Leita í fréttum mbl.is

Hótel Jonna, Redondo Beach

SantaBarbara-LasVegas Des.2008Við förum héðan um hádegið, við hefðum viljað vera lengur hjá öðlingunum, vinum okkar og frændfólki mínu en... við verðum að halda áfram förinni.  Við keyrum niður til Redondo Beach á ,,HÓTEL JONNU" besta hótel í heimi
Takk takk, elsku Jonna að lána okkur íbúðina HeartKissingKissingHeart

Við verðum bara eina nótt þar... nú er tíminn farinn að styttast. Snemma á laugardagsmorguninn keyrum við til Las Vegas og ég hleyp þar á sunnudag... ég hef ekki netsamband í Redondo og verð því ekki ,,í sambandi" strax.

 á  é  í  ú  ó  ý  ð  þ Þ  æ  ö Ú Ó Ð


Í Santa Barbara

Við lentum í 5 og 1/2 tima töf á flugvellinum í Seattle og komum því ekki til Long Beach fyrr en um kvöldmat. Gunna systir Óla var mætt og það áttu sér stað vöruskipti... hún fékk lambahrygg frá mömmu sinni en við tökum hunda-undirfeldssköfur heim i staðinn fyrir Hörpu.

Við ætluðum með rútu til Redondo Beach, en það fór allt í vaskinn... orðið dimmt, enginn vissi neitt þarna og við þreytt eftir alla töfina svo það endaði með að við tókum leigubíl.  

Mikið var gott að koma ,,heim" til Redondo. Eftir að hafa skilað af okkur töskunum og hringt til Santa Barbara til að láta vita af okkur - löbbuðum við út í Albertson og keyptum okkur eitthvað í svanginn... ég komst ekkert á netið, allir í húsinu komnir með adsl.

Morguninn eftir kysstum við ströndina og bryggjuna og slöppuðum af. Um kvöldmat tókum við strætó upp á flugvöll og náðum í bílaleigubílinn.

HELLO... CALIFORNIA HERE WE COME.

Í dag keyrðum við síðan til Jonnu og Braga... vina okkar, öðlinganna og höfðingjanna í Santa Barbara.
PS... Við höldum alltaf að við séum konungborin þegar við komum hingað  KissingKissing

á  é  í  ú  ó  ý  ð  þ Þ  æ  ö Ú Ó Ð


Kveðjum Seattle fyrir hádegi... :)

Jeminn, hvað við erum fegin að fara héðan. Við höfum verið að tala við fólk um veðráttuna hérna, í gærkvöldi var þvílík svartaþoka að við áttum í vandræðum með að keyra til komast í mat.
Fólk segir að það snjói kanski 2svar á ári en það taki fljótt upp... í staðinn er endalaus rigning og þokumistur yfir öllu.
Í stuttu máli er fátt sem okkur finnst heillandi fyrir staðinn, vegakerfið minnir á kaosið í Boston og vegir mjög slæmir. En alls staðar sem við förum er fólkið sjálft mjög vingjarnlegt, hjálplegt og kurteisin í umferðinni til fyrirmyndar Smile

Um 11 leytið eigum við flug til Long Beach, Californíu og við getum varla beðið okkur hlakkar svo til KissingKissing


« Fyrri síða

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Des. 2008
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband