Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2025

Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024

Ég vissi að ég tæki smá áhættu að fljúga til Denver í nóvember, þess vegna var ég með tengiflug um kvöldið til Santa Fe New Mexico. En heppnin var ekki með mér.. aldrei þessu vant var ég hef skot fljót í gegnum eftirlitið.. en er strand, fluginu til Santa Fe er aflýst og það eina sem mér er boðið er flug snemma í fyrramálið.

Ég reyndi eins og ég gat að fá hótel á viðunnandi verði með skuttlu en það gekk ekki og ég tímdi ekki að borga 37-65 þús fyrir nokkra klst. Svo ég fór í gegnum eftirlitið, og fann mér sófa til að sofa á og það bættust svo fleiri á þetta ,,hótel" í United terminalnum.
Ég fékk síðan flug kl 8:15, sem tafðist um klst vegna biðraðar í afísun.. Flugstöðin í Santa Fe er með þeim minnstu sem ég hef séð og allt við hendina.
Ég fékk bílinn og keyrði til Farmington án þess að koma við í búð.
Náði í númerið og fékk pasta.. þá er bara að hvíla sig fyrir hlaupið daginn eftir.. já, maraþon eftir langt flug, tímamun, nætursvefn í flugstöðinni, annað flug og nokkurra klst keyrslu til Farmington sem er í mikilli hæð yfir sjávarmáli.. en þetta hafðist allt.

Daginn eftir hlaupið keyrði ég aftur til Santa Fe. Það skoðaði ég einstaka kirkju með frægum stiga. Þessi kirkja heitir Loretto Chapel, Santa Fe, Nm í dag, en þessi kirkja er fræg fyrir hönnun stigans upp á kirkjuloftið.. Hægt að finna greinar á netinu um hann.. hann sveigist tvisvar sinnum 360 gráður og hvorki naglar eða lím í honum. Verkfræðingar nútímans segja hann ráðgátu. Á veggjunum er píslargangan túlkuð í litlum höggmyndum.

Ég flaug frá Santa Fe til Denver kl 10:45. Sem betur fer mætti ég eldsnemma, skilaði bílnum, hafði bara keyrt um 500 mílur.. Ég var með allt of mikið í handfarangri en konurnar voru svo elskulegar að hleypa mér í gegn með þetta. Flugstöðin er lítil aðeins 2 hlið. Flugið tók 1 og hálfan tíma, síðan er 4 klst bið í flugið með Icelandair.. en allt eru þetta ævintýri. 

1 maraþon 
500 mílur í keyrslu eða 821 km.

 


Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024

Bíðarinn kom með mér í þessa ferð sem er til Portland Oregon, það er 8 tíma flug þangað. Ég fer ekki erlendis nema það sé maraþonferð og hann fer til að bíða eftir mér. Það voru bara nokkrar mílur á fyrsta hótelið. Daginn eftir keyrði ég 300 mílur til Pendleton OR þar sem ég ætlaði að taka fyrsta maraþonið af þrem í þessari ferð.. sem ég var búin að kaupa fyrir mörgum mánuðum.

21.sept var fyrsta hlaupið, ég vaknaði fyrir kl 3, start kl 5:30. Það var ískalt fyrstu klukkutímana en svo hitnaði. Leiðin var að mestu slétt með stöku skugga. Ég fann fyrir tognuninni í hásininni þó ég færi löturhægt.
Þaðan keyrði ég til Clarkston WA / Lewiston ID.. þ.e á fylkismörkum, þessir bæir heita eftir landkönnuðunum Lewis og Clark. Hér ætlaði ég að taka 2 maraþon, eitt hvoru megin við fylkis mörkin en ákvað síðan að vera vitur og ná mér í ökklanum fyrir næsta maraþon.

27.sept flugum við heim frá Portland. Mér tókst bara að fara eitt maraþon í þessari ferð en keyrði 801 mílu eða 1.315 km.


Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024

Bíðari nr 1 kom með mér í þetta sinn. Við lentum í Chicago á þjóðhátíðardegi hinnar þjóðar minnar. Við fengum glænýjan bíl, keyrður 7 mílur.. og nokkrar mílur á fyrsta hótelið. Getur það verið þægilegra. 
7. júli var ég mætt á startið í Hicksville Ohio. Maraþonið reyndist mér hrikalega erfitt. 
Startið var í björtu og hitinn reis hægt og rólega upp í 30°c og enginn skuggi á leiðinni. Malbikaðir stígar, hart undirlag..

Ég hafði tognað á hásin á hægra fæti fyrir þremur vikum og auðvitað tók það sig upp, það varð til þess að ég skekkti mig og þreyttist mjög í bakinu, og þegar maður er farinn að finna til þá hrannast upp önnur gömul og ný óþægindi. Ég fann fyrir öklabrotinu, grindarlosinu og kviðslitinu sem ég á eftir að láta laga og fann til í hægra hnénu sem ég datt á í síðustu viku í ratleiknum. Síðan fann ég að ég var að fá blöðru á hægri hælinn..
En ég kláraði DEAD LAST,BUT ALIVE.
Eftir hlaupið keyrði ég um 125 mílur til South Bend IN.. ákveðin að taka mér frí á morgun. Ég lagði af stað kl 5 tveim dögum seinna og ætlaði að þræla mér í heilt maraþon í Portage IN.. en sá að það var ekkert vit í því. Hásinin var helaum og ökklinn bólginn svo ég hætti eftir 10 km.. Það fór síðan þannig að ég tók ekki fleiri maraþon í ferðinni. Ég varð bara að bíta í það súra. 

12.júlí flugum við heim eftir að hafa keyrt um 5 fylki. OH, IA, MI, IN, IL og ég hlaupið eitt maraþon og 1x 10 km.

Keyrði 866 mílur eða 1.422 km



 


Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024

Ég fór ein út, lenti í Raleigh NC og gisti fyrstu nóttina í Salisbury. Næsta morgun keyrði ég frá Salisbury, suður NC, SC, GA og til Eufaula AL.. tók eitt stutt stopp á Rest Aríu í GA og annað stutt stopp í Walmart.. Maður verður að teygja úr sér. 

Ég ætla að taka 2 maraþon í þessari ferð, það fyrsta er á morgun í Efaula.. já eftir þessa löngu keyrslu, tímamun og flugþreytu..
Maraþonið var ræst kl 5:30 og það sem var verra, það hellirigndi. Ég keyrði frá Eufaula AL til Macon GA daginn eftir og gisti þar. Síðan keyrði ég til Bristol TN.

26.mars vaknaði ég kl 4 því startið var kl 6:30. Það var taka TVÖ til að klára
 AFTUR öll 50 fylkin í 3ja sinn.. já, ég var viss um að ég væri að klára þau í Richmond VA.. í nóv sl..
En R'n'R hlaupið í TN var ekki viðurkennt.. alltof margir voru neyddir til að stytta vegna hita.. og hvað gerir maður þegar maður fær slæmar fréttir - kaupir ferð til að klára þetta.. en ég verð að viðurkenna að það voru ekki sömu tilfinningar að klára núna og í Richmond.. það er ekki hægt að endurtaka sigurvímuna fyrir sama afrekið.. og það rigndi mest allan tímann.

Hin 49 fylkin voru samþykkt af The 50 State Marathon Club... svo nú er þetta staðfest.. og Mainly Marathon gefa þeim sem klára hjá þeim flottan viðurkenningar pening. 
Daginn eftir lagði ég af stað um hálf 9 og skilaði bílnum um kl 3.. ég fékk allar gerðir af veðri á leiðinni, sól, þoku og rigningu. Allt gekk vel og þakka Guði fyrir það 

Stórum áfanga náð.. ENN EINU SINNI.

2 maraþon
2 fylki, Alabama og Tennessee
Keyrði 1.402 mílur eða 2.302 km

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband