Færsluflokkur: Lífstíll
1.1.2024 | 13:46
Áramóta annáll fyrir árið 2023
TAKK FYRIR ALLT GAMALT OG GOTT
ÁRAMÓTA-ANNÁLL FYRIR ÁRIÐ 2023
Við Lúlli óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða.
Árið byrjar alltaf eins... á afmælisdegi elstu lang-ömmu-stelpunnar minnar /okkar.. (Lúlli á eldri lang-afastrák)... Emilía Líf er 12 ára í dag, nýjársdag 2023... fjölskyldan býr í Stavanger í Noregi.. Emilía er óvænt stödd á Íslandi en þá erum við í Orlando..
STARFIÐ
Ég var hætt að sækja um prestsembætti en sótti samt um nokkrar stöður.. sem ég fékk ekki en fékk þó nokkrar afleysingar á árinu. Ég er orðin í-HLAUPA-prestur. Ég var tvö tímabil, maí til ágúst og sept til nóv. í Njarðvík, 10 daga í sept í Vestmannaeyjum og viku á Patró í júlí. Ég hef haldið út að setja vikulega inn pistla tengda þema hvers sunnudags í kirkjuárinu á Youtube.. það efni er aldrei það sama og ég prédika þann sunnudag í kirkjunni. Efnið á netinu er meira til útskýringar á erfiðum textum og efni sem þykir ekki nógu jákvætt að prédika út frá..
FJÖLSKYLDAN
Mömmu hrakar stöðugt og hefur verið bundin við hjólastólinn í 2 ár.. Af börnunum eru góðar fréttir, Árný í Njarðvík, Helga á Ásbrú, Harpa hér á Völlunum og Svavar og Lovísa í Reykjavík.. Svavar er í lögfræðinni og Lovísa skipti um vinnustað, færði sig á stofu upp í Mosó. Í júlí bættist þriðja langömmubarnið mitt við.. þegar yngri dóttir Helgu og Nonni eignuðust dóttur.. ég fékk síðan að skíra hana í Víðistaðakirkju. Síðan var eitt stór-afmæli á árinu þegar einkasonurinn varð 40 ára í nóvember.
FERÐALÖG
Síðasta ár hljóp hratt.. enda röðuðust saman afleysingar, utanlandsferðir, æfingar, ratleikurinn og lífið sjálft. Ég fór samt 8 ferðir til USA og í kórferð til Bristol með kór Víðistaðakirkju. Ég hafði átt 13 fylki eftir til að klára Ameríku í 3ja sinn og taldi mig hafa klárað í Richmond í Virginu... en NEI.. sjá byltur.blog.is
HREYFING
Ég hljóp 16 maraþon á þessu ári.. í hinum ýmsu fylkjum, og fór oftast ein út enda eru hlaupaferðirnar hjá mér, bara flug, keyrsla, versla, borða, sofa og hlaupa.. og langbest að vera ein á ferð. Við Vala vorum duglegar að hreyfa okkur, ganga, skokka og hjóla.. Ég tók ratleikinn með systrunum og við syntu áfram á föstudögum.. Langömmu stelpurnar mínar komu óvænt frá Noregi í sumar og við tókum nokkur spjöld í ratleiknum saman.
GLEÐILEGT ÁR 2024
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2023 | 12:25
Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
Ég fór ein út, enda skreppiferð í eitt maraþon og mikil keyrsla fram og til baka.. Ég flaug til Baltimore MD og gisti í útjaðri borgarinnar.. Daginn eftir keyrði ég til Erie en það var 6 tíma keyrsla.. Erie stendur við sama vatn og Niagara fossarnir renna úr.. Hinu megin við vatnið sást til Kanada..
9.sept.. Ég sótti gögnin og ég fann að ég var að fyllast af kvefi..
10.sept.. skrifaði ég á facebook: Erie Marathon PA, í dag. Ég vaknaði kl 3:30.. og lagði af stað 2 tímum seinna, það voru 15 mílur á startið. Bílaröðin inn á bílastæðið var ekkert grín, ég var farin að halda að ég næði ekki hlaupinu.. enda um mílu ganga á startið og eftir að taka "síðasta piss".. þ.e. klósettröðina..
Daginn eftir keyrði ég aftur til Baltimore.. 408 mílur eða 670 km.. og flaug heim um kvöldið.. Sannkölluð maraþon hraðferð.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2023 | 14:33
Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
25.júlí.. keyrði Lúlli mig á völlinn.. ég átti kvöldflug út til Seattle.. 8 tíma flug og 7 tíma munur.. Ég var fljót í gegnum eftirlitið en þurfti að bíða klst eftir hótel-skuttlunni..
26.júlí.. átti ég flug um hádegi til Juneau í Alaska, flugið var rúmir 2 tímar og 1 tími í tímamun bættist við.. ég var ekki með bílaleigubíl svo ég samdi við leigubílsstjórann um keyrslu í maraþonið..
27.júlí.. auðvitað vaknaði ég um miðja nótt.. og ekki vandamál að mæta kl 6 am í maraþonið til að fá númerið mitt.. Hlaupið var ræst kl 7.. mér gekk ágætlega.. ég var svo heppin að sjá 2 birni og ná mynd af þeim í húsagarði hinu megin við götuna.. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé birni í náttúrunni..
Þar sem ég var mætt tímanlega.. settist ég niður og tók því rólega.. þegar ég stóð upp klst síðar gat ég varla gengið og þurfti að útskýra fyrir fólkinu í eftirlitinu að ég væri ekki fötluð, ég hafi bara verið að hlaupa.. ég átti kvöldflug til Seattle og tapaði 1 klst, þannig að ég lenti þar um miðnætti.. tók skuttlu á hótelið og datt í rúmið án þess að fara í sturtu..
29.júlí.. tékkaði ég mig út og tók skuttluna kl 11 upp á flugvöll.. flugið heim var kl 15:50, næturflug eins og alltaf.
30.júlí.. lent kl 6 am og ég ósofin.. svo ég lagði mig fram að hádegi..
já góðan daginn.. held að þetta hafi verið síðasta hraðferðin mín..
Lífstíll | Breytt 4.9.2023 kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2023 | 18:21
Washington DC 23-31.mars 2023
23.mars.. Ég fór ein út enda var þetta eingöngu hlaupaferð og mikil keyrsla. Ég lenti í DC, fékk ágætan bíl og átti hótel í innan við klst fjarlægð.. næstu 2 daga voru langar keyrslur suður til Seneca í Suður Carolínu..
26.mars.. Brekkumaraþon í Seneca S-Carolina í dag.. ekki óvön því.. en það hafðist Eftir hlaupið keyrði ég 90 mílur eða um 145 km til North Carolina þar sem næsta maraþon er..
27.mars.. Marflatt maraþon í Mills River N-Carolinu.. í dag. Eftir maraþonið var 4 klst keyrsla norður, yfir Virginiu og inn í W-Virginiu.. um 220 mílur eða um 360 km.. það var æðislegt að komast í bað og í rúmið.. Ég á hótel hér í 4 næstur og get tekið 2 maraþon, 2 fylki hér, því fylkismörkin liggja við hlaupaleiðina..
29.mars.. Annað brekkuhlaup, Maraþon Bluefield í W-Virginu.. WV er Mountain MAMA.. söng John Denver.. Þetta var erfitt, fæturnir ekkert nema blöðrur en ég var ákveðin að fara daginn eftir.. svo ákveðin að ég þorði ekki úr sokkunum og svaf í þeim..
30.mars.. Um morguninn fór ég í morgunmat, var sennilega komin með vökvaskort því ég drakk of mikið af safa, vatni og kaffi og fékk heiftarlega í magann.. og hætti við hlaupið..
31.mars.. ég hafði lofað Indverja að vera samferða mér til DC.. ég hafði hins vegar ekki gert mér alveg grein fyrir hvað ég þyrfti að fara snemma af stað.. þegar ég lofaði því og tíminn var alltaf að færast fram.. Það endaði með því að ég þurfti að vakna kl 2am og við vorum lögð af stað kl 3 um nóttina.. því hann ætlaði að fá fluginu sínu breytt og þurfti að vera mættur milli 8 og 9 á völlinn..
Ferðin var á enda, 8 dagar... næturflug kl 20:35 til Íslands
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2022 | 18:16
Nevada - Utah - Arizona 27.sept til 11.okt 2022
27-30.sept...
Þetta er fyrsta ferðin sem Lúlli fer í eftir Covid. Við, Vala og Hjöddi verðum úti í 2 vikur. Við millilentum í New York á leiðinni til Las Vegas.. Við fengum þennan fína van hjá FOX svo það fór vel um okkur.. Við gistum fyrstu 3 næturnar á Golden Gate Hotel í miðbænum.. Fyrst var að jafna sig eftir flugið, versla vatn og fleira. Við skoðuðum útilistaverk sunnan við Las Vegas.. heimsóttum Lilju en 30 sept keyrum við til Utah.. á leiðinni skoðuðum við Valley of Fire..
30.sept- 2.okt
Við tékkuðum okkur inn á Quality Inn, ég sótti númerið, ath aðstæður og gerði mig klára fyrir maraþonið 1.okt. en þetta varð með erfiðustu maraþonum sem ég hef farið.. en allt um það á byltur.blog.is.. Daginn eftir keyrðum við til Hurricane UT en þar gistum við í 5 nætur
2-7.okt ZION þjóðgarðurinn - Norður Rim Grand Canyon
Það leit ekki vel út með veður fyrsta daginn en við keyrðum í þjóðgarðinn, keyrðum að norður innganginum, og skoðuðum snarbrött fjöllin, fórum í gegnum göng.. veðrið lék við okkur.. Daginn eftir fórum við Vala bara tvær, eldsnemma með nesti og gengum NARROWS en eftir ca 2 km göngu í vatninu, gáfu vaðskór Volu sig, botnarnir losnuðu í sundur.. og hún varð að skipta yfir í strigaskóna... við fórum aðeins lengra en snérum síðan við... tókum rútuna til baka og fórum út til að ganga ANGELS LANDING.. Veðrið var ótrúlega flott.. en engin myndavél mun nokkurntíma ná að fanga þessa dýrð.. Daginn eftir notuðum við til að keyra að norður-rim Grand Canyon, því strákarnir höfðu bara komið á suður-rimina. Við notuðum tækifærið að skoða Angels Window og fleira sem var við Cape Royal en sá vegur var lokaður þegar við Vala vorum þarna í gönguferðinni 2019.. Síðasta daginn í Zíon notuðum við til að fara með strákana í þann hluta garðsins þar sem við gengum.. Daginn eftir keyrðum við til Las Vegas.
7-8.okt N-Las Vegas
Við tékkuðum okkur inn á hótel, fórum í búðir og út að borða, á morgun keyrum við norður til Beatty, skoðum útilistaverk, gamla námubæi, Alian Center og fleira..
8-9.okt Beatty
Við gistum í Beatty, fr´bært hótel, lítll og fallegur bær, við borðuðum kvöldmat úti á rómantískum veitingastað, frábæra steik. daginn eftir keyrðum við áfram norður, sáum fleiri námubæi, skoðuðum International Car Forrest, keyrðum suður heimsóttum Alian Bar og Arial 51.. þetta var langur hringur.. þó nokkur keyrsla en við komum aftur til Las Vegas seinnipartinn..
9-11.okt Las Vegas - Hótel Rio
Eftir Covid er manneklan þvílík að það tók 3 klst að tékka okkur inn á Ríó.. Hótelið er flott, það vantar ekki, góð herbergi og allt til fyrirmyndar, en við hefðum ekki haldið þessa innritun út ef við hefðum verið að koma úr flugi.. Við hvíldum okkur, borðuðum úti, versluðum og pökkuðum.. Ferðin velheppnuð en er að verða búin..
11.okt.. Við tékkuðum okkur út snemma, ég skilaði bílnum, við áttum flug um hádegið til New York og næturflug heim um kvöldið... Lentum í Keflavík um kl 9 daginn eftir... 12.okt.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2022 | 22:40
Missouri - Oklahoma 11-17.maí 2022
Ég fór ein út, enda hlaupaferð, millilenti í New Jersey og flaug þaðan til Kansas City... Þetta var langur dagur því biðin á vellinum í NJ var rúmir 8 tímar... lenti um miðnætti í Kansas, og búið að loka á bílaleigunni... þegar ég var komin á hótelið hafði ég vakað í 23 tíma...
Skuttlan fór með mig aftur upp á flugvöll, ég náði í bílinn og keyrði út úr Missouri, yfir horn af Kansas og suður til Miami Oklahoma... 180 mílur eða 290 km... nú bættist við klst munur við Ísland. Ég þurfti að tékka mig út um nóttina fyrir maraþonið... garðurinn sem brautin var í hafði verið á kafi fyrir viku, því áin flæddi rækilega yfir bakkana... það var heitt en skýjað og við fengum einn rigningarskúr...
Strax eftir hlaupið keyrði ég norður til St Joseph í næsta maraþon... og á leiðinni var keyrt aftan á mig... það stoppuðu bílar fyrir framan mig, ég gat stoppað en bíllin fyrir aftan mig lenti á mér... þetta ferli tók þó nokkurn tíma, lögreglan kom ekki því enginn slasaðist og bílar ökufærir... Ég fékk eins miklar upplýsingar hjá bílstjóranum og mér datt í hug að ég þyrfti... enda er þetta ekki í fyrsta sinn sem keyrt er aftan á mig í USA... hafði samt smá áhyggjur að hafa ekki fengið nægar upplýsingar því lögreglan kom ekki...
Ég var því ekki vel sofin þegar ég mætti um miðja nótt í næsta maraþon... það var greinilega ekki minn dagur... og ekki sniðugt að fara maraþon tvo daga í röð án æfinga... það var heitt 93°F, rakt og nánast enginn skuggi... en ég þráaðist við að klára.
Flaug heim frá Kansas City með millilendingu í Newark NJ.
2 maraþon og keyrði 692 mílur eða 1.120 km
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2022 | 22:17
Chicago IL - Kentucky 20-27.apríl 2022
Covid vottorðið mitt gildir í 3 mán svo það er um að gera að nota það... Ég fór ein út, flaug til Chicago og keyrði daginn eftir suður til Cairo... það voru 385 mílur þangað eða 624 km... ég stoppaði nokkrum sínnum á leiðinni til að slétta krumpurnar...
Ég fékk ágætis hótel... en þarf að fara í nótt yfir fylkismörkin og 30 mílur suður til Columbus Kentucky í maraþonið... Það var mjög heitt, 5 brekkur og 14 ferðir... 70 brekkur, vá og svo mældist brautin allt of löng... ég var fegin að hafa dag á milli maraþona núna...
Næsta dag keyrði ég til Vienna IL... uppgötvaði fyrir framan hótelið að ég hafði gleymt símanum á hinu hótelinu... já takk, 44 mílur til baka, 88 alls... svo ég keyrði 132 mílur þennan dag... þegar ég svo fékk símann í hendur vissu allir í hlaupinu og hálft Ísland að ég hafði gleymt símanum... NEWS TRAVEL FAST..
Það var ca 1 míla á startið í Vienna, svo það var mjög þægilegt... brautin var slétt og allt gekk vel... daginn eftir keyrði ég aftur til Chicago og gisti í Monee þar til ég flaug heim...
2 maraþon og keyrði 1.052 mílur eða rúma 1.700 km
YESS, I LOVE IT
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2022 | 22:01
Orlando - Alabama 22-29 mars 2022
Loksins. loksins er búið að opna Ameríku fyrir útlendingum eftir Covid... ég var svo heppin að fá Covid í lok febrúar að ég þarf ekki nema eitt vottorð til að komast inn í landið... Upphaflega ætlaði ég að fara 2 maraþon... já klikkun ekki satt, í ENGRI æfingu... en svo hætti ég við seinna hlaupið og fór bara eitt...
Ég fór ein út, flaug til Orlando og keyrði næsta dag til Eufaula í Alabama... það voru tæpar 400 mílur eða rúmlega 600 km þangað... svo dagurinn fór í keyrslu og að hluta til í ausandi rigningu... það voru víst skýstrokkar í nágrenninu... Ég tékkaði mig inn á hótelið og daginn eftir mætti ég í Maraþonið... það gekk ágætlega og ég var fegin að vera aðra nótt... þurfa ekki að keyra suður strax eftir hlaupið.
Ég keyrði síðan sömu leið til baka til Orlando.. hafði nægan tíma til að versla og fannst frábært að vera farin að ferðast aftur.
1 maraþon og gleymdi að ath mælastöðu, en það voru rúml 1200 km fram og til baka og svo keyrði ég um allt í Orlando í 4 daga... giska á 15-1600 km alls
Júhú... I am on the road again
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2021 | 19:07
Áramóta-annáll fyrir Covid-árið 2021
Annállinn er mjög líkur þessum frá síðasta ári... covid hefur öll völd...
Nú gerðist aftur, það sem hafði aldrei gerst áður... að ég hafi ekki skrifað á þessa bloggsíðu í heilt ár... HEILT ÁR... og nú í TVÖ ár.
Málin hafa æxlast þannig að þessi síða hefur orðið að ferðalýsingum... en eins og svo margir aðrir þá ferðaðist ég aðeins innanhúss og á milli landshluta þetta árið. Eins og segir í síðasta annáli, þá var ég ráðin aftur til Patreksfjarðarprestakalls til loka maí... með aðsetur á Patró. Ég get ekki sagt annað en að ég sakna fólksins í prestakallinu.
Við hjónin óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða.
Árið byrjar alltaf eins... á afmælisdegi elsta lang-ömmu-barnsins míns/okkar (Lúlli á eldra)... Emilía Líf er 10 ára á morgun, nýjársdag 2022... og þessa dagana er þær systur á Íslandi og eyða jólum og áramótum hjá pabba sínum.
STARFIÐ
Ég elska prestsstarfið og hef ekki talið tímana, kannski frekar unnið of mikið... Auðvitað hafði covid áhrif en ég hef gert myndbönd í fjölda ára svo það var ekki vandamál fyrir mig að vera með netmessur... og fermingarfræðsluna setti ég í dropbox... Tíminn var fljótur að líða og áður en varði var komið að heimför... Það eina sem skyggði á, var hræðilegt slys daginn áður en starfstíma mínum lauk. Það var MJÖG erfitt að kveðja bæinn í sorg.
Þegar mamma var komin á Hrafnistu, fékk ég að koma með gítarinn og syngja með fólkinu á hæðinni hennar upp úr Rósinni... þegar síðan covid reglur breyttust, tók ég upp nokkrar söngstundir og setti á netið og hefur það eitthvað verið notað með fólkinu.
https://www.youtube.com/watch?v=9sz5mDiog8A&t=4s
https://www.youtube.com/watch?v=qCl3YkEpQEw&t=29s
https://www.youtube.com/watch?v=W-qoCJriSY8&t=8s
FJÖLSKYLDAN
Lovísa var með stól í MODUS í Smáranum en flutti í Modus upp á Höfða og Svavar er enn í lögfræðinni. Nafna mín, Bryndís Líf kom til landsins með kærastann Jarle Reke og stelpurnar sínar í sumar og við áttum góðan tíma þó ég væri fótbrotin. Mamma fékk inni á Hrafnistu í lok apríl. Hún er á 5.hæð og er nú með einka herbergi. 2.nóv fékk hún slæmt áfall, stóran blóðtappa og hefur verið lömuð vinstra megin.
STÓRAFMÆLI ÁRSINS
Sá gamli varð 75 ára í ár og við vorum með smá kaffiboð fyrir hann.
FERÐALÖG
Bíddu... hvað er nú það??? nema innanlands. Ég var bara heima, enda búin að búa á Patreksfirði um veturinn. 17.júní fagnaði ég með því að tví-ökklabrotna... Í júlí fékk ég Hörpu til að keyra mig norður til að messa á Hólum eins og í fyrra... og í okt skrapp ég vestur og fékk að gista 2 nætur á Tálknafirði. Ég keyrði vestur á mánudagsmorgni og hitti eldriborgara í Vindheimum á Tálknafirði eh á þriðjudeginum heimsótti ég eldriborgana í Selinu á Patró og á miðvikudeginum eldri borgara í Muggstofu á Bíldudal og keyrði þaðan yfir Dynjandisheiði og suður.
HREYFING
Ég hljóp ekki eitt einasta maraþon á þessu ári frekar en því síðasta. Ég átti nokkur maraþon frá síðasta ári sem hafði verið frestað, eins og t.d. Tokyo, sem var frestað aftur og nú á ég aðgang í mars 2023. Í byrjun júní fór ég í augasteinaskipti á hægra auga... og var varla búin að jafna mig eftir það þegar ég ökklabrotnaði eins og ég nefndi hér fyrir ofan(17.júní). Ég datt á hjólinu og brotnaði klaufabroti... mátti ekki stíga í fótinn í 6 vikur og síðan bara tilla í aðrar 6 þar til búið var að taka skrúfurnar... þær voru teknar 15.sept en þá vorum við hjónin búin að vera bæði fótlama í 2 vikur. Lúlli fékk nýjan hnjálið á vinstra hné 30.ág. og gekk aðgerðin vel. Þrátt fyrir að vera á hækjum, tókst mér að messa í júlí á Hólum (Harpa keyrði)og verða léttfeti með litlu ömmu-gullunum mínum (9 spjöld). Það var ótrúlega gaman að Matthías og Indía fengu síðan útdráttarverðlaun á uppskeruhátíðinni.
https://www.youtube.com/watch?v=y6YIUP9qRRA
GLEÐILEGT ÁR 2022
Lífstíll | Breytt 31.12.2021 kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2020 | 12:34
ÁRAMÓTA-ANNÁLL FYRIR ÁRIÐ 2020
Máltækið segir að það sem hafi ekki gerst áður gæti alltaf gerst aftur... en það hefur aldrei gerst áður að ég hafi ekki skrifað á þessa bloggsíðu í heilt ár... HEILT ÁR.
Málin hafa æxlast þannig að þessi síða hefur orðið að ferðalýsingum... en eins og svo margir aðrir þá ferðaðist ég aðeins innanhúss og á milli landshluta þetta árið. Ráðningartími minn var síðast frá 1.des-31.maí 2020. Ég var síðan ráðin aftur frá 1.nóv-31.maí 2021 prestur í Patreksfjarðarprestakalli, með aðsetur á Patró og sendi kveðjuna út þaðan.
Við óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða.
Árið byrjar alltaf eins... á afmælisdegi elsta lang-ömmu-barnsins míns (Lúlli á eldra)... Emilía Líf er 9 ára á morgun, nýjársdag 2021. Afmæliskveðjan fer til Stavanger þar sem þær mæðgur búa.
STARFIÐ
Ég er í heildina mjög ánægð með hvernig mér tókst að nýta mér mína kunnáttu í prestsstarfinu. Í febrúar kom upp þessi covid-19 veira sem varð að heimsfaraldri og allt breyttist. Ég byrjaði strax að hringja í eldri borgarana, semja og taka upp lög og glamraði undir á gítarinn. Ég hélt eins og allir aðrir að þetta myndi ganga fljótt yfir og mig langaði til að halda sambandi við fólkið. En þessi veira var erfiðari en menn óraði fyrir svo ég fór að taka upp messur í kirkjunum og sunnudagaskólalög fyrir krakkana og setti allt á rásina mína á youtube.com og deildi yfir á vef prestakallsins. Þessu var bara vel tekið og þegar ráðningartímanum lauk 31.maí var ég búin að setja inn 31 videó...
Fyrsta skírnin. Í jan (fyrir covid) skírði ég fyrsta barnið en í byrjum mars fór ég suður og jarðsetti Dísu móðursystur mína í covid ástandi. það var fyrsta útförin. Þríeykið okkar (Alma, Víðir og Þórólfur) tók vel á sóttvarnarmálum og það var slakað nóg á ástandinu að ég gat fermt á Bíldudal 31.maí sem var síðasti vinnudagurinn minn og ég keyrði beint suður á eftir. Fyrsta fermingin.
Fyrsta brúðkaupið var í byrjun júlí þegar ég gaf saman Guðbjörgu frænku mína og Hermann. 19. júlí keyrði ég norður og messaði á Hólum í Hjaltadal, leysti Sólveigu Láru vígslubiskup af.
1.nóv keyrði ég aftur vestur, ráðin til loka maí 2021. Ég leysi af sem sóknarprestur hluta af ráðningartímanum í nær sama covid-ástandi og tók upp guðsþjónustur eins og áður. Aftanstundina á aðfangadag hafði ég þrískipta, messuupphaf á Patró, ritningarlestra og prédikun á Tálknafirði og messulok, blessun og bænir á Bíldudal.
https://www.youtube.com/watch?v=7mChtT83dDQ&t=74s
Mér tókst að vera með helgistund (live) á Heilbrigðisstofnuninni (H-vest) á aðfangadag og tvær ,,leynimessur" yfir jólin. Á jóladag messaði ég í Sauðlauksdal og á annan í jólum á Rauðasandi. Að sjálfsögðu voru 10 manna samkomutakmörk virt. Messurnar voru ekki auglýstar heldur hringdi ég á bæina. Þessar guðsþjónustur voru líka teknar upp og settar á netið.
FJÖLSKYLDAN
Það er allt við það sama hjá börnum og barnabörnum, nema að Lovísa tók sveinsprófið með glæsibrag, Hún er með stól í MODUS í Smáranum en hún var nemi þar. Svavar er enn í lögfræðinni en árið hefur sennilega verið erfiðara en hann segir þar sem öll kennsla hefur verið á netinu vegna covid.
STÓRAFMÆLI ÁRSINS
Berghildur elsta systir var 70 ára 6.des sl. Hún hélt ekki veislu vegna strangra samkomutakmarkana en það verður kannski síðar.
FERÐALÖG
Bíddu... hvað er nú það??? í þessu skrítna ástandi ferðuðust margir innanlands. Ég var bara heima, enda búin að búa úti á landi, á Patreksfirði um veturinn. Ég náði að ganga á Geirseyrarmúlann, upp að Kríuvötnum og á Hafnarmúlann með góðum konum áður en ég fór suður. Og eins og ég söng um í laginu mínu FJÖR Á VESTFJÖRÐUM þá varð ég að sjá Látra og Rauðasand áður en ég færi suður. Ég var nefnilega ekki viss um að ég yrði ráðin aftur vestur. Í júlí fór ég í dagsferð norður á Hóla eins og fram er komið áður... og í sept skrapp ég vestur og fékk að gista í Mikkahúsi Eyrúnar.
HREYFING
Ég hljóp ekki eitt einasta maraþon á þessu ári. Það hefur ekki gerst síðan ég hljóp fyrsta maraþonið minn í Stokkhólmi 1995. Nær öllum maraþonum um allan heim var frestað. Febrúar og mars fóru í að afpanta og fá endurgreitt nokkur flug, fjölda bílaleigubíla og ótal hótelherbergi. Ég hljóp með Völu fyrir sunnan og tók Ratleikinn með systrunum og byrjaði að skrifa dýramyndir með strava forritinu, það gaf göngunum annan tilgang.
PS. ég sótti um prestsembætti í Hafnarfjarðarkirkju í haust... enda ekki viss um að fara aftur vestur... það er ekkert komið út úr því enn og ég er ráðin hér til 31.maí 2021.
GLEÐILEGT ÁR 2021
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007