Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
3.10.2010 | 22:43
Hringekjan
Ég held að RUV hafi skotið sig í fótinn eða öllu heldur hjartað, þegar þeir ákváðu að skipta Spaugstofunni út fyrir Hringekjuna. Held ég hafi sjaldan séð leiðinlegri þátt og þetta átti að kallast ,,skemmtiefni"...
Ég ætla að hafa slökkt á sjónvarpinu eða stillt á aðra stöð á meðan þátturinn er næst á skjánum svo það mælist ekki áhorf.
28.9.2010 | 23:25
Spennubreytirinn brann yfir
Þega ég stakk tenginu í samband sló rafmagninu út... ég sló því inn og kveikti á fartölvunni. Netið kom ekki inn svo sonurinn var ónáðaður... Hann tók eftir því að tölvan gekk á batterínu... ég hélt að millistykkið væri ónýtt - ljósið var löngu farið. Svo ég skipti um millistykki... og var búin að vinna allt kvöldið í tölvunni þegar það kom viðvörun - MJÖG lítið rafmagn eftir.
Ég opnaði emailið og sendi mér ritgerðina og glósur allra námsefnanna í tölvupósti... ég rétt slapp áður en hún dó...
Nú vantar mig spennubreyti fyrir HP pavilion 402018-001 :) ef einhver á???
18.9.2010 | 23:50
Fallegastar í heimi
Það finnst hverjum sinn fugl fagur... en það er öruggt að við eigum fallegustu kindur í heimi. Það mætti halda að þessar hafi farið í bað og skinnið blásið og greitt... en nei þessar eru nýkomar af fjalli, bíða í réttinni eftir...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2010 | 10:28
Bara gott að Jenis standi á sinni sannfæringu
Hverjum manni leyfist að hafa sína skoðun og fólk á að vita hvar stjórnmálaleiðtogar standa. Auðvitað er afstaða hans blásin út eins og hann hafi framið glæp með sinni afstöðu til samkynhneigðar en þetta er háttur blaðamennskunnar.
Biblían tekur skíra afstöðu til samkynhneigðar karlmanna.
Þetta kemur fram í lögmáli Gt, 3.Mós 18:22... Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð... og í Nt 1.Kor. 5 og 6 er talað um saurlífismenn og kynvillinga og menn eru hvattir til að sitja ekki til borðs með þeim (1.Kor 5:11).
Biblían er mjög karllæg og gerir ekki ráð fyrir að tvær konur hafi áhuga á að ,,liggja saman" eins og það er orðað, þó maður geri ráð fyrir að afstaðan sé sú sama og gagnvart karlmönnum.
![]() |
Danir blása Jenis-málið út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
30.8.2010 | 11:16
Alltaf nóg að gera...
Ég ,,hvíldi" í viku eftir Reykjavíkurmaraþon, sem þýðir að ég hef bara gert meira af öllu öðru en að hlaupa... Í ,hvíldinni" hef ég gengið og hjólað... tekið nokkur spjöld í ratleiknum, tínt ber og fl.
Ég hef farið 2-3 svar á hvern stað í ratleiknum í sumar... fyrst með Svavari svo Berghildi og Tinnu. Þannig að maður er á sífelldri hreyfingu. Nú er ég búin að kaupa mér hjól... og hef ekki átt hjól síðan ég var krakki ... en hjólað stundum á Lúlla hjóli.
Nú byrjar skólinn hjá mér á morgun 13 bækur þykkar og miklar bíða
17.8.2010 | 23:44
Ratleikurinn í fullum gangi
Við Svavar eigum bara 2 spjöld eftir... ég hef verið að fara í annað og þriðja sinn í leit að hinum spjöldunum og þá með Tinnu og Berghildi. Upp á síðkastið höfum við fléttað berjatínslu og hellaskoðun við ratleikinn - sem gerir þessar ferðir að hreinu ævintýri.

Við fórum ofaní Skátahelli í Heiðmörk en það eru komin yfir 40 ár síðan ég fór fyrst ofaní þennan helli og það er alltaf jafn gaman. Ég man eftir borði í gamla daga... það hafði verið smíðað úr fjölum. Mér finnst leiðinglegt hvað fólk skilur eftir mikið af rusli - alls staðar voru sprittkerti, pokar og fl. Hellirinn er samt spennandi og nú fer ég með barnabörnin ofaní hann
Berjatínslan hefur líka verið frábær - hvílík spretta og berja-hlunkar sem við erum að borða á kvöldin með sykri, ís og þeyttum rjóma... ummmm
10.8.2010 | 16:12
Fimmvörðuháls 9.8.2010

Við reyndum að finna besta daginn - til að fá besta veðrið. Veðrið var gott á Skógum og þar til við komum að nýja hrauninu - þá var mikil uppgufun úr því og þokuslæðingur niður fyrir Moringsheiði.
Við vorum fjögur sem gengum saman, ég, Harpa, Clara og Ágúst. Við Harpa vorum að ganga þessa leið í annað sinn en Clara og Ágúst voru að fara í fyrsta sinn.
Eins og áður, skiptir ÖLLU að hafa góðan bílstjóra og grillara sem bíður eftir manni

Við tókum strax þá ágætu ákvörðun að stoppa og anda aðeins á 3ja km fresti. Okkur sóttist ferðin vel og margir á gönguleiðinni í báðar áttir.
Það var stórkostlegt að sjá hvernig heitt öskulagið hafði formað snjóbreiðurnar upp við jöklana.

Á nýja hrauninu fann maður fyrir hitanum enda brennandi hiti nokkrum sentimetrum undir yfirborðinu og rauk upp úr götum eftir göngustafina.
Það var eins og við værum í öðrum heimi. Talsverð uppgufun og þoka varnaði því að við fengjum gott útsýni yfir Þórsmörkina en við sáum ágætlega nýju fjöllin Magna og Móða og hraunið í kring.
Ég var með Garmin-úrið og mældi leiðina 23,7 km og við vorum 8 tíma og 24 mín. á leiðinni.
Þegar komið var í Bása var grillað í yndislegu veðri, logn og blíða. Ferðin til baka gekk vel - lítið í sprænunum sem þvera veginn uppeftir...
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.8.2010 kl. 01:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2010 | 01:11
Glæsilegt
14.ágúst nk mun vilja svo til að Icelandair lækkar skyndilega fargjöldin hjá sér... en þá er kannski of seint í rassinn gripið. Við þolum ekki endalaust hátt verð og einokunaraðstöðu.
![]() |
Delta Air Lines hefur flug til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2010 | 13:24
Selvogsgata og Leggjarbrjótur
Ég tók Selvogsgötuna á laugardaginn... -kleppur hraðferð- 16 km á 2 tímum og 40 mín... hraðamet hjá mér.
Í gær sunnudag fór ég síðan ,,gæðaferð" á Leggjarbrjót með Hörpu, Svavari, Lovísu og Mílu. Ég mældi leiðina með Garmin-úrinu mínu og mældist leiðin 16,6 km. Við héldum vel áfram en stoppuðum smá stund á 2ja km fresti og tók ferðin 5 tíma og 35 mín
Veðrið var einu orði sagt frábært.
Við Berghildur gengum þessa leið með Ferðafélaginu fyrir nokkrum árum í þoku og mundi ég ekki eftir neinu nema Glym úr þeirri ferð... Þoku-ferð skilur sem sagt ekkert eftir sig - það er svipað og að skilja minniskortið eftir heima
PS. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum frá Berghildi, þá gengum við saman Leggjarbrjót í júlí 2001
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.8.2010 kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2010 | 00:18
Göngum göngum...
GENGIÐ gengur af göflunum. Við Svavar eigum bara eftir að finna 2 spjöld í Ratleik Hafnarfjarðar... Svo við höfum gengið þó nokkuð í sumar. Stundum hafa Harpa og strákarnir verið með okkur.
Við höfum líka gengið á Helgafell og Esjuna... og Selvogsgatan hefur verið fastur liður hjá mér á sumrin. Hún verður farin á morgun og AMK Berghildur ætlar með mér - kannski fleiri
Veðrið á að vera gott svo þetta verður góður dagur
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Bloggvinir
Af mbl.is
Erlent
- Fyrirskipar ráðherra að birta gögn um Epstein
- Þyngja róður Rússa með frekari þvingunum
- Kveikti í 17 ára kærustu sinni á Kanaríeyjum
- Ætla að halda hátíðina þrátt fyrir brunann
- Ítök gervigreindar innan stjórnsýslu gætu aukist
- Fara fram á eins dags dóm í máli Breonnu Taylor
- Trump greindur með langvinna bláæðabilun
- Hersveitirnar horfnar á braut
- Grunaður um að afhenda gögn úr þjóðskrá
- Mannskæður eldsvoði í verslunarmiðstöð