Færsluflokkur: MARAÞON
25.11.2023 | 14:50
Virginia 9-20.nóv 2023
Sögulegum áfanga verður náð í þessari ferð.. en ég mun hlaupa maraþon í Richmond í Virginiu á laugardag.. og klára þá öll 50 fylkin í 3ja sinn.
10.nóv.. Ég sótti gögnin fyrir hlaupið og undirbjó að vakna um miðja nótt til að fara í hlaupið..
M I S S I O N A C C O M P L I S H E D
MARAÞON | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2023 | 13:19
Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
Þetta var hlaupaferð.. og allt snérist í kringum hlaupin.. en takmarkið var að fara 6 maraþon.. já góðan daginn og undirbúningurinn var nær enginn.. ég var komin upp í rúma 5 km skokk..
29.maí... Við flugum til Baltimore, sóttum bílinn og gistum nokkuð nálægt..
30.maí... keyrði ég til Delaware þar sem fyrsta hlaupið er.. til að Lúlli þurfi ekki að hanga í bílnum á meðan ég er í hlaupunum, bókaði ég minnst 2 nætur á hverjum stað og ég keyrði frekar lengra í hlaupin..
31.maí... Fyrsta maraþonið í ferðinni... í Lums Pond State Park.. vaknaði kl 3am, lagði af stað kl 4am.. 20 mín keyrsla á startið sem var kl 5am.. Leiðin var ágæt og hiti þolanlegur.
1.júní... Næsta maraþon var í Fair Hills Elkton Maryland.. Lúlli fékk að vera lengur á hótelinu og beið síðustu 2 tímana í lobbýinu.. Ég vaknaði kl 3, fór kl 4 og hlauðið ræst kl 5.. Þessi leið var mun erfiðari, meiri brekkur, hiti og nær enginn skuggi.. Þegar ég hafði sótt Lúlli keyrði ég til Pennsylvaníu..
2.júní... Í dag ætlaði ég að fara þriðja maraþonið í Douglasville PA.. en hætti við, það áttu að vera fleiri brekkur og í dag var meiri hiti.. Við tókum það því rólega í dag..
3.júní... Mig langaði að sjá frelsisbjöllu Bandaríkjanna í Philadelphiu.. Liberty Bell. Þangað keyrði ég áður en við héldum áfram ferðinni.. það var múgur og margmenni að skoða gripinn en þetta tók samt ekki langan tíma.. Líklega keyrði ég um 500 km þennan dag því næst gistum við í Rensselaer rétt við Albany..
4.júní... Við skoðuðum okkur um, tókum það rólega, fórum í búðir og dúlluðum okkur.. en ég hafði misreiknað næturnar svo við urðum að kaupa okkur eina gistingu í viðbót..
5.júní... Við færðum okkur á hótel í Albany..
6.júní... Ferðinni var haldið áfram.. ég keyrði til Claremont í New Hamshire.. og nú tók ég 3 nætur til að Lúlli gæti verið á hótelinu..
7.júní... keyrði ég á startið á tveim næstu hlaupum.. því ég er alltaf að keyra í niðamyrkri í þessi hlaup og betra að hafa staðsetninguna á hreinu..
8.júní... vaknaði kl 3, lagði af stað kl 4 og hlaup ræst kl 5.. Þetta maraþon var í 30 mín fjarlægt, í næsta fylki, Vermont.. Leiðin var ágæt, engar brekkur, meðfram á..
9.júní... sama í dag, vaknaði kl 3, þó það væru 5 mín keyrsla á start, því við þurftum að taka allt dótið, tékka okkur út og Lúlli varð að bíða á startinu á meðan ég var í hlaupinu.. Eftir hlaupið keyrði ég til Wells í Maine.. Í þessu hlaupi var ein brött og erfið brekka sem gerði mér lífið leitt 16 sínnum.. ég var orðin aum ofan á ristum og framan á leggjum..
10.júní... Ég hafði haft hótel í 6 mín fjarlægt.. en fékk afboðun vegna viðgerða, þannig að rétt fyrir brottför fékk ég hótel í 30 mín fjarlægð.. þess vegna var sama rútína, vakna kl 3, fara kl 4 og start kl 5am.. L'ulli kom með, vildi ekki hanga á hótelinu.. Ég píndi mig í gegnum þetta.. var kominn með þvílíkan þrýsting á fæturnar, bólgna ökkla og aum upp að hnjám.. en náði að klára.. Ég komst síðan að því þegar ég kom heim að ég var með sinaskeiðabólgu, það marraði í vöðvunum framan á fótunum, og var ég verri á hægra fæti sama og ég ökklabrotnaði á fyrir tveimur árum.
11.júní... Það var komið að heimferð.. og 2-3ja tíma keyrsla til Boston.. Við Stoppuðum einhversstaðar á leiðinni, fengum okkur að borða og skiluðum bílnum í flugstöðinni.. Þeir voru svo almennilegir hjá Dollar að þeir keyrðu okkur á bílnum upp að brottfararsalnum.. Flugið heim var kl 20:50.. og það tók á þrýstinginn á fótunum.. Vélin lenti um kl 6 um morguninn og sonurinn sótti okkur... Allt er gott þegar allt hefur gengið vel og allir komnir heilir heim..
Við keyrðum um MD, DE, PA,NY, NJ, MA, VT, NH og ME
Maraþonin voru í DE, MD, VT, NH og ME
Ég keyrði 1.122 mílur eða 1,843 km í þessari ferð.
MARAÞON | Breytt 22.6.2023 kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2023 | 18:21
Washington DC 23-31.mars 2023
23.mars.. Ég fór ein út enda var þetta eingöngu hlaupaferð og mikil keyrsla. Ég lenti í DC, fékk ágætan bíl og átti hótel í innan við klst fjarlægð.. næstu 2 daga voru langar keyrslur suður til Seneca í Suður Carolínu..
26.mars.. Brekkumaraþon í Seneca S-Carolina í dag.. ekki óvön því.. en það hafðist Eftir hlaupið keyrði ég 90 mílur eða um 145 km til North Carolina þar sem næsta maraþon er..
27.mars.. Marflatt maraþon í Mills River N-Carolinu.. í dag. Eftir maraþonið var 4 klst keyrsla norður, yfir Virginiu og inn í W-Virginiu.. um 220 mílur eða um 360 km.. það var æðislegt að komast í bað og í rúmið.. Ég á hótel hér í 4 næstur og get tekið 2 maraþon, 2 fylki hér, því fylkismörkin liggja við hlaupaleiðina..
29.mars.. Annað brekkuhlaup, Maraþon Bluefield í W-Virginu.. WV er Mountain MAMA.. söng John Denver.. Þetta var erfitt, fæturnir ekkert nema blöðrur en ég var ákveðin að fara daginn eftir.. svo ákveðin að ég þorði ekki úr sokkunum og svaf í þeim..
30.mars.. Um morguninn fór ég í morgunmat, var sennilega komin með vökvaskort því ég drakk of mikið af safa, vatni og kaffi og fékk heiftarlega í magann.. og hætti við hlaupið..
31.mars.. ég hafði lofað Indverja að vera samferða mér til DC.. ég hafði hins vegar ekki gert mér alveg grein fyrir hvað ég þyrfti að fara snemma af stað.. þegar ég lofaði því og tíminn var alltaf að færast fram.. Það endaði með því að ég þurfti að vakna kl 2am og við vorum lögð af stað kl 3 um nóttina.. því hann ætlaði að fá fluginu sínu breytt og þurfti að vera mættur milli 8 og 9 á völlinn..
Ferðin var á enda, 8 dagar... næturflug kl 20:35 til Íslands
MARAÞON | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2022 | 23:46
PA, NJ, CT og MA, 3-10.júní 2022
3.júní
Já ég er á leiðinni út, átti pantað covid test kl 9... og það má segja að það hafi verið forskriftin að ferðinni... að pöntunin fannst ekki, en ég gat skráð mig í annað test. Það tók síðan 20 mín að fá niðurstöðuna og þá brunuðum við upp í flugstöð... Auðvitað lenti ég aftast í röðinni og ég var 1 tíma og 40 mín í röð að tékka mig inn, síðan var það bara sprettur í vélina... Flugið var fínt, gott að ferðast með UNITED AIRLINES, tvisvar matur á leiðinni og góð þjónusta... Þegar ég mætti á AVIS bílaleiguna... fannst pöntunin ekki... en svo fannst hún á leigu úti í bæ??? og ég sem tékkaði í boxið -airport-
Ég lagði af stað kl 3:15 til að hafa tímann fyrir mér að finna staðinn í New Jersey... early start kl 5... þessir garðar geta verið erfiðir í myrkri... en þó ég keyrði um í rúman klukkutíma um garðinn, fann ég ekki fólkið... ég var farin að halda að það væri ekki réttur dagur... kl 5:15 datt mér í hug að keyra upp að einhverju hóteli í næsta bæ og vona að þar væri net án lykilorðs... þá sendi ég skilaboð... ég finn ykkur ekki í Stokes State Forest park!... svar: við erum í High Point... 13 mílur í burtu... Ég keyrði eins og MANIAC og mætti 40 sek fyrir venjulegt start... kl 6... já og eigum við eitthvað að ræða 108 brekkur, já einmitt, þetta var skráð ,,hilly"...
Ég skipti um hótel... keyrði til Holyoke MA fyrir síðasta maraþonið í ferðinni...
MARAÞON | Breytt 24.6.2022 kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2022 | 22:40
Missouri - Oklahoma 11-17.maí 2022
Ég fór ein út, enda hlaupaferð, millilenti í New Jersey og flaug þaðan til Kansas City... Þetta var langur dagur því biðin á vellinum í NJ var rúmir 8 tímar... lenti um miðnætti í Kansas, og búið að loka á bílaleigunni... þegar ég var komin á hótelið hafði ég vakað í 23 tíma...
Skuttlan fór með mig aftur upp á flugvöll, ég náði í bílinn og keyrði út úr Missouri, yfir horn af Kansas og suður til Miami Oklahoma... 180 mílur eða 290 km... nú bættist við klst munur við Ísland. Ég þurfti að tékka mig út um nóttina fyrir maraþonið... garðurinn sem brautin var í hafði verið á kafi fyrir viku, því áin flæddi rækilega yfir bakkana... það var heitt en skýjað og við fengum einn rigningarskúr...
Strax eftir hlaupið keyrði ég norður til St Joseph í næsta maraþon... og á leiðinni var keyrt aftan á mig... það stoppuðu bílar fyrir framan mig, ég gat stoppað en bíllin fyrir aftan mig lenti á mér... þetta ferli tók þó nokkurn tíma, lögreglan kom ekki því enginn slasaðist og bílar ökufærir... Ég fékk eins miklar upplýsingar hjá bílstjóranum og mér datt í hug að ég þyrfti... enda er þetta ekki í fyrsta sinn sem keyrt er aftan á mig í USA... hafði samt smá áhyggjur að hafa ekki fengið nægar upplýsingar því lögreglan kom ekki...
Ég var því ekki vel sofin þegar ég mætti um miðja nótt í næsta maraþon... það var greinilega ekki minn dagur... og ekki sniðugt að fara maraþon tvo daga í röð án æfinga... það var heitt 93°F, rakt og nánast enginn skuggi... en ég þráaðist við að klára.
Flaug heim frá Kansas City með millilendingu í Newark NJ.
2 maraþon og keyrði 692 mílur eða 1.120 km
MARAÞON | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2022 | 22:17
Chicago IL - Kentucky 20-27.apríl 2022
Covid vottorðið mitt gildir í 3 mán svo það er um að gera að nota það... Ég fór ein út, flaug til Chicago og keyrði daginn eftir suður til Cairo... það voru 385 mílur þangað eða 624 km... ég stoppaði nokkrum sínnum á leiðinni til að slétta krumpurnar...
Ég fékk ágætis hótel... en þarf að fara í nótt yfir fylkismörkin og 30 mílur suður til Columbus Kentucky í maraþonið... Það var mjög heitt, 5 brekkur og 14 ferðir... 70 brekkur, vá og svo mældist brautin allt of löng... ég var fegin að hafa dag á milli maraþona núna...
Næsta dag keyrði ég til Vienna IL... uppgötvaði fyrir framan hótelið að ég hafði gleymt símanum á hinu hótelinu... já takk, 44 mílur til baka, 88 alls... svo ég keyrði 132 mílur þennan dag... þegar ég svo fékk símann í hendur vissu allir í hlaupinu og hálft Ísland að ég hafði gleymt símanum... NEWS TRAVEL FAST..
Það var ca 1 míla á startið í Vienna, svo það var mjög þægilegt... brautin var slétt og allt gekk vel... daginn eftir keyrði ég aftur til Chicago og gisti í Monee þar til ég flaug heim...
2 maraþon og keyrði 1.052 mílur eða rúma 1.700 km
YESS, I LOVE IT
MARAÞON | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2022 | 22:01
Orlando - Alabama 22-29 mars 2022
Loksins. loksins er búið að opna Ameríku fyrir útlendingum eftir Covid... ég var svo heppin að fá Covid í lok febrúar að ég þarf ekki nema eitt vottorð til að komast inn í landið... Upphaflega ætlaði ég að fara 2 maraþon... já klikkun ekki satt, í ENGRI æfingu... en svo hætti ég við seinna hlaupið og fór bara eitt...
Ég fór ein út, flaug til Orlando og keyrði næsta dag til Eufaula í Alabama... það voru tæpar 400 mílur eða rúmlega 600 km þangað... svo dagurinn fór í keyrslu og að hluta til í ausandi rigningu... það voru víst skýstrokkar í nágrenninu... Ég tékkaði mig inn á hótelið og daginn eftir mætti ég í Maraþonið... það gekk ágætlega og ég var fegin að vera aðra nótt... þurfa ekki að keyra suður strax eftir hlaupið.
Ég keyrði síðan sömu leið til baka til Orlando.. hafði nægan tíma til að versla og fannst frábært að vera farin að ferðast aftur.
1 maraþon og gleymdi að ath mælastöðu, en það voru rúml 1200 km fram og til baka og svo keyrði ég um allt í Orlando í 4 daga... giska á 15-1600 km alls
Júhú... I am on the road again
MARAÞON | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2018 | 02:57
Kefl - Kaupmannahöfn - Qatar - Chiang Mai Thailand... 18.des 2018 -
Já, þetta er tíunda hlaupaferðin á þessu ári. Sem betur fer var flugið til Kaupmannahafnar kl 2 eh... Lúlli fékk Ragnar til að keyra okkur á völlinn, þar sem við byrjuðum eins og venjulega á Betri stofunni.
18.des... Flug til Kaupmannahafnar kl 14:05 og bið þar í nokkra klst. Þaðan fórum við með Qatar Airways til Qatar. 6 tíma næturflug og við lentum þar um kl 5:40 um morguninn.
19.des... við höfðum ekki keypt hótel í Qatar því við hefðum þurft að kaupa 2 nætur til að það gagnaðist okkur eitthvað til að hvílast... við áttum fyrir höndum 14:30 tíma bið og urðum að taka töskurnar. Við vorum rétt komin út þegar okkur var boðið hótel, tékk inn strax, með morgunmat og skutlu báðar leiðir fyrir 100 usd. Við tókum því. Fórum á hótelið, fengum okkur morgunmat, lögðum okkur fram yfir hádegi og fórum síðan út að kanna umhverfið og fá okkur að borða fyrir næsta flug. Við vorum síðan keyrð upp á völl í næsta flug...
Golden Ocean Hotel Al Meena St, Old Salata, 13957 Doha
Við flugum annað næturflug með Qatar Airways, rúmlega 6 tíma, til Chiang Mai í Thailandi.
20.des... Við lentum um kl 6 í morgun eftir ca 6 tíma flug, komumst nokkuð fljótt í gegnum eftirlitið... við fengum strax "leigubíl" sem keyrði okkur að vísu á vitlaust hótel, svo við urðum að taka annan bíl til að komast þangað og svo þurftum við að bíða 4-5 klst eftir herberginu. Við fengum okkur smá göngu til að kanna umhverfið á meðan við biðum
Chiang Mai Thai House, 5/1 Thapae Rd. Soi 5 Chanklan, Chiang Mai, Thailand 50100
21.des... þetta er mjög krúttlegt umhverfi og ágætis morgunmatur sem fylgir. Það eru 270 metrar niður að Tha Phae Gate þar sem við sóttum númerið fyrir maraþonið. Síðan tókum við leigubíl til Gretars og Díönu. Við fórum saman í MAYA-mollið og þau buðu okkur svo í mat hjá sér. Við tókum svo leigubíl til baka.
22.des... Það er 7 tíma munur við Ísland. Við erum á undan... Ég lagði mig eftir morgunmatinn, síðan fórum við aðeins á röltið... Lúlli pantaði sér 2 skyrtur úr thai-silki, við fengum okkur að borða og svo reyndi ég eins og ég gat að sofna snemma því maraþonið verður kl 1 am... en ég gat ekki sofnað... fór ósofin í hlaupið. Lúlli labbaði niður að starti með mér og fór aftur á hótelið.
23.des... Allt um maraþonið á https://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/2226748/
eftir hlaupið fór ég í morgunmat, lagði ég mig aðeins. Grétar og Diana buðu okkur ásamt öðrum hjónum í hangikjöt um kvöldið. Við missum semsagt ekki af jólamat þó við séum í útlöndum. Hjónin keyrðu okkur til baka og slepptu okkur út við hliðið. Þar var sunnudagsmarkaðurinn í fullum gangi, hljómsveitir og mikil stemmning. Líf og fjör og fullar götur af fólki.
24.des... Við skiptum um hótel í dag. Færðumst nær Grétari og Díönu. Tilviljanirnar í þessari ferð eru ótrúlegar... Í fyrsta lagi vissum við ekki að þau ætluðu til Thailands, hvað þá til sömu borgar og svo að það yrðu ca 800 metrar á milli gististaðanna - er ÓTRÚLEGT. Við fórum frá Chiang Mai Thai House og fórum á Chiang Mai Hill 2000.
Það var frábært að vera við Tha Phae Gate, stutt í gögnin og hlaupið og mikið líf í kring en við ætlum að dekra aðeins við okkur þessar 2 vikur sem eru eftir.
Á meðan við biðum eftir herberginu löbbuðum við út í MAYA mollið sem er mitt á milli okkar og Grétars. Svo hittumst við þar síðar um daginn og borðuðum jólamatinn saman.
Chiangmai Hill 2000 211 Huay Kaew Road, Muang, Chiang Mai Chiang Mai, 50200 Thailand
25.des... Morgunmatur er frá kl 6am til 10 og svo getur maður keypt hlaðborð í hádeginu.
Ég hljóp rúma 7 km á síðustu-aldar hlaupabretti á hótelinu í morgun...
Grétar og Díana komu svo um hádegið og við borðuðum svo saman... og flatmöguðum svo á eftir við sundlaugina. Flugvélarnar voru eins og flugur yfir okkur.
26.des... Við flatmöguðum við sundlaugina í dag... og svo fórum við í NIGHT SAFARÍ með Grétari og Díönu um kvöldið. Þar var rándýrasýning, ljóna og tígrisdýra sýning, trolly-ferð að sjá dýrin í náttúrulegu umhverfi og svo vatns-orgel. Við urðum fyrir smá vonbrigðum með það... það var allt of langt í burtu og gusurnar fylgdu ekki tónlistinni... en gaman samt að hafa farið.
27.des... Ég hljóp 8 km í 29°c hita á brettinu í morgun... og það var ekki þurr þráður á mér á eftir. Við hittum Grétar og Díönu við mollið rétt eftir hádegi og fórum í Green hill sundlaugina... þar var slakað á og dúllað... við Lúlli borðuðum í mollinu á heimleiðinni.
28.des... Ég fór í Thailenskt nudd eftir morgunmatinn... Það er svolítið sérstakt og heima héti þetta ekki nudd... svo hittumst við öll við MAYA mollið og skiptum liði. Við Díana fórum í Central Festival mollið þar sem við gengum út um allt og skemmtum okkur... en strákarnir lágu við laugina. Það var ekki mikið verslað.
29.des... 8 km á brettinu eftir morgunmatinn...
Seinni partinn var farið á laugardags markaðinn en hann er aðeins frá Phea Gate þar sem við gistum fyrst. Þar var mannfjöldinn svo mikill að við fylgdum bara straumnum upp og niður götuna. Við þurftum bara að setja fæturna niður þegar við vildum stoppa eða beygja. Allt í einu stoppaði allt, fólk fraus í sporunum eins og í myndastyttuleik... á meðan kóngurinn talaði í hátalakerfinu...
30.des... Við Lúlli fórum á Sunnudagsmarkaðinn við The Phea Gate. og við prófuðum að taka strætó í dag í stað þess að húkka pallbíl. Það var ekki sama mannmergðin og kvöldið eftir maraþonið, engar hljómsveitir en gaman að skoða og vera á staðnum...
31.des... Við Lúlli höfðum pantað okkur dagsferð. Við fórum í rúmlega 14 tíma ferðinni.
Við vorum sótt kl 7:30 og fyrsta stopp var á hverasvæði... heitir hverir í einskonar brunnum. Næsta stopp var við Hvíta musterið. Við borðuðum hádegismat í einhverjum kofa og héldum áfram. Næsta stopp var í "Long Neck Village", hjá ættbálki sem kemur frá Búrma. Konurnar þar bæta hring á hálsinn á hverju ári frá vissum aldri.
Þá lá leiðin að landamærastöð Thailands og Myanmar (áður Búrma) og þaðan keyrðum við til "Golden Triangle" þar sem Thailand, Laos og Myanmar mætast. Við fórum í bátsferð yfir til Laos... þar sem allir reyndu að gera betri kaup.
Lúlli var dauðþreyttur eftir ferðina og missti af þessum fáeinu flugeldum sem sáust úr hótelglugganum á miðnætti... Gleðilegt ár og takk fyrir gamla.
MARAÞON | Breytt 11.1.2019 kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2014 | 22:35
Manchester NH - Machias ME
Næsta maraþon er frá Lubec í Maine til nyrsta odda næstu eyju en hún fylgir Kanada. Keyrslan frá Manchester til Lubec var 7 tímar með 2 stuttum stoppum. Við lögðum af stað kl 6 am og komum til Lubec um kl 2 eh.
Á meðan stóðu Edda og Emil í ströngu við að breyta heimferðinni hjá okkur og panta hótel fyrir okkur öll í Boston, þessa nótt sem við verðum að vera auka vegna verkfalls flugvirkja.
Ég fékk bolinn í Lubec en varð að fara yfir til Kanada til að sækja númerið mitt og láta skrá mig á landamærunum sem hlaupara fyrir morgundaginn. Við borðuðum í garðinum þar sem við sóttum númerið.... og drifum okkur til baka.
Ég hafði verið svo ljón-heppin að fá hótel í Lubec en fékk email frá konunni að hún gæti ekki opnað B & B vegna veikinda og hún bókaði okkur á hótel í Machias, 30 mín í burtu.
Eftir hlaupið á morgun keyrum við aftur til Manchester.
Machias Motor Inn, 103 Main Street, Machias
MARAÞON | Breytt 16.6.2014 kl. 04:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2013 | 18:22
Mount Laurel NJ - Newark DE
Ég var lögð snemma af stað og komin fyrir kl 9 til Newark... Veðrið er frábært, sól og blíða. Ég var allt of snemma í því að tékka mig inn á hótelið, svo ég fór þangað sem maraþonið byrjar á morgun... Gögnin verða afhent við ráslínu á morgun svo það er ekkert EXPO í dag... Þá var það bara Walmart og Dollar Tree.
Svo ætla ég bara að taka það rólega það sem eftir er dag.
SUPER 8 NEWARK DE
268 East Main Street, Newark, DE 19711 US
Phone: 1-302-737-5050 room 204
http://www.super8.com/hotels/delaware/newark/super-8-newark-de/hotel-overview?
MARAÞON | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007