Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2023

Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023

Þetta var hlaupaferð.. og allt snérist í kringum hlaupin.. en takmarkið var að fara 6 maraþon.. já góðan daginn og undirbúningurinn var nær enginn.. ég var komin upp í rúma 5 km skokk.. 

29.maí... Við flugum til Baltimore, sóttum bílinn og gistum nokkuð nálægt..

30.maí... keyrði ég til Delaware þar sem fyrsta hlaupið er.. til að Lúlli þurfi ekki að hanga í bílnum á meðan ég er í hlaupunum, bókaði ég minnst 2 nætur á hverjum stað og ég keyrði frekar lengra í hlaupin.. 

31.maí... Fyrsta maraþonið í ferðinni... í Lums Pond State Park.. vaknaði kl 3am, lagði af stað kl 4am.. 20 mín keyrsla á startið sem var kl 5am.. Leiðin var ágæt og hiti þolanlegur.

1.júní... Næsta maraþon var í Fair Hills Elkton Maryland.. Lúlli fékk að vera lengur á hótelinu og beið síðustu 2 tímana í lobbýinu.. Ég vaknaði kl 3, fór kl 4 og hlauðið ræst kl 5.. Þessi leið var mun erfiðari, meiri brekkur, hiti og nær enginn skuggi.. Þegar ég hafði sótt Lúlli keyrði ég til Pennsylvaníu..

2.júní... Í dag ætlaði ég að fara þriðja maraþonið í Douglasville PA.. en hætti við, það áttu að vera fleiri brekkur og í dag var meiri hiti.. Við tókum það því rólega í dag..

3.júní... Mig langaði að sjá frelsisbjöllu Bandaríkjanna í Philadelphiu.. Liberty Bell. Þangað keyrði ég áður en við héldum áfram ferðinni.. það var múgur og margmenni að skoða gripinn en þetta tók samt ekki langan tíma.. Líklega keyrði ég um 500 km þennan dag því næst gistum við í Rensselaer rétt við Albany..

4.júní... Við skoðuðum okkur um, tókum það rólega, fórum í búðir og dúlluðum okkur.. en ég hafði misreiknað næturnar svo við urðum að kaupa okkur eina gistingu í viðbót..

5.júní... Við færðum okkur á hótel í Albany..

6.júní... Ferðinni var haldið áfram.. ég keyrði til Claremont í New Hamshire.. og nú tók ég 3 nætur til að Lúlli gæti verið á hótelinu.. 

7.júní... keyrði ég á startið á tveim næstu hlaupum.. því ég er alltaf að keyra í niðamyrkri í þessi hlaup og betra að hafa staðsetninguna á hreinu..

8.júní... vaknaði kl 3, lagði af stað kl 4 og hlaup ræst kl 5.. Þetta maraþon var í 30 mín fjarlægt, í næsta fylki, Vermont.. Leiðin var ágæt, engar brekkur, meðfram á.. 

9.júní... sama í dag, vaknaði kl 3, þó það væru 5 mín keyrsla á start, því við þurftum að taka allt dótið, tékka okkur út og Lúlli varð að bíða á startinu á meðan ég var í hlaupinu.. Eftir hlaupið keyrði ég til Wells í Maine.. Í þessu hlaupi var ein brött og erfið brekka sem gerði mér lífið leitt 16 sínnum.. ég var orðin aum ofan á ristum og framan á leggjum..

10.júní... Ég hafði haft hótel í 6 mín fjarlægt.. en fékk afboðun vegna viðgerða, þannig að rétt fyrir brottför fékk ég hótel í 30 mín fjarlægð.. þess vegna var sama rútína, vakna kl 3, fara kl 4 og start kl 5am.. L'ulli kom með, vildi ekki hanga á hótelinu.. Ég píndi mig í gegnum þetta.. var kominn með þvílíkan þrýsting á fæturnar, bólgna ökkla og aum upp að hnjám.. en náði að klára.. Ég komst síðan að því þegar ég kom heim að ég var með sinaskeiðabólgu, það marraði í vöðvunum framan á fótunum, og var ég verri á hægra fæti sama og ég ökklabrotnaði á fyrir tveimur árum.

11.júní... Það var komið að heimferð.. og 2-3ja tíma keyrsla til Boston.. Við Stoppuðum einhversstaðar á leiðinni, fengum okkur að borða og skiluðum bílnum í flugstöðinni.. Þeir voru svo almennilegir hjá Dollar að þeir keyrðu okkur á bílnum upp að brottfararsalnum.. Flugið heim var kl 20:50.. og það tók á þrýstinginn á fótunum.. Vélin lenti um kl 6 um morguninn og sonurinn sótti okkur... Allt er gott þegar allt hefur gengið vel og allir komnir heilir heim..

Við keyrðum um MD, DE, PA,NY, NJ, MA, VT, NH og ME 
Maraþonin voru í DE, MD, VT, NH og ME

Ég keyrði 1.122 mílur eða 1,843 km í þessari ferð.


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband