26.5.2009 | 19:46
Hagl í Hafnarfirði
Það hefur enginn minnst á það að það kom hagél í Hafnarfirði í gær... nánar tiltekið á Völlunum í Hafnarfirði.
Ekki beint árstíminn fyrir haglél... en fyrir mörgum árum þegar ég hljóp Bláskógaskokkið (frá Þingvöllum til Laugavatns) þá fengum við sýnishorn af öllu veðri tvisvar sinnum á þessari 16 km leið. Við byrjuðum í sól og blíðu, svo hvessti, síðan rigndi og á eftir kom haglél... og svo aftur sama rútínan og þetta var í júlí.
Eins og maður segir... það er aldrei hægt að treysta á veðrið á þessu landi.
![]() |
Óvenju kalt í háloftunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2009 | 14:19
Tannheilsa barna
Ég horfði á Kastljósið í gær, hef annars ekki mikinn áhuga á svona ,,spurningaþáttum" því fólki gefst svo sjaldan færi á að svara - spyrjandinn er venjulega kominn með aðrar spurningar áður.
En umræða þáttarins var um hvort það væri til bóta fyrir tannheilsu barna að setja á sérstakan skatt á sykur.
Í allri umræðunni sem hefur farið fram um tannheilsu barna virðist engum detta í hug að HVETJA BÖRNIN TIL AÐ BURSTA TENNURNAR.... umræðan snýst öll um að fá ókeypis tannlæknaþjónustu.
Ég man þegar ég var lítil og fékk lýsispillu á hverjum morgni í skólanum... þetta var liður í heilsuátaki... þetta sama er hægt að gera með tannburstun. Við vitum að mörg börn nenna ekki að bursta tennurnar, en sé það gert að reglu að bursta þær eftir nestistímann í skólanum þá verður það að vana. Hvert barn gæti átt sinn tannbursta í sinni körfu eða hillu í skólastofunni.
26.5.2009 | 14:06
Dásemdar veður
Hvílíkt dásemdarveður er úti, ég er að spá í að skokka aðeins í dag... það er ekki hægt að láta svona veður fram hjá sér fara. Auðvitað er eina vitið að sleikja sólina og ís... heitt og kalt er að meðaltali gott
Það er annars erfiðast að eiga við letina sem færist yfir mann í svona veðri. Þegar vindurinn hættir að flýta sér... róast maður sjálfur - skrítið !!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2009 | 13:28
Valdarán...
Litli kútur og mamman eru komin heim... og foreldrarnir komust að því á fyrsta sólarhringnum, hvað þau ráða litlu. Það er sá minnsti og sætasti sem stjórnar... amk í bili
Við... þessi eldri og reynari vissum þetta fyrirfram... hann er stjarnan sem beðið var eftir og allt mun snúast um.
Ég stal þessari mynd af prinsinum á facebook
Vinir og fjölskylda | Breytt 26.5.2009 kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2009 | 15:05
Gengið á Esjuna
Vala sótti mig rúmlega 9... Sjöbba systir hennar kom líka með. Veðrið var dásamlegt. Það voru ekki margir á leiðinni upp Esjuna þegar við lögðum af stað...
Ég tók tímann - bara að gamni mínu. Við vorum nákvæmlega 1:20 mín upp. Við fengum einhvern til að mynda okkur á toppnum.
Útsýnið var gott, þó var eitthvað mistur yfir Reykjavík... niðurleiðin tók slétta klst. og ferðin í það heila, að heiman og heim aftur... tók 4 tíma.
alveg frábært...
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2009 | 16:55
Litla fjölskyldan farin aftur til Keflavíkur
Litli krúttilingurinn og foreldrarnir fóru aftur á sjúkrahúsið í Keflavík í dag. Ekki er vitað hve lengi þau verða þar, en sá litli svaf af sér ferðalagið og hver veit hvort hann fái titilinn ,,ferðamála-frömuður Suðurnesja" enda kominn með ,,þónokkra reynslu" af brautinni rúmlega sólarhringsgamall.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2009 | 03:16
Nýtt barnabarn :)
það var erfið biðin, allan daginn í gær (mánudag)... eftir að 6. barnabarnið kæmi í heiminn. Við renndum suður í Keflavík og vonuðumst til að ná því að sjá kraftaverkið glænýtt... en fórum heim aftur um kvöldið...
Stjörnur eru vanar að láta bíða eftir sér og drengurinn kom í heiminn kl. 2:40 í nótt. Sannkallað kraftaverk... þyngd og lengd voru ekki komin á hreint en pabbinn var að rifna af stolti.
Til hamingju Lovísa og Gunni
Drengurinn er rúmar 16 merkur (4080 gr) og 52 cm... og í nótt flutti nýja fjölskyldan á Lsp í Rvík því skurðstofan í Keflavík var lokuð. Fylgjan var föst og Lovísa þurfti að fara í aðgerð... sem gekk vel. Litla fjölskyldan er enn í Rvík og ekki ákveðið hvort eða hvenær þau fara aftur á fæðingardeildina í Keflavík.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2009 | 01:18
Misræmi guðspjalla... Mark 6:8-11
Mark 6:8 Hann bauð þeim að taka ekkert til ferðarinnar annað en staf, ekki brauð, mal né peninga í belti.
-9- Þeir skyldu hafa skó á fótum, en ekki tvo kyrtla.
-10- Og hann sagði við þá: Hvar sem þér fáið inni, þar sé aðsetur yðar, uns þér leggið upp að nýju.
-11- En hvar sem ekki er tekið við yður né á yður hlýtt, þaðan skuluð þér fara og hrista dustið af fótum yðar þeim til vitnisburðar.
Jesús sendi lærisveinana út tvo og tvo saman. Mark og Matt ber ekki saman í frásögnum sínum þó frásagnirnar eigi mjög líklega af sama atviki.
Í Matt 10:1-10 og Lúk 9:1-5, fá lærisveinarnir ekki aðeins vald til að reka út óhreina anda heldur fá þeir einnig vald til að lækna. Þá segir í Matt 10:10 ...að þeir eigi ekki að taka neitt með sér... ,,eigi mal til ferðar eða tvo kyrtla og hvorki skó né staf." og Lúk 9:3 segir ,,og sagði við þá: Takið ekkert til ferðarinnar, hvorki staf né mal, brauð né silfur, og enginn hafi tvo kyrtla."
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2009 | 12:52
Hann gaf þeim vald... Mark 6:7
-7- Og hann kallaði þá tólf til sín, tók að senda þá út, tvo og tvo, og gaf þeim vald yfir óhreinum öndum.
Í annað sinn segir Markús að Jesús kalli þá tólf til sín og hann gefi þeim vald yfir óhreinum öndum... aðeins yfir óhreinum öndum. Fyrri frásögnin er í 3:14-15.
Margar frásagnir eru af því er Jesús rekur út óhreina anda. Vandamálið hefur verið stórt fyrst það er fyrsta og eina valdið sem postularnir fengu í byrjun.
Maðurinn í gröfunum (5:2-9) hafði marga illa anda og var komið fyrir utan borgarinnar en fyrsti maðurinn sem Jesús rak illan anda úr í Markúsi, var í samkunduhúsi gyðinga (1:23).
Jesús notaði samlíkingu við hreingerningu á húsi og útrekstur illra anda er hann sagði að eftir að illur andi hefði verið rekinn út, húsið hefði verið sópað og prýtt og tómt, þyrfti að fylla það með góðu svo hið illa gæti ekki snúið aftur og hertekið húsið (Matt 12:43-45, Lúk 11:24-26).
13.5.2009 | 12:16
Hvergi minna metinn... Mark 6:1-4
-1- Þaðan fór Jesús og kom í ættborg sína, og lærisveinar hans fylgdu honum.
-2- Þegar hvíldardagur var kominn, tók hann að kenna í samkundunni, og þeir mörgu, sem á hlýddu, undruðust stórum. Þeir sögðu: Hvaðan kemur honum þetta? Hver er sú speki, sem honum er gefin, og þau kraftaverk, sem gjörast fyrir hendur hans?
-3- Er þetta ekki smiðurinn, sonur Maríu, bróðir þeirra Jakobs, Jóse, Júdasar og Símonar? Og eru ekki systur hans hér hjá oss? Og þeir hneyksluðust á honum.
-4- Þá sagði Jesús: Hvergi er spámaður minna metinn en í landi sínu, með frændum og heimamönnum.
,,Er þetta ekki smiðurinn, sonur Maríu"... fólk er oftar kennt við föðurinn en móðurina. Kannski var Jósef dáinn... eða í þessu felist viðurkenning á að Jesús er sonur Guðs.
Sjálfri finnst mér ólíklegt að María hafi lagt til erfðaefni í getnaðinn og í rauninni er það vantraust á Guð að telja að Guð hafi ekki getað lagt allt til sem þurfti. Það nægði að María skildi ganga með barnið.
Í annan stað... er það ólíklegt, því þá hefði Jesús átt hálfsystkini.
Jesús sagði að ,,hvergi væri spámaður minna metinn en af þeim sem þekktu hann" og gestaprédikarar og útlendingingar hafa oft meira aðdráttarafl en prestur safnaðarins. Sennilega er þeim sýnt meira umburðarlyndi, þar sem fólk þekkir þá ekki fyrir.
12.5.2009 | 22:18
Trú þú aðeins... Mark 5:25-34
-25- Þar var kona, sem hafði haft blóðlát í tólf ár.
-26- Hún hafði orðið margt að þola hjá mörgum læknum, kostað til aleigu sinni, en engan bata fengið, öllu heldur versnað.
-27- Hún heyrði um Jesú og kom nú í mannþrönginni að baki honum og snart klæði hans.
-28- Hún hugsaði: Ef ég fæ aðeins snert klæði hans, mun ég heil verða.
-29- Jafnskjótt þvarr blóðlát hennar, og hún fann það á sér, að hún var heil af meini sínu.
-30- Jesús fann þegar á sjálfum sér, að kraftur hafði farið út frá honum, og hann sneri sér við í mannþrönginni og sagði: Hver snart klæði mín?
-31- Lærisveinar hans sögðu við hann: Þú sérð, að mannfjöldinn þrengir að þér, og spyrð þó: Hver snart mig?
-32- Hann litaðist um til að sjá, hver þetta hefði gjört,
-33- en konan, sem vissi, hvað fram við sig hafði farið, kom hrædd og skjálfandi, féll til fóta honum og sagði honum allan sannleikann.
-34- Jesús sagði við hana: Dóttir, trú þín hefur bjargað þér. Far þú í friði, og ver heil meina þinna.
Lög Móse kveða á um að kona með blóðlát, var nánast útskúfuð úr þjóðfélaginu, hún mátti ekkert snerta og enginn mátti snerta það sem hún snerti...
Hún heyrði af Jesú... að snerta hann var brot á hreinleikalögum gyðinga og brotið átti að gera hann óhreinan í 1 dag... En Jesús hélt áfram sínum daglegu gjörðum...
Á þessu sjáum við að brot á lögum Móse voru ekki synd því Jesús var syndlaus, enda segir Guð á mörgum stöðum í ritningunni að synd er brot gegn honum þ.e. vantrú og dýrkun á öðrum guðum.
Konan með blóðlátin þurfti ekki að hrópa upp trú sína... hún hugsaði aðeins ef ég gæti snert klæði hans... hugsunin nægði. Trúin var síðan sýnd í verki með því að snerta klæði hans. Trúin bjargaði henni og trúin bjargar okkur líka.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2009 | 15:30
Tákn fyrir gyðing... Mark 5:22
-22- Þar kom og einn af samkundustjórunum [gyðinga], Jaírus að nafni, og er hann sá Jesú, féll hann til fóta honum,
-23- bað hann ákaft og sagði: Dóttir mín litla er að dauða komin. Kom og legg hendur yfir hana, að hún læknist og lifi.
-24- Jesús fór með honum. Og mikill mannfjöldi fylgdi honum, og var þröng um hann.
-35- Meðan hann var að segja þetta, koma menn heiman frá samkundustjóranum og segja: Dóttir þín er látin, hví ómakar þú meistarann lengur?
-36- Jesús heyrði, hvað þeir sögðu, en gaf ekki um, heldur sagði við samkundustjórann: Óttast ekki, trú þú aðeins.
Trú er allt sem þarf en óttinn og efinn banka stanslaust á huga okkar. Jesús sagði:,,Ef þér hefðuð trú eins og mustarðskorn" (Lúk 17:6) þá væru okkur allir vegir færir. En við erum trúlítil hversu erfitt sem það er að viðurkenna það.
-43- En hann [Jesús] lagði ríkt á við þá [heimilisfólk samkundustjórans] að láta engan vita þetta...
Maðurinn [sennilega heiðingi] með óhreina andann í sögunni á undan átti að segja öllum frá en heimilisfólk samkundustjórnans átti að þegja yfir kraftaverkinu.
Sem samkundustjóri gyðinga gat maðurinn í þessari sögu ekki þagað - hann varð að fórna til Guðs fyrir blessun sína, og hann hafði heimilifólk sitt til vitnis um kraftaverkið. Presturinn sem myndi sjá um fórnina hefði þurft að viðurkenna að kraftaverkið væri blessun Guðs og um leið hefði hann viðurkennt að Jesús væri með kraft frá Guði.
Fræðimenn og farisear þurftu að samþykkja Jesús því fólkið hlýddi prestunum... en það var yfirstétt gyðinga sem hafnaði Jesú og af ótta við yfirstéttina höfnuðu flestir gyðinganna honum líka.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2009 | 19:53
Far heim - far burt... Mark 5:17-19
-2- Og um leið og Jesús sté úr bátnum, kom maður á móti honum frá gröfunum, haldinn óhreinum anda.
-3- Hann hafðist við í gröfunum, og enginn gat lengur bundið hann, ekki einu sinni með hlekkjum.
Jesús rak illa anda (Hersing) út af manni sem hafðist við hjá gröfunum. Illu andana rak hann í svínahjörð sem hljóp fram af bjarginu og drukknaði.
-17- Og þeir [sjónarvottarnir] tóku að biðja Jesú að fara burt úr héruðum þeirra.
Undarleg viðbrögð við kraftaverki að biðja kraftaverkamanninn að fara burt. En vafalaust hefur svínahjörð [nær 2 þús.gripir, 13v.] verið mikil eign... og engar tryggingar til að borga skaðann. Þess vegna hefur verið auðveldast að losa sig við kraftaverkamanninn til að forðast meiri skaða.
Í þessari frásögn verður umsnúningur... Í stað þess að segja manninum að þegja yfir kraftaverkinu segir Jesús: ,,Far heim til þín og þinna, og seg þeim, hve mikið Drottinn hefur gjört fyrir þig og verið þér miskunnsamur"(19v).
11.5.2009 | 19:27
Gætið að, hvað þér heyrið... Mark 4:24
-1- Aftur tók hann að kenna við vatnið. Svo mikill mannfjöldi safnaðist að honum, að hann varð að stíga í bát og sitja þar, úti á vatninu. En allt fólkið var á landi við vatnið.
-2- Hann kenndi þeim margt í dæmisögum og sagði við þá:
-3- Hlýðið á! Sáðmaður gekk út að sá...
En lærisveinarnir skildu ekki dæmisöguna og Jesús útskýrði hana fyrir þeim en sagði jafnframt:
-11- Hann svaraði þeim: Yður er gefinn leyndardómur Guðs ríkis. Hinir, sem fyrir utan eru, fá allt í dæmisögum,
-12- að sjáandi sjái þeir og skynji ekki, heyrandi heyri þeir og skilji ekki, svo þeir snúi sér eigi og verði fyrirgefið.
Samkvæmt þessum orðum mætti halda að Jesús hafi hvorki viljað að fólkið skildi dæmisögur hans né að það snéri sér til hans og fengi fyrirgefningu... þ.e. snérist til trúar á hann.
Ætlunarverk hans var að snúa yfirstétt gyðinga og að þeir snéru þjóðinni til réttlætis og sannrar trúar á Guð. Jesús ætlaði ekki að keppa við þjóð sína um ,,hylli" lýðsins, hann var Herrann... sá sem gyðingar biðu eftir en þeir tóku ekki við honum og afneituðu honum.
-23- Ef einhver hefur eyru að heyra, hann heyri!
-24- Enn sagði hann við þá: Gætið að, hvað þér heyrið. Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða og við yður bætt.
Jóh. 8:47 Sá sem er af Guði, heyrir Guðs orð. Þér [gyðingar] heyrið ekki, vegna þess að þér eruð ekki af Guði.
Jesús gaf fariseum og fræðimönnum að skilja dæmisögur sínar (Matt 21:45, Mark 12:12, Lúk 20:19) en þeir urðu einungis ákveðnari að taka líf hans. Vegna þess að þeir skildu en vildu ekki taka við orði hans, sagði hann að forréttindi þeirra - að vera útvalinn lýður Guðs - yrði tekið af þeim.
-25- Því að þeim, sem hefur, mun gefið verða, og frá þeim, sem eigi hefur, mun tekið verða jafnvel það sem hann hefur.
Þeim sem hafa í hjarta sér að trúa á fagnaðarerindi Krists verður gefið það sem gyðingar höfðu áður.
9.5.2009 | 19:42
Hans nánustu trúðu ekki... Mark 3:20-21
-20- Þegar hann [Jesús] kemur heim, safnast þar aftur mannfjöldi, svo þeir [hann og lærisveinar hans] gátu ekki einu sinni matast.
-21- Hans nánustu fréttu það og fóru út og vildu ná honum, enda sögðu þeir, að hann væri frá sér.
Jesús hafði læknað fólk hvar sem hann fór og menn voru enn vantrúaðir á að hann væri ,,góður"... hans nánustu og fræðmenn gyðinga áttu auðveldara að trúa að hann væri frá sér eða að máttur hans kæmi frá hinu illa en að hann kæmi frá Guði.
Hverjir voru þessir ,,nánustu"??? Samkvæmt 31v eru það móðir hans og bræður.
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007