir á Helgafell og eina ferð á Esjuna... en þegar ég fór niður fann ég í fyrsta sinn fyrir hnjánum. Við systur höfum haldið okkur við að synda 1x í viku... en ég hef hjólað minna í sumar en áður.
PS. ég sótti um nokkur prestsembætti á þessu ári... alltaf í allra-allra-allra síðasta sinn... og ætlaði að hætta því en var svo blessuð að fá vígslu... 17.nóv var ég vígð til Patreksfjarðar og flutti þangað 5.des. Lúlli þurfti að fara í aðgerð á öxl og kom vestur á þorláksmessu. Svavar kom með honum og var hjá okkur um jólin. Þetta er í fyrsta sinn sem við búum utan Hafnarfjarðar... en ég er ráðin til 31.maí á þessu ári.
GLEÐILEGT ÁR 2020
Lífstíll | Breytt 3.7.2020 kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2019 | 02:06
Kef - Frankfurt - Singapore - Penang Malasía - Singapore - Frankfurt - heim 19.nóv - 3.des 2019
Þetta verður langt ferðalag og tímamunur mikill (+8 tímar). Við fengum Hörpu til að keyra okkur á völlinn. Við flugum með Lufthansa alla leið... Við lentum í seinkun á báðum flugum. Á leiðinni til Frankfurt var ekkert skemmtiefni í vélinni. Í Frankfurt var 2ja tíma bið en það nægði ekki, við hefðum ekki náð ef það hefði ekki verið seinkun á flugi.
19.nóv... Flug 857 með Lufthansa kl 14:55 (3:40) og flug 778 til Singapore kl 21:55 Flugið til Singapore var tæpir 12 tímar. Vélin var tveggja hæða og flestir í lúxus á efri hæðinni svo við fengum að breiða úr okkur niðri. Lúlli náði fjögurra-sæta-rúmi en ég svaf í þriggja-sæta.
20.nóv... Við borðuðum morgunmat klst fyrir lendingu en dagurinn er að verða búinn hér. Við tókum taxa á hótelið. Þetta var ódýrt herbergi, sáum ekki á myndum að það væri gluggalaust, sem við tókum til að jafna okkur aðeins á fluginu áður en við fljúgum norður til Penang. Við misstum heilan dag úr og erum mjög rugluð í tíma.
OYO 103 Hotel Fuji room 107
21.nóv... Við fengum okkur göngutúr um hverfið, keyptum okkur eitthvað að borða, við sofum á kolvitlausum tímum og vitum varla hvaða dagur er.
22.nóv... Flug 1720 með AirAsia. Við tékkuðum okkur út, tókum leigubíl á flugvöllinn, eigum flug til Penang kl 11:45. Við héldum í alvöru að við værum að fljúga innanlands enda er Penang á sömu eyju en þetta er víst landið Penang sem fylgir Malasíu. Flugið var rúmur klst og engin þjónusta á leiðinni. Við tókum taxa á hótelið sem er virkilega flott hótel. Mollið er næsta hús við hliðina og á bílastæðinu þar náði ég í númerið fyrir hlaupið og á götunni þar fyrir framan er start og mark.
Eastin Hotel Penang room 606
23.nóv... það er flott morgunverðarhlaðborð hér... við tókum það rólega í dag... og ég reyndi að sofna um kvöldið... en það var ómögulegt... ég fór því fyrr á fætur en ég ætlaði til að fara í maraþonið. Við vorum komin á startið rétt eftir miðnætti en hlaupið var ræst kl 1:30. Allt um maraþonið á https://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/2242767/
24.nóv... Maraþonið var búið um kl 8 am svo ég komst í sturtu og morgunmat á hótelinu áður en ég lagði mig... og veitti ekki af, eftir að hafa farið ósofin í hlaupið... svo fórum við snemma að sofa um kvöldið... það eru allir dagar í rugli. Ég hringdi í leigubílstjórann sem keyrði okkur af flugvellinum og var búinn að gera okkur tilboð í dagsferð.
25.nóv... Við vorum sótt kl 9am og áttum góðan dag. Fyrsta stopp var við Penang Hill, þar sem við tókum lest upp á topp, gengum eftir fjallinu og skoðuðum útsýnið á The Habitat. Þetta tók 3 tíma. Þaðan fórum við í súkkulaðiverksmiðju, vax-litunar verkstæði, kaffi smakk verksmiðju og te-búð. Þá var dagurinn bara hálfnaður. Við enduðum daginn í dag á Butterfly Farm... þar sem við skoðuðum bæði skriðdýr, skordýr og fiðrildi... elsku kallinn var alveg búinn í fótunum eftir daginn.
26.nóv... Við notuðum síðasta daginn á þessu lúxushóteli til að rölta um mollið við hliðina, ég reyndi að finna minjagrip en fann ekkert. Við borðuðum á hótelinu og gengum frá töskunum. Við eigum flug snemma í fyrramálið.
27.nóv... Eftir morgunmat eða kl 8 áttum við pantaðan leigubíl á flugvöllinn. Ég fann ekki heldur minjagrip þar svo það verður ekkert í skápnum frá Malasíu. Flugið ttók rúma klst. Við tókum leigubíl á hótelið okkar... eða skal ég segja gluggalausa skókassann... hvílík vonbrigði... þetta herbergi kostar svipað og það sem við vorum í er algjör andstæða í gæðum. Sturtan er hörmung því allt herbergið verðu blautt og flæðir fram á gang. Við fengum okkur göngutúr til að kaupa okkur eitthvað til að borða og hafa í herberginu. Mítt ráð fyrir þá sem ætla til Singapore er að nota ekki hótelvefi... hefur fara beint inn á Singapore og leita. Hotel Bugis 81, room 509, 31 Middle Road, Singapore, mæli ekki með því.
28.nóv... Við ætluðum að ganga á startið eftir Google map en það leiddi okkur í kolranga átt, tókum því leigubíl í expo-ið. Við sóttum númerið, ég fór í heilsutékk, við fórum í Marina Bay Sands Casino þar sem ég tapaði 5 singapore dollulum. Við fórum upp í tvo turna í hinu fræga þriggja-turna-skipi með sundlaug á dekkinu. Við ætlum að koma þangað aftur eftir maraþonið á sunnudag.
29.nóv... Nafna mín á afmæli í dag, 26 ára. Við töluðum saman í síma í gær. í dag löbbuðum við lúlli rétta leið á startið... eins gott að vita hvert maður á að fara. Við fundum þá annað moll Sun Tec City Mall. Þegar við fórum út seinnipartinn var eins og hellt úr fötu. Þetta er rigningar tíminn en ég vona bara að það hangi þurrt í hlaupinu.
30.nóv... það var vandi að lifa í dag, því maraþonið byrjar kl 18 í kvöld. Við fórum lítið út en þar sem það er erfitt að sofa um miðjan dag þá fór ég ósofin í hlaupið. Allt um hlaupið á https://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/2243068/
1.des... Þetta var í þriðja sinn sem ég hleyp á afmælisdeginum mínum. Ég kom í mark um kl 2 um nóttina og það tók mig um 2 klst að fá bíl og komast á hótelið, aðallega vegna þess að bílarnir eru flestir Uber sem þarf að panta. Lúlla var ekki orðið sama þegar ég kom loksins. Ég hef sjaldan verið með eins mikil nuddsár... meira að segja eftir stroffið á sokkunum. Svitinn í öllum rakanum var gífurlegur. Ég svaf ekki nógu vel eftir hlaupið en hvíldist þó eitthvað. Við fórum eitthvað út eh... fengum okkur að borða og uppgötvuðum fleiri moll... believe it or not - það er moll í hverju húsi.
2.des... við pökkuðum, tékkuðum okkur út um hádegið og tókum leigubíl í Cable Car yfir borgina... Við vorum rétt komin inn í vagninn þegar byrjaði að rigna og hvílíkar sprengju-þrumur. Þetta var samt gaman. Við skiptum nokkrum sinnum um vagna og það var hægt að skoða sig um á fleiri stoppustöðvaum en við gerðum. Þarna voru líka stærðarinnar moll. Um kvöldmat tókum við bíl á hótelið, sóttum töskurnar og vorum keyrð á flugvöllinn... við eigum flug um miðnætti.
3.des... 12 tíma næturflug til Frankfurt og vélin var full... við vorum svo heppin að hafa autt sæti á milli okkar, eitt af fáum lausum... samt gátum við bara dottað. Við áttum síðan nokkurra klst bið í Frankfurt áður en við flugum heim og lentum þar kl 14. Við flugum alla leið með Lufthansa. Harpa sótti okkur á völlinn. Alltaf gott að koma heim.
Lífstíll | Breytt 7.12.2019 kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2019 | 12:14
Kefl - Stokkhólmur - Doha Qatar - Da Nang Viet Nam - Siem Reap Kambodia - Da Nang Viet Nam - Doha Qatar - Stokkholmur - heim, 29.júlí - 15.ág 2019
29.júl... Við byrjuðum á betri stofunni... langt ferðalag fyrir höndum og mörg flug á áfangastað... og völdum beint flug til Stokkhólms... það kom okkur því verulega á óvart að uppgötva í röðinni að landganginum að vélin ætti að millilenda í OSLÓ. Þetta þýddi auðvitað lengri flugtíma og klst bið á flugvellinum. Við vorum ekki hress með þetta...við lentum kl 23 í Stokkhólmi
Við héldum að við hefðum keypt flughótel... en þetta var gluggalaus skókassi með engu.
Måby park & hotell, 111 Måby Marsta 195 91 SE
Tel +46859113140
30.júl... Tókum skuttlu á flugvöllinn kl 7 am, næsta flug er með Qatar (besta flugfélag í heimi) til Doha í Qatar. Flugtími 6:30... nóg að borða og nægar bíómyndir. Í Qatar var tæplega 4 klst bið í næsta flug... til Da Nang í Viet Nam, 7 og hálfur tími. Við vorum búin að borga 50 usd fyrir visa on arrival... jamm, góðan daginn, "Visa on arrival" kostaði 100 usd + 3 usd fyrir myndatöku af hvoru okkar... samtals 156 usd. við verðum hér í 3 nætur
dragon sea hotel
31.júl... Við hljótum að horast í þessari ferð, maturinn hér er svo ólystugur... varla neitt sem við þorum að borða. Fengum okkur göngutúr um hverfið, við erum í næstu götu fyrir ofan ströndina... það er 7 tíma mismunur við Ísland og tíminn er á undan, við erum aðeins að jafna okkur á þessu langa ferðalagi. við skiptum dollum í Dong.
1 dollar = 22.000 Dong.
60 usd = 1.320.000 Dong
Svo keypti skoðunarferð til Ba NA Hills á morgun.
1.ág... Leigubíll sótti okkur og keyrði í Sun World Ba Na Hills. Þessi staður er ótrúlegur, hér eru þrír lengstu cable car í heimi upp á topp og tveir á milli toppa. Við eyddum milljónum í dag í ferðina og buffet á toppnum. Þessi ferð var æðisleg og Golden Bridge rosalega flott.
2.ág... Við pökkuðum, fórum af hótelinu á flugvöllinn eh. Næsta flug er til Siem Reap í Cambodíu. flug kl 18:15... bara stutt. Við flugum í lítilli skrúfuvél... 2ja tíma flug. Lentum rúmlega 8 pm og vorum nokkuð fljót í gegnum eftirlitið af því að ég hafði keypt e-visa á netinu. Við vorum síðan sótt á völlinn af vélhjólaskuttlu... ekkert smá krúttlegt.
Gjaldmiðillinn hér er dollar, en ríel ef gefa þarf cent til baka...
1 dollar = 4000 ríel. Þetta er ágætt hótel og allir af vilja gerðir til að þjóna okkur.
The Cyclo Siem Reap Hotel
3.ág... Tókum tuk-tuk til að sækja númerið... lítið expo á stóru hóteli í sömu götu og við erum, nokkra km í burtu.. Ég fékk numer 1724. Kiktum á ávaxtamarkað á leiðinni til baka. Ég samdi við tuk-tuk bílstjóra að sækja mig í nótt og keyra á startið. ég fór snemma að sofa en vaknaði allt of snemma fyrir maraþonið.
4.ág... tuk-tuk bílstjórinn átti að keyra mig á startið kl 3:30 en hann sveik mig og ég þurfti að finna annan. Startið var við Ankor Wat kl 4:30 í niðamyrkri, 27°c og miklum raka. Það var svolítið skemmtilegt að sjá íslenska fánann sem Lúlli tók mynd af á staðnum.
https://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/2238414/
5.ág... Við sömdum við tuk-tuk bílstjóra að fara með okkur að skoða gömlu hofin sem ég hljóp framhjá í gær. Við vorum frá 9-3 í ferðinni, hofin eru 800-1000 ára og mörg að hruni komin... Það rigndi fyrst en svo hitnaði heldur betur. Það er ótrúlegt að sjá hvernig rætur trjánna vaxa sumstaðar frá þakinu niður á jörð. Við eigum enn í vandræðum með mat til að borða og þorum ekki að borða nema á hótelinu.
6.ág... Við kveðjum Kambódíu sem kom okkur verulega á óvart. við vorum 25 min í tuk-tuk á völlinn, ég tók nokkrar myndir af mannlífinu á leiðinni... umferðin er skipulagt kaos, jafnmörg motorhjól og maurar í maurabúi.
2ja tíma flug til Viet Nam, kl 15:50... í sömu skrúfuvélinni... við verðum á öðru hóteli núna... taxi á hótelið og herbergi á 11.hæð... þá er að finna eitthvað að borða.
Orchidées
7.ág... Hitinn hefur verið 35-40, götuhiti yfir 43-5°c... við höldum ekki úti nema stutt í einu og ekki yfir miðjan daginn... Fórum í göngutúr niður á strönd... þar er allt í fullum undirbúningi fyrir expo-ið og maraþonið... við keyptum okkur dagsferð á morgun... 1.780.000 Dong fyrir okkur bæði. Borðuðum kvöldmat á kóreskum stað... við lifðum það af.
8.ág... við erum heppin að hafa morgunverðarhlaðborð, þá finnum við alltaf eitthvað ætt... Við vorum sótt snemma í ferðina, fyrsta stopp var í bænum Hue... næsta í Imperial City, við fengum "mat" í ferðinni... og síðasta stopp var Tomb of Khải Đá»nh. Virklega flottur staður. Mósaeik skreytingarnar voru ótrúlega stórar, upphleyptar og mikil dýpt í þeim. sannkallað listaverk en eins og á svo mörgum stöðum hér þá eru margar og háar tröppur upp í allt. Lúlli treysti sér ekki upp til að skoða þetta.
9.ág... Göngutúr á ströndina... það verður byrjað að afhenda gögnin kl 3 í dag... en ég ætla að fara á morgun, því ég verð sótt 3:45 í skoðunarferð sem kostaði 500.000 Dong. Bíðarinn ætlar að bíða á hótelinu, búinn að ganga sig upp að hnjám í gær og dag. Fyrsta stopp hjá myndhöggvara, svo Marble Mountain, borðað hjá Geiko og síðast gamli bærinn, The ancient town. Við vorum svo óheppin að það kom skýfall þegar við vorum að labba inn í helli í Marble Mountain. 157 háar, miklar og ójafnar tröppur upp og sleipar á leiðinni niður, einn rann í þeim. annars tókst þessi ferð bara vel og ég kom á hótelið um kl 22.
10.ág... Sótti númerið kl 9 í morgun... 30°c í brakandi sól, það lak af okkur svitinn... seinni hringurinn verður erfiður á morgun. Ég hitti aftur mann sem var á svipuðu róli og ég í Kambódiu. Ítali sem hefur búið í Þýskalandi og var í Reykjavíkurmaraþon bol í dag. Við Lúlli tókum það rólega, dagurinn á morgun verður erfiður... gert ráð fyrir miklum hita. Fór snemma að sofa.
11.ág... vaknaði kl 2, Start kl 4:30 í 28°c... þegar ég var hálfnuð var hitinn 38°c og þegar ég kláraði var hitinn 42°c. Tvisvar sami hringur. hljóp innan um bíla og mótorhjól. Nú er öruggt að Reykjavíkurmaraþon verður nr 250 hjá mér... og ég hleyp fyrir Einhverfusamtökin.
https://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/2238681/
12.ág... Fengum okkur göngutúr yfir götuna, á ströndina en héldumst ekki við nema tæpa tvo tíma. Götuhitinn er 44°c... en við skelltum okkur á karókíið þar um kvöldið... dómarar og alles, hvorki tónlistin eða málið er heillandi og teknó músíkin sem fylgdi á eftir var til þess að við fórum snemma á hótelið... erum við skrítin?
13.ág... við gengum um hverfið og skoðuðum mannlífið...
Það þarf ekki vottuð eldhús hér eða mikla aðstöðu til að skapa sér vinnu. Okkur virðist sem allir hafi mjög langan vinnudag en eiga það sameiginlegt að vera glaðir, alltaf brosandi og eiga mikla þjónustulund. Gangstéttir eru notaðar fyrir götu-veitingahús eða bílastæði... við göngum yfirleitt í umferðinni... sem er skipulagt kaos. við borðum mjög lítið hér enda maturinn mjög framandi.
14.ág... Komið að heimferð... Við vorum mætt snemma á völlinn, fyrsta flug til Doha Qatar og við gistum þar... Flug kl 8:40 og Flugtími 7 klst. Við höfðum það svo gott í fluginu, almennilegur matur, kaffi og nóg af bíómyndum. Við höfum oft gist í Qatar og alltaf fengið frábæra þjónustu en í þetta sinn urðum við fyrir verulegum vonbrigðum, ekkert stóðst, átti að vera skuttla - var ekki, átti að vera innifalinn morgunmatur - var ekki... herbergið lélegt og baðherbergið hörmung. Við fengum okkur göngutúr um hverfið... hér eru flottustu efnabúðir sem ég hef séð... Við fengum okkur að borða seinnipartinn, þá var götuhitinn 52°c og það mátti vinda hverja spjör.
La Villa Hotel
15.ág... við vorum komin upp á völl eldsnemma, hökkuðum í okkur hamborgara í morgunmat... ... næsta flug með Qatar Airways kl 7:35 til Stokkhólms. Flugtími 6 klst. þar næsta flug eftir 4 tíma bið og svo heim til Íslands með Icelandair. flugtími 3 tímar... Sonurinn sótti okkur á flugvöllinn og Snúður tók á móti okkur heima... Allt að komast í samt lag.
Lífstíll | Breytt 23.8.2019 kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2019 | 22:50
Denver CO - Kansas - Oklahoma - Texas - New Mexico - Colorado - heim 16-26.júní 2019
Nú byrjar þriðji og síðasti hluti þessarar ferðar... Við Vala skiptum um ferðafélaga í dag, þegar systur mínar fóru heim og mennirnir okkar flugu út með sömu vél... 10 dagar eftir.
16.júní... við byrjuðum á því að keyra áleiðis til Kansas og gista í Limon...
Microtel Inn & Suites by Wyndham Limon
2510 6th Street Limon 80828 CO US
TEL: +17197758121
17.júní... Keyrðum til Kansas, sáum sólblómamálverkið, skyldi það vera dýrasta útimálverk í heimi? Kostaði milljón dollur! Hvaða fylki Usa skyldi vera nær hrukkulaust???
KANSAS er næstum eins slétt og pönnukaka... og við komumst að því hvað landslagið fyrir utan gluggann skiptir miklu máli.
Cottonwood Inn,
1200 State St Phillipsburg 67661 KS US
TEL: +17855432125
18.júní... Kansas kom okkur verulega á óvart í dag... við ætluðum að skoða Monument Rocks í dag á leiðinni suður... en það byrjaði að rigna... og þegar við komum að afleggjaranum þá var hann "dirt road"... við ætluðum að láta okkur hafa það en eftir ca eina mílu ákvað ég að snúa við. Það var hægara sagt en gert því við sukkum í drullu og á tímabili leit út fyrir að við þyrftum aðstoð... en Lúlli, Vala og Hjörtur fóru út að ýta og okkur tókst að komast aftur á malbikið. Monument Rocks eru myndin framan á Kansas-kortinu og aðal djásn fylkisins... svo við skiljum ekki þessa afspyrnu lélegu aðkomu. Gistum í Liberal, en þar er hús Dorotheu og galdrakarlsins í Oz.
Rodeway Inn,
488 E Pancake Blvd Liberal 67901 KS US
TEL: +16206245642
19-20.júní... 2 nætur í Santa Fe,
Í dag keyrðum við suður Kansas, gegnum Oklahoma, niður til Amarillo í Texas... skoðuðum Cadilakkana The Cadillac Ranch á akrinum, keyrðum eftir þjóðvegi 66... kíktum á ,,draugabæi" skoðuðum bílasafn Route 66 í Santa Rosa og enduðum á hóteli í Santa Fe, New Mexico.
Quality Inn, Santa Fe,
3011 Cerrillos Rd Santa Fe, NM 87507 US
TEL: +15054711211
20.júní... Tókum það rólega í dag, versluðum og slökuðum á... við áttum pantaða hellaferð kl 18 í La Madera hér fyrir norðan Santa Fe. Hellirinn er handgert listaverk Ra Paulette. Ótrúlega flott en hann var tvö ár að gera þennan helli sem heitir ,,Windows of the Earth"
sama hótel...
21-23.júní... 3 nætur í Ruidoso
Við keyrðum til Ruidoso í dag... löng keyrsla... Fallegur bær á milli fjalla... nóg af brekkum hér fyrir næsta maraþon. Ruidoso er í 7.000 ft hæð yfir sjávarmáli - góðan daginn.
22.júní... Fórum snemma út i morgun, keyrðum til White Sands... staður sem á engan sinn líka á jörðinni og hvíti sandurinn nær suður til Mexico. Sandurinn er kaldur í sjóðandi heitri sólinni. Síðan sótti ég númerið fyrir maraþonið á morgun og við skoðuðum listaverk úr járni í miðbænum.
23.júní... Ég held að erfiðleikaskalinn hafi verið sprengdur, hefur náð upp fyrir allar mælingar í maraþoninu í dag... Brekkur, brekkur og enn fleiri brattari brekkur var einkenni hlaupsins. Ég átti fullt í fangi með að fylgja grænu örvunum í götunni til að villast ekki. Lofthæð yfir sjávarmáli var 7000 ft í byrjun, lækkaði niður í 6500 ft og hækkaði síðan í 7500 fet... ÞETTA VAR ERFIÐ LEIÐ... 3 fet í meter
New Mexico er 25.fylkið mitt í þriðja hring um USA... kom ekki til greina að gefast upp. Við borðuðum kvöldmat í Casino-inu.
Super 8, Ruidoso
100 Cliff Dr Ruidoso 88345 NM US Tel: +15753788180
24.júní... Við keyrðum í dag frá Ruidoso NM til Pueblo CO. Löng keyrsla... Við versluðum og borðuðum á Golden Corral. Það er heimferð á morgun... getur það verið! Hrikalega flýgur tíminn hratt.
Ramada Pueblo,
4703 North Freeway,
CO, 81008 Pueblo, USA
25.júní... Heimferð í dag, keyrum til Denver og tökum síðustu búðirnar um leið. Flug kl 19:55... ferðin búin... alltof fljótt.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2019 | 00:15
Grand Canyon og fl. 2-16. júní 2019
2.júní...
Ég komst í gegnum eitt erfiðasta maraþon sem ég hef hlaupið í morgun. Ég hafði tékkað mig út af hótelinu í nótt... svo ég þvoði mér og skipti um föt á klósettinu í Walmart... Það var stórhættulegt að hanga í búðum og bíða... ég hefði getað fyllt bílinn... svo ég beið síðustu 2 tímana rétt hjá flugvellinum. Edda, Berghildur og Vala komu út um kl 8 pm... við keyrðum frá Denver til Manitou Springs og komum við i Walmart á leiðinni á fyrsta hótelið okkar.
Magnuson Hotel Manitou Springs
311 Manitou Ave Manitou Springs 80829 CO US
TEL: +17196855991
3.júní...
Ég svaf ágætlega enda búin að vaka tæpan sólarhring, hlaupa erfitt maraþon og keyra um 100 mílur... eftir morgunmat skruppum við i REI og Walmart og þaðan fórum við í ROYAL GORGE BRIDGE. Við tókum kláf yfir gilið og gengum yfir brúna til baka... 2x... því í seinna skiptið ætluðum við að renna okkur á línu yfir en þá var kominn of mikill vindur. Við fórum síðan niður í Cañon City og fórum í 2ja tíma lestarferð eftir gilbotninum...
Við gistum á Ramada í Pueblo.
Ramada Pueblo
4703 North Freeway, Pueblo, CO
Tel: +1 719 544 4700
4.júní...
Í dag keyrðum við frá Pueblo til Pagosa. Auðvitað var stoppað á leiðinni m.a. við Treasure Falls sem er í South Park.
Quality Inn
158 Hotsprings Boulevard
Pagosa Springs, CO 81147 US
TEL: +19705078703
5.júní...
Í dag keyrðum við frá Pagosa CO til Page AZ... Löng keyrsla og nokkur stopp... fyrst við Chimney Rock Monument, svo við Four Corners, einhver Monument rock og Baby Rocks.
Country Inn & Suites by Radisson,
Page, AZ 880 Haul Rd Page 86040 AZ US
TEL: +19284841117
6.júní...
Í dag keyrðum við frá Page að norður rim Grand Canyon. Við vorum nokkuð snemma í því, því við ætluðum að keyra á helstu útsýnisstaðina og skoða... við gátum aðeins keyrt á einn stað... Point Imerial, því vegurinn á hina var lokaður. Við gistum í æðislega kósý kofa. Ég hringdi í flutningsþjónustuna og pantaði töskusendingu til suður rimarinnar og far fyrir okkur til baka 11.júní frá suður riminni hingað... Við ætlum að byrja gönguna kl 6 í fyrramálið.
Grand Canyon Lodge North Rim, AZ US 86052
TEL 928-638-2611
7.júní...
North Kaibab Trailhead (2.511 m hæð) til Cottonwood (1.280 m lækkun)
Við vöknuðum 4:30... og vorum mættar vel fyrir kl 6 til að skila lyklunum að kofanum og fá far að upphafsstað göngunnar, North Kaibab Trailhead. Gönguleggurinn í dag er tæpir 10,5 km í hrikalegri náttúru. Það var rétt hjá Jonnu frænku þegar hún sagði að það væri miklu fallegra norðan megin... Landslagið er hirkalegt, stundum lá gönguleiðin uppi í miðju klettabeltinu... við vorum 8 tíma að ganga að tjaldsvæðinu í Cottonwood þar sem við gistum fyrstu nóttina. Gengum klst auka krók á miðri leið að klóttetti og vatnshana sem var lokaður.
Cottonwood tjaldstæði nr 5
8.júní...
Cottonwood (1.231 m hæð) til Bright Angel Campground (761 m hæð)
Lækkun frá toppi var samtals 1.750 m.
Við vöknuðum kl 5, borðuðum, pökkuðum öllu saman og lögðum af stað kl 7.
Gönguleiðin var ótrúlega falleg og um leið hrikaleg. Við stoppuðum reglulega til að njóta útsýnisins, taka myndir og dáðst að öllu.
Leggur dagsins var um 11,5 km en ekki eins brattur og í gær. Við vorum 5 tíma að Bright Angel Campground í botni Grand Canyon við Colorado ána. Hitinn var 121F eða 49,4 á celsíus.
Bright Angel Campground tjaldsvæði nr 23
9.júní...
Bright Angel Campground (761m) til Indian Garden (
Við vöknuðum kl 4 og vorum lagðar af stað kl 6... þessa leið upp á topp fórum við á einum degi fyrir 3 árum. Það á að vera heitara í dag en í gær... en við vissum að við yrðum í skugga fyrstu tímana. Síðustu 2 daga fórum við niður, næstu 2 göngum við upp. þó brattinn hafi verið mikill á köflum þá gekk okkur mjög vel og þessar 5 mílur fórum við á 4 tímum. Hitinn var 85F þegar við komum þangað.
Við tjölduðum á frábæru tjaldstæði og hvíldum okkur yfir heitasta tímann. Síðan gengum við þrjár um 5 km niður á útsýnisstað yfir neðra gilið á Platau-inu en Berghildur fór á námskeið (í villimennsku) í útileikhúsinu. Ég gleymdi matnum mínum á borðinu og íkorni át sig inn í hann... snemma að sofa.
Indían Garden tjaldstæði nr.
10.júní...
Indian Garden til Bright Angel Trailhead (2.200m ) snarbrattar 4.5 mílur.
Við vöknuðum kl 4 og vorum lagðar af stað kl 5:20. Þetta er fjórði dagurinn og síðasti leggurinn upp á topp á suður riminni. Fyrst gengum við í þægilegum hita og stundum svala. Við hvíldum okkur í 3ja mílna húsinu og aftur í 1,5 mílna húsinu. Þá var farið að hitna og ég var búin með alla orku. Pokinn hafði ekki setið rétt á mér fyrstu tvo dagana og innan við vika frá síðasta maraþoni... Við komum á toppinn kl 10:40. Þar fengum við einhverja til að mynda okkur við Bright Angel Trailhead steininn og við röðuðum okkur eins og fyrir 3 árum. Ótrúlegt en satt... hvílík gleði.
ER EKKI GAMAN !
Við tókum strætó á hótelið, fengum það ekki fyrr en kl 4 svo við tókum stræti á útsýnisstaðina S-Kaibab megin og fórum að sækja töskuna sem ég sendi yfir en hún hafði verið send á Yavapai Lodge.
Eftir sturtu tókum við strætó á Hermits Rest því Berghildi langaði að sjá sólarlagið.
Yavapai Lodge - Inside the Park
11 Yavapai Lodge Road, PO Box 159, Grand Canyon, AZ, 86023, US,
TEL: (+44) 20 3684 0232
11.júní...
Grand Canyon S-Rim
Við áttum að sofa út, dormuðum eitthvað, við erum með net í kofanum svo ég gat sett eitthvað af göngunni inn. Við tókum saman dótið, tékkuðum okkur út og mættum á Bright Angel Lodge... ég var búin að panta fyrir okkur rútu á norður rimina þar sem bíllinn er. Rútuferðin tók 4 og hálfan tíma. Við fengum okkur að borða og fengum kofa til að gista í.
Grand Canyon Lodge North Rim, AZ US 86052
TEL 928-638-2611
12-14.júní... við gistum 2 nætur í Moab
Við skoðuðum helstu útsýnisstaði á norður riminni áður en við lögðum af stað til Moab... það voru 395 mílur eða 635 km keyrsla. Á leiðinni stoppuðum við við Horseshoe Bend... í Monument Valley... í Bluff og við Mexican hat.
13.júní...
Skoðuðum Arches National Park í dag... keyrðum um, gengum og mynduðum hið stórkostlega sköpunarverk.. Vorum orðnar ,,bognar" eftir daginn í bogagarðinum, 6 og hálfur tími og hiti um og yfir 35c
Apache Motel 166 S 400 E Moab, UT 84532 US
TEL: +14352595727
14-16.júní... við gistum 2 nætur í Denver
Í dag keyrðum við frá Moab AZ til Denver CO... um 550 km.
Við keyrðum um hrikalegt landslag, fengum sól og regn, hagl, þrumur og eldingar... keyrðum upp fyrir snjólínu hjá skíðasvæðinu Vail. Tékkuðum okkur inn á hótelið í Denver downtown og fórum að versla.
15.júní...
Við héldum áfram að versla, versla, og versla meira... eða "shop till you drop" borðuðum síðan á Golden Corral. Við gengum að ráðhúsinu og létum mynda okkur við mílu-þrepið.
Gay pride helgi í gangi í garðinum fyrir framan ráðhúsið og í hluta af götunni okkar. Síðan þarf tíma til að hagræða og finna pláss í töskunum, held þær hafi hlaupið!!!
16.júní...
Í dag skiptum við Vala um ferðafélaga, systur mínar, Edda og Berghildur fóru heim en kallarnir okkar Lúlli og Hjörtur komu út með sömu vél og þær flugu með heim.
Frábært ævintýri í 2 vikur á enda, mikið keyrt (yfir 2000 mílur) gengið í 4 daga í Grand Canyon og margir ótrúlega flottir staðir skoðaðir...
Days Inn by Wyndham Denver Downtown
930 E Colfax Ave Denver 80218 CO US
TEL: +13038138000
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007