Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
17.6.2012 | 04:22
Las Vegas, Nevada - Denver, Colorado
Vaknaði kl 5 í morgun... gengum frá því síðasta af dótinu og ég tékkaði okkur út. Það var stutt upp á flugvöll... Ég keyrði Lúlla að innrituninni og skilaði bílnum. Við höfðum keyrt um 1850 mílur...
Morgunmaturinn á Saga Lounge, bauð ekki upp á betra en meðal-Super8.
Þar munaði minnstu að ég týndi kortaveskinu mínu, það rann undir stólinn og japönsk kona benti mér á það.
Ég gat þakkað henni fyrir með dvd-diski um Ísland... ég held að hún hafi verið ánægðari en ég :)
Við flugum með UNITED til Denver. Ballið byrjaði þegar við sóttum töskurnar sem við þurfum að borga undir í Las Vegas...
Stóra taskan hafði verið skorin upp meðfram rennilásnum á tveim hliðum... og síðan teipuð lauslega saman og utan á töskunni var poki með dóti flæktur í teipinu sem var merkt Transportation Security Administration... Þeir hafa ekki fattað að það átti að opna hana að framan.
Ég kvartaði í starfsmann UNITED en hann benti á TSA. Þar fékk ég spjald með símanúmerum og netfangi. Enginn svaraði í fyrra símanúmerinu en í því seinna lenti ég í könnun savings2go og átti að fá sendan vinning og alltaf beið kvörtunin mín út af töskunni...
Ég var gjörsamlega græn fyrir því að ég hefði lent í símtali sem hafði verið brotist inn í... Ég var að hringja í öryggisþjónustu Bandarísku flugvallanna... en ég sá síðan þegar ég fletti upp þessu savings2go á netinu, að þetta var svindl-fyrirtæki... og ég búin að gefa upp kortanúmer.
Ég sendi því kvörtunina mína til TSA varðandi töskuna á email og sendi annað email til Vísa á Íslandi og lét loka kortinu mínu. Þessir svindlarar skulu ekki fá krónu frá mér.
Hótelið okkar er frábært....
Best Inn and Suites,
4590 Quebec Street, Denver, CO 80216
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2010 | 23:25
Spennubreytirinn brann yfir
Þega ég stakk tenginu í samband sló rafmagninu út... ég sló því inn og kveikti á fartölvunni. Netið kom ekki inn svo sonurinn var ónáðaður... Hann tók eftir því að tölvan gekk á batterínu... ég hélt að millistykkið væri ónýtt - ljósið var löngu farið. Svo ég skipti um millistykki... og var búin að vinna allt kvöldið í tölvunni þegar það kom viðvörun - MJÖG lítið rafmagn eftir.
Ég opnaði emailið og sendi mér ritgerðina og glósur allra námsefnanna í tölvupósti... ég rétt slapp áður en hún dó...
Nú vantar mig spennubreyti fyrir HP pavilion 402018-001 :) ef einhver á???
18.6.2010 | 13:24
Ótrúlegt
Ég var að fá rukkun frá Hertz að upphæð 10 dollarar með umsýslukostnaði... og fyrir hvað ??? fyrir að fara U-beygju áður en ég koma að tollhliði. U-beygjan var sérstaklega auglýst sem síðasta tækifæri til að snúa aftur inn í Boston og það var hvergi hlið eða spjald þar sem það stóð að U-beygjan kostaði neitt... bara að hún væri ekki fyrir flutningabíla.
ég googlaði loftmynd af þessari U-beyju... og get enn ekki séð neitt ólöglegt...en hefði ég haft möguleika á að borga 2-3 dollara þá hefði ég gert það og sloppið við umsýslugjaldið.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2010 | 12:31
Geta tekið vatnið...
Veð í sundlaug stofnfé Sjóvár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.1.2010 | 13:59
Settu nú þjóðina framar en gamla flokkinn...
Vilji þjóðarinnar hornsteinninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2009 | 12:58
Nú kemur það í ljós
Forseti tekur sér frest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.12.2009 | 17:23
Örlagastund - vona að það verði fellt
Það er ekki eins og það þýði að við ætlum ekki að borga, málið er að þessir menn sem áttu að semja fyrir OKKUR, með OKKAR hagsmuni í huga, virðast hafa gleymt hvað þeir áttu að gera. Alltaf er eitthvað nýtt að koma fram... það var hægt að semja betur - allir aðrir hafa t.d. fengið lægri vexti. Ef lægri vextir væri það eina sem hægt væri að fá fram - þá er mikið unnið.
Ef stjórnin fellur við þetta þá er það eina rétta að koma á þjóðstjórn... ekkert flokkavesen.
Icesave-umræðu lýkur í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2009 | 22:29
Nú eiga allir lífeyrissjóðina
Mesta arðrán sögunnar er þessi blessaði lífeyrissjóður sem er orðinn aðaltrygging landsins fyrir skuldum. Upphaflega var skattlagt inn svo var skattlagt út og nýlega var Skattman með hugmyndir um að fá sjóðinn lánaðan... en látum það vera hvernig er leikið sér með þá peninga sem fólk var skyldað til að geyma til elliáranna.
En til hvers að spara? Af hverju á ekki bara að eyða peningunum strax, þeir rýrna þá ekki á meðan.
Ríkisstjórn landsins passar að fólk fái aldrei nema ákveðna upphæð á mánuði, það eitt er ekki hvetjandi til sparnaðar. Og séreignarsparnaður - til hvers?
Ef einhver á sparnað einhversstaðar... þá sker ríkið ellilaunin niður um samsvarandi upphæð. Atvinnurekendur hafa t.d. ekki verið skyldugir til að greiða í lífeyrissjóð, en það skiptir ekki máli fyrir þá þegar upp er staðið, því atvinnurekandinn fær jafn háa upphæð í ellilaun og sá sem vann hjá honum fær samtals í ellilaun+lífeyrissjóðgreiðslur... samt borgaði hann alla sína ævi í sjóð til elliáranna.
Hver er tilgangurinn? Er ekki bara best að ríkið hirði lífeyrissjóðina, segji upp öllu starfsfólkinu sem reiknar skerðingar fram og til baka... og borgi bara sömu ellilaun til allra landsmanna.
Launþeginn fengi þá aðeins meira í budduna í bili - ekki veitir af.
Vilja tryggja aukið eftirlit með lífeyrissjóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2009 | 17:56
Hann er ekki með fulla fimm þessi maður!
Ég trúi því ekki að Bretar sjái ekki í gegnum yfirlýsingar Brown. Hvernig er hægt að segja að almenningur borgi ekki. VIÐ BORGUM ALLTAF, ÞVÍ VIÐ ERUM ÞJÓÐFÉLAGIÐ.
Ef fyrirtæki fær auknar álögur og skiptir þá engu máli hvort þær eru aukin skattheimta, sekt fyrir samráð eða hvað... fyrirtækið veltir álögunni alltaf út í verðlagið og þannig lendir það á neytendum.
Pakkinn endar alltaf hjá almenningi.
Þakkaði Brown fyrir að bjarga Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2009 | 14:09
Alþingissparnaður
Eftir því sem mér skilst var amk 63 áskriftum af Mogganum sagt upp hjá Alþingi í sparnaðarskyni, þ.e. blöðunum sem þingmenn fengu send frítt heim til sín. Það er ekkert nema gott við því að segja þegar fólk tekur sig til og sparar.
Langi Alþingi virkilega til að spara, þá má benda þeim á að nota KRANAVATNIÐ á fundum, en oft hefur maður séð í sjónvarpi, að fundarborðin eru full af vatnsflöskum frá gosdrykkjafyrirtækjunum.
Alþingi segir upp Morgunblaðinu visir.is
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007