Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2022

Missouri - Oklahoma 11-17.maí 2022

Ég fór ein út, enda hlaupaferð, millilenti í New Jersey og flaug þaðan til Kansas City... Þetta var langur dagur því biðin á vellinum í NJ var rúmir 8 tímar... lenti um miðnætti í Kansas, og búið að loka á bílaleigunni... þegar ég var komin á hótelið hafði ég vakað í 23 tíma... 

Skuttlan fór með mig aftur upp á flugvöll, ég náði í bílinn og keyrði út úr Missouri, yfir horn af Kansas og suður til Miami Oklahoma... 180 mílur eða 290 km... nú bættist við klst munur við Ísland. Ég þurfti að tékka mig út um nóttina fyrir maraþonið... garðurinn sem brautin var í hafði verið á kafi fyrir viku, því áin flæddi rækilega yfir bakkana... það var heitt en skýjað og við fengum einn rigningarskúr... 

Strax eftir hlaupið keyrði ég norður til St Joseph í næsta maraþon... og á leiðinni var keyrt aftan á mig... það stoppuðu bílar fyrir framan mig, ég gat stoppað en bíllin fyrir aftan mig lenti á mér... þetta ferli tók þó nokkurn tíma, lögreglan kom ekki því enginn slasaðist og bílar ökufærir... Ég fékk eins miklar upplýsingar hjá bílstjóranum og mér datt í hug að ég þyrfti... enda er þetta ekki í fyrsta sinn sem keyrt er aftan á mig í USA... hafði samt smá áhyggjur að hafa ekki fengið nægar upplýsingar því lögreglan kom ekki...

Ég var því ekki vel sofin þegar ég mætti um miðja nótt í næsta maraþon... það var greinilega ekki minn dagur... og ekki sniðugt að fara maraþon tvo daga í röð án æfinga... það var heitt 93°F, rakt og nánast enginn skuggi... en ég þráaðist við að klára. 

Flaug heim frá Kansas City með millilendingu í Newark NJ.

2 maraþon og keyrði 692 mílur eða 1.120 km


Chicago IL - Kentucky 20-27.apríl 2022

Covid vottorðið mitt gildir í 3 mán svo það er um að gera að nota það... Ég fór ein út, flaug til Chicago og keyrði daginn eftir suður til Cairo... það voru 385 mílur þangað eða 624 km... ég stoppaði nokkrum sínnum á leiðinni til að slétta krumpurnar... 

Ég fékk ágætis hótel... en þarf að fara í nótt yfir fylkismörkin og 30 mílur suður til Columbus Kentucky í maraþonið... Það var mjög heitt, 5 brekkur og 14 ferðir... 70 brekkur, vá og svo mældist brautin allt of löng... ég var fegin að hafa dag á milli maraþona núna...

Næsta dag keyrði ég til Vienna IL... uppgötvaði fyrir framan hótelið að ég hafði gleymt símanum á hinu hótelinu... já takk, 44 mílur til baka, 88 alls... svo ég keyrði 132 mílur þennan dag... þegar ég svo fékk símann í hendur vissu allir í hlaupinu og hálft Ísland að ég hafði gleymt símanum... NEWS TRAVEL FAST..

Það var ca 1 míla á startið í Vienna, svo það var mjög þægilegt... brautin var slétt og allt gekk vel... daginn eftir keyrði ég aftur til Chicago og gisti í Monee þar til ég flaug heim...

2 maraþon og keyrði 1.052 mílur eða rúma 1.700 km

YESS, I LOVE IT


Orlando - Alabama 22-29 mars 2022

Loksins. loksins er búið að opna Ameríku fyrir útlendingum eftir Covid... ég var svo heppin að fá Covid í lok febrúar að ég þarf ekki nema eitt vottorð til að komast inn í landið... Upphaflega ætlaði ég að fara 2 maraþon... já klikkun ekki satt, í ENGRI æfingu... en svo hætti ég við seinna hlaupið og fór bara eitt...

Ég fór ein út, flaug til Orlando og keyrði næsta dag til Eufaula í Alabama... það voru tæpar 400 mílur eða rúmlega 600 km þangað... svo dagurinn fór í keyrslu og að hluta til í ausandi rigningu... það voru víst skýstrokkar í nágrenninu... Ég tékkaði mig inn á hótelið og daginn eftir mætti ég í Maraþonið... það gekk ágætlega og ég var fegin að vera aðra nótt... þurfa ekki að keyra suður strax eftir hlaupið.

Ég keyrði síðan sömu leið til baka til Orlando.. hafði nægan tíma til að versla og fannst frábært að vera farin að ferðast aftur.

1 maraþon og gleymdi að ath mælastöðu, en það voru rúml 1200 km fram og til baka og svo keyrði ég um allt í Orlando í 4 daga... giska á 15-1600 km alls

Júhú... I am on the road again


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband