Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Flagstaff AZ - Las Vegas NV

4.júní... laugardagur

Við erum búin að vera viku... og búin að sjá og gera ótrúlega mikið. Við fengum okkur morgunmat og lögðum af stað. Við keyrðum austur I-40 sem er hluti af Route 66... til að skoða Meteor Crater, stærsta loftsteinagíg jarðar. það eru 16 ár síðan ég ætlaði fyrst að skoða hann... og það var kannski þess vegna sem ég vænti meira.

Síðan settum við inn Sedona og keyrðum niður þvílíkt fallegt gil... Sedona Canyon... og þaðan fórum við til Montezuma Castle... þar var að finna skemmtilegan bústað í klettunum, sem indíánar gerðu fyrir 800 árum...

Á leiðinni til Vegas komum við við í Grand Canyon Caverns... en rétt misstum af síðustu ferð niður þann daginn... við Lúlli skoðuðum þann helli árið 2000 þegar ég hljóp Grand Canyon Marathon... Við höfum verið í ógurlegum hita allan tímann, þegar við keyrðum inn í Las Vegas um kvöldið var hitinn yfir 100F eða um 40C

 

Palace Station,

2411 W-Sahara Ave, LV 89102

Phone:1 702 367 2411 room 2414


Tuba City - Flagstaff AZ

3.júní

Það er alltaf full dagskrá hjá okkur... Við borðuðum morgunmat og tékkuðum okkur út. Fyrst á dagskrá var að skoða Monument Valley... til þess þurftum við að keyra aðeins inn í Utah. Þessir drangar færðu okkur beint inn í kúrekamynd/villta vestrið.

Berghildur og Edda höfðu mikinn áhuga á að skoða Antilope Canyon og við ákváðum að fylgja með.

Hellarnir voru fallegir og gaman að skoða þá en við vorum búin að sjá eins hella í NY fylki.

Hellarnir urðu til þess að við Vala gátum skoðað Horse Shue... ótrúlega flottur staður þar sem Colorado-áin er eins og skeifa í laginu.

Þetta var langur en litríkur dagur.

 

Motel 6, 2440 E-Lucky Ln, Flagstaff 86004

Phone: 1 928 774 8756  room 108


Grand Canyon - Tuba City

2.júní

Ég svaf ágætlega og við vorum allar furðu brattar eftir ævintýrið. Við tékkuðum okkur út, geymdum dótið í bílunum og tókum rútuna... nú var komið að því að skoða leiðina ofan frá. VÁ... þetta er svo ótrúlega fallegt og hrikalega bratt... og langt !!!

Þegar við vorum búin að skoða nægju okkar héldum við áfram... og skoðuðum nokkra nýja staði á leiðinni til Tuba City. Það var þó nokkur akstur... Svæðið er verndarsvæði indiána. Við settum í þvottavél og fengum okkur að borða.

Quality Inn Navajo Nation

10 N-Main St. Tuba City 86045 AZ

Phone:1 928 283 4545 


Bright Angel Trail

1.júní

Hvílíkt ævintýri... við vorum með sér rjóður með borði.Rjóður nr 24. Það var svo mikill hávaði í náttúrunni að ég svaf ekki mikið... Vala uppgötvaði stjörnuhimininn í klósettferð og sagði að ég yrði að sjá þetta og hvílík sjón... fullur himinn af stórum stjörnum eins skærum og Venus. Næturhitinn var um 20C

Við fórum á fætur um kl 5, fengum okkur að borða, pökkuðum dótinu og gerðum okkur klárar til að ganga upp. Við vorum allar mjög hressar... fótabaðið í ánni í gærkvöldi hafði hresst aumar tásurnar eftir bratta niðurferðina... 

Vá hvað allt var fallegt í neðsta hluta gjúfursins... mikill gróður og Colorado áin.

Við lögðum af stað kl 6:30... fórum yfir aðra brú og svo hófst uppgangan... við vorum hver um sig með 10-12 kg á bakinu... sem þýddi fleiri pásur...

Hvílíkt ævintýri... "ER EKKI GAMAN" var vinsælasta spurningin :)

Það tók okkur 4 tíma að fara upp í Indian Garden... sem er á ca miðri leið upp... 7,5 km og við stoppuðum þar í 2 tíma. Hitinn var kominn í 44C.

Næstu 2 vatnsstöðvar voru á 3 mile resthouse og 1.5 mílna resthouse frá toppi... Alls var gönguleiðin, upp og niður um 26 km.

Uppgangan var erfið... og margar pásur teknar... mikill hiti og við komnar með ógeð á vatninu... Leiðin virtist ókleyf á köflum og það var ekkert nema vá, vá hvað þetta er flott... Við vorum 13 tíma á leiðinni upp... náðum að koma upp í björtu..

Vá hvað við erum miklar hetjur... strákarnir tóku stoltir á móti okkur... 

ÞETTA VAR GEÐVEIKT !!!


Henderson - Williams AZ

30.maí

Við borðum morgunmat og drifum okkur af stað. Fyrst skoðuðum við Hoover Dam bæði gengum yfir stífluna og nýju brúna... við Lúlli höfum verið oft þarna en hin voru að sjá stífluna í fyrsta sinn.

Þaðan keyrðum við til Kingman og versluðum... og keyrðum áfram til Williams... flottur gamall bær.

Motel 6, E-Grand Canyon,

710 W-Route 66 Williams 86046


Denver - Las Vegas - Henderson

29.maí

Við áttum flug um hádegið og lentum í Las Vegas eftir 1 og hálfan tíma. Þaðan keyrðum við til Henderson... og ballið byrjaði um leið. Hótelpöntunin mín fór aldrei í gegn frá Agoda en sem betur fer voru til herbergi. Við vorum öll á sitt hvorri hæðinni.

Við höfðum látið senda á hótelið pakka sem þau höfðu látið endursenda... þetta er.það lélegasta sem við höfum vitað... og áfall fyrir Eddu... hún hafði pantað bakpoka og dínu fyrir gilferðina... og ég hafði pantað gas og fl... og Berghildur Camelback.

Það var því farið á fullt að leita uppi réttu búðirnar... gasið tók lengstan tíma. Næst var að sækja pöntunina okkar í Walmart... en hún hafði líka verið endursend... þó Diane sem býr hér hafi hringt fyrir mig og þeir lofað að geyma hana 3 daga fram yfir tímann.

Við náðum að versla allt sem var endursent.

 

MIKIÐ ROSALEGA VERÐUR ÞETTA GÓÐ FERÐ :)

Railroad Pass Hotel and Casino

2800 S-Bolder Highway, Henderson LV 89002


Keflavík - Denver

Já... góðan daginn, það er komið heilt ár síðan við Lúlli vorum síðast í Grand Canyon og ég varð að fresta göngu niður á botn... því ég var með meiðsli á fæti. Nú er komið að því... Vala, Hjörtur, Edda, Emil og Berghildur eru með. Við flugum til Denver (7:35) og gistum þar.

Quality Inn Aurora

3300 North Quray St, 80011 Aurora CO

phone 1 303 340 3800 room 340


Farmington NM - Pueblo CO

Ég var vöknuð löngu áður en klukkan hringdi... og búin að pakka lauslega. Morgunmaturinn var ekkert sérstakur og tafði mig því ekki... Lúlli hringdi á Viber og svo talaði ég líka við soninn... frábært. 

Ég lagði af stað um kl 7 en garmurinn ákvað að láta mig fara aðra leið til baka en ég kom... ég hafði hlaupið í landi Navaho-indíana og nú keyrði ég gegnum verndarsvæði Apache.

Á tímabili leist mér ekkert á blikuna, þegar ég fór yfir 2 skörð í yfir 10þús feta hæð og það snjóaði á mig... sem betur fer var engin hálka.

Ég kom svo inn í sömu leið og ég fór eftir nokkra tíma... það versta var að bæirnir sem ég keyrði í gegnum höfðu varla búðir svo ég gæti hvílt mig á keyrslunni svo það má segja að ég hafi keyrt þessar 310 mílur án þess að stoppa.

Kom til Pueblo um kl 1 og kíkti í nokkrar búðir... ég ætla ekki út aftur í dag.

Ramada Pueblo
4703 N-Freeway, Pueblo 81008 CO
Phone: 1 719 544 4700  room 140


Pueblo CO - Farmington NM

Morgunmaturinn var frá kl 6 svo ég var lögð af stað fyrir kl 7 enda 310 mílur til Farmington. Ég stoppaði tvisvar á leiðinni til að teygja úr mér og renndi inn í Farmington rúmlega þrjú. Hótelið var búið að skipta um nafn... orðið Travelodge. 

Nú ætla ég að sækja númerið, fá mér að borða og fara snemma að sofa. 

Farmington Inn/Travelodge
510 Scott Ave/Broadway, Farmington 87401, New Mexico
Phone: 1 505 327 0242  room 209


Keflavík - Denver - Pueblo

Lúlli keyrði mig á völlinn um hádegið svo ég hefði góðan tíma í dekrinu í Saga Lounge. Ég hitti Katrínu Gunnars í röðinni í vélina, hún var að fara til Seattle og heim...
Flugið til Denver átti að vera 16:45 en seinkaði smávegis, vegna bilunar í veðurradar. Flugið var 7 og hálfan tíma og ég var eini íslenski farþeginn í annars fullri vél... sem heitir Helgafell.

Við lentum kl 6:30 á staðartíma og ég var komin með lúxuskerruna um kl 8 og komin á hótelið kl 11 um kvöldið... og ég mun steinsofna eftir smástund. 

Ramada Pueblo, 
4703 North Freeway, Pueblo CO 81008
Phone: 1 719 544 4700   room 111


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband