Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menning og listir

Nevada - Utah - Arizona 27.sept til 11.okt 2022

27-30.sept...
Þetta er fyrsta ferðin sem Lúlli fer í eftir Covid. Við, Vala og Hjöddi verðum úti í 2 vikur. Við millilentum í New York á leiðinni til Las Vegas.. Við fengum þennan fína van hjá FOX svo það fór vel um okkur.. Við gistum fyrstu 3 næturnar á Golden Gate Hotel í miðbænum.. Fyrst var að jafna sig eftir flugið, versla vatn og fleira. Við skoðuðum útilistaverk sunnan við Las Vegas.. heimsóttum Lilju en 30 sept keyrum við til Utah.. á leiðinni skoðuðum við Valley of Fire..

30.sept- 2.okt
Við tékkuðum okkur inn á Quality Inn, ég sótti númerið, ath aðstæður og gerði mig klára fyrir maraþonið 1.okt. en þetta varð með erfiðustu maraþonum sem ég hef farið.. en allt um það á byltur.blog.is.. Daginn eftir keyrðum við til Hurricane UT en þar gistum við í 5 nætur

2-7.okt ZION þjóðgarðurinn - Norður Rim Grand Canyon
Það leit ekki vel út með veður fyrsta daginn en við keyrðum í þjóðgarðinn, keyrðum að norður innganginum, og skoðuðum snarbrött fjöllin, fórum í gegnum göng.. veðrið lék við okkur.. Daginn eftir fórum við Vala bara tvær, eldsnemma með nesti og gengum NARROWS en eftir ca 2 km göngu í vatninu, gáfu vaðskór Volu sig, botnarnir losnuðu í sundur.. og hún varð að skipta yfir í strigaskóna... við fórum aðeins lengra en snérum síðan við... tókum rútuna til baka og fórum út til að ganga ANGELS LANDING.. Veðrið var ótrúlega flott.. en engin myndavél mun nokkurntíma ná að fanga þessa dýrð.. Daginn eftir notuðum við til að keyra að norður-rim Grand Canyon, því strákarnir höfðu bara komið á suður-rimina. Við notuðum tækifærið að skoða Angels Window og fleira sem var við Cape Royal en sá vegur var lokaður þegar við Vala vorum þarna í gönguferðinni 2019.. Síðasta daginn í Zíon notuðum við til að fara með strákana í þann hluta garðsins þar sem við gengum.. Daginn eftir keyrðum við til Las Vegas.

7-8.okt N-Las Vegas 
Við tékkuðum okkur inn á hótel, fórum í búðir og út að borða, á morgun keyrum við norður til Beatty, skoðum útilistaverk, gamla námubæi, Alian Center og fleira..

8-9.okt   Beatty
Við gistum í Beatty, fr´bært hótel, lítll og fallegur bær, við borðuðum kvöldmat úti á rómantískum veitingastað, frábæra steik. daginn eftir keyrðum við áfram norður, sáum fleiri námubæi, skoðuðum International Car Forrest, keyrðum suður heimsóttum Alian Bar og Arial 51.. þetta var langur hringur.. þó nokkur keyrsla en við komum aftur til Las Vegas seinnipartinn..

9-11.okt Las Vegas - Hótel Rio
Eftir Covid er manneklan þvílík að það tók 3 klst að tékka okkur inn á Ríó.. Hótelið er flott, það vantar ekki, góð herbergi og allt til fyrirmyndar, en við hefðum ekki haldið þessa innritun út ef við hefðum verið að koma úr flugi.. Við hvíldum okkur, borðuðum úti, versluðum og pökkuðum.. Ferðin velheppnuð en er að verða búin..

11.okt.. Við tékkuðum okkur út snemma, ég skilaði bílnum, við áttum flug um hádegið til New York og næturflug heim um kvöldið... Lentum í Keflavík um kl 9 daginn eftir... 12.okt. 

 


RIO, Casino Las Vegas... Újé ;)

Ríó Casino, Las Vegas, Júní 2012

Við skelltum okkur að sjá show-ið sem við ætluðum að sjá í síðustu viku... Höfðum verið þarna áður og fannst það skemmtilegt.

Eftir söng-og skemmtiatriði, byrjaði sýningin í loftinu en þá runnu vagnar með dönsurunum á brautum eftir loftinu og hentu niður perlufestum til þeirra sem veifuðu til þeirra... 

Þegar við vorum að fara byrjaði skemmtiatriði á barnum... og við stóðum einmitt við barinn.

Barþjónarnir voru hreinustu snillingar, Lúlli náði hluta af því á vídeó... hreinasta snilld.

 

Thumbnail

 


Lúk 15:11-32... Týndi sonurinn

Það er orðið nokkuð langt síðan ég hef bloggað um trúmál en nú er það að gerast. Á laugardagsmorguninn síðasta hjóluðum við hjónin í bröns í Ikea og þaðan í Loftsalinn, á samkomu. Lexían, eftir samkomuna var um ,,týnda soninn" sem ég hef að mig minnir fjallað um oftar en einu sinni í prédikun. sjónarhorn allra var afar venjulegt... sem sagt faðirinn í hlutverki Guðs sem fyrirgaf týnda syninum allt er hann snéri heim... og án nokkurrar ásökunar eða spurninga og svo reiði sonarins sem var alltaf heima.

Mitt innlegg í umræðuna (sjónarhorn sem laust niður á staðnum) var að það mætti sjá föðurinn sem kirkjuna (stofnunina/söfnuðinn)... synirnir tveir eru þeir tveir vegir sem við höfum að velja - að ganga með Guði eða að hafna honum og fara út í heiminn. Kirkjan (söfnuðurinn) á að taka vel á móti þeim sem snýr til baka en þeir sem aldrei fóru burt eiga oft mjög erfitt með að meta þá sem jafningja sem snúa aftur.

Sálmur1:1 - Sæll er sá sem eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur götur syndara... og vers 4, óguðlegum farnast á annan veg, þeir hrekjast sem hismi í stormi... vers 6b, vegur óguðlegra endar í vegleysu.

Sé sagan túlkuð sem val um tvær leiðir, er arfurinn sem sonurinn sóaði, blessanir sem hann var aðnjótandi í lifandi orði en þær hurfu er hann hætti að treysta Guði og fjarlægðist hann. Önnur trúarbrögð svöluðu ekki hungri hans og þegar hann áttaði sig á því vildi hann, fullur iðrunar og með lágt sjálfsmat, snúa heim.

Sonurinn sem var heima, lifði í allsnægtum, át af alikálfinum alla daga án þess að taka eftir því eða vera þakklátur... fannst hann etv hafa unnið fyrir því sem hann naut og eiga það skilið, hann sá ekki að hann hafði allt. Hann taldi sig meiri en þann sem snéri heim... sem minnir mann eilítið á söguna um faríseann og tollheimtumanninn.


Gleðileg Jól

 *★Gleðileg jól ★* 。 • ˚ ˚ ˛ ˚ ˛ •
。★gott og farsælt komandi ár ★ 。* 。

° 。 ° ˛˚˛ * _Π_____*。*˚
˚ ˛ •˛•˚ */______/~
\。˚ ˚ ˛
˚ ˛ •˛• ˚
|田田|門| •˚ *★
Gleðileg jól kæru ættingjar og vinir, hafið það sem allra best um jólahátíðina *


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Er það í eitt skipti fyrir öll...

Mér er sama hvort klukkunni er seinkað, ef það er ætlunin að gera það EINU SINNI... ég er ekki fylgjandi klukkuhringli tvisvar á ári.


Síðasta vikan í skólanum

Tíminn flýgur... síðasta vikan í skólanum og allt á fullu. Pinch
Ég fékk heimapróf í Stefi í guðfræði Nt, opinberunarritum, á kl 5 á föstudag og er búin að vera límd við tölvuna til að svara því. Prófið er 5 spurningar. Sú fyrsta í 10 liðum, ca 100 orð á hvern lið. Hverri spurningu á að svara í uþb 1000 orðum. W00t  
Ég er búin með fyrstu og hálfnuð með aðra.
Hvílík vinna... en þetta verður að hafast eins og annað Whistling

Vorum að klára að pakka

Ég mætti í Ásvallakirkju kl 9 í kvöld til að klára að pakka niður í skókassana... þetta verkefni er yndislega gefandi. Í mörg ár erum við hjónin búin að horfa á dvd diskana okkar sem sýnir þegar Franklin Graham stofnandi þessa verkefnis sem heitir "Operation Christmas Child" á ensku, afhendir skókassa til munaðarlausra og veikra barna í Afríku...

Við höfum verið í Usa í okóber síðustu 10 ár og höfum alltaf misst af því að taka þátt og það verður að viðurkennast að verkefnið er ekki mikið auglýst... EN NÚ gerðist það. Við vorum með og það er góð tilfinning.

Í kassana fóru ýmsar hreinlætisvörur, einhverjar flíkur, smá nammi og Guðs blessun til viðtakandans. 


Endilega að banna trúboð...

Það verður kannski til þess að kristin trú vaxi. Tilhneiging manna er nefnilega að berjast fyrir því að fá að kynnast því sem er bannað. Allir vilja hafa frelsið og geta gengið að hlutunum en sumt verður aldrei eins spennandi og þegar því er haldið frá fólki.

Umræðan virðist snúast meira um hvað foreldrarnir vilja en hvað sé gott eða uppbyggjandi fyrir börnin þeirra. Ef skólarnir ætla að taka upp þessa stefnu, þá verða þeir að huga að fleiru. Nú nýlega frétti ég að því að farið var með barn í rútu án vitundar foreldra þess og ,,óperunni" troðið ofan í kok á barninu... en svona myndi lýsing margra vera á trúboði ,, að trúnni væri troðið ofan í kok" á barni þess. 

Foreldrar hljóta líka að hafa skoðanir á ,,menningar-og listaferðum" skólanna.


mbl.is Vegið að rótum trúarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hringekjan

Ég held að RUV hafi skotið sig í fótinn eða öllu heldur hjartað, þegar þeir ákváðu að skipta Spaugstofunni út fyrir Hringekjuna. Held ég hafi sjaldan séð leiðinlegri þátt og þetta átti að kallast ,,skemmtiefni"... GetLost Shocking Crying

Ég ætla að hafa slökkt á sjónvarpinu eða stillt á aðra stöð á meðan þátturinn er næst á skjánum svo það mælist ekki áhorf. Sleeping 


Ratleikurinn í fullum gangi

Við Svavar eigum bara 2 spjöld eftir... ég hef verið að fara í annað og þriðja sinn í leit að hinum spjöldunum og þá með Tinnu og Berghildi. Upp á síðkastið höfum við fléttað berjatínslu og hellaskoðun við ratleikinn - sem gerir þessar ferðir að hreinu ævintýri.

Ofaní Skátahelli í Heiðmörk

Við fórum ofaní Skátahelli í Heiðmörk en það eru komin yfir 40 ár síðan ég fór fyrst ofaní þennan helli og það er alltaf jafn gaman. Ég man eftir borði í gamla daga... það hafði verið smíðað úr fjölum. Mér finnst leiðinglegt hvað fólk skilur eftir mikið af rusli - alls staðar voru sprittkerti, pokar og fl. Hellirinn er samt spennandi og nú fer ég með barnabörnin ofaní hann Kissing 

Berjatínslan hefur líka verið frábær - hvílík spretta og berja-hlunkar sem við erum að borða á kvöldin með sykri, ís og þeyttum rjóma... ummmm Tounge   


Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband