Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2020

ÁRAMÓTA-ANNÁLL FYRIR ÁRIÐ 2020

Máltækið segir að það sem hafi ekki gerst áður gæti alltaf gerst aftur... en það hefur aldrei gerst áður að ég hafi ekki skrifað á þessa bloggsíðu í heilt ár... HEILT ÁR. 

Málin hafa æxlast þannig að þessi síða hefur orðið að ferðalýsingum... en eins og svo margir aðrir þá ferðaðist ég aðeins innanhúss og á milli landshluta þetta árið. Ráðningartími minn var síðast frá 1.des-31.maí 2020. Ég var síðan ráðin aftur frá 1.nóv-31.maí 2021 prestur í Patreksfjarðarprestakalli, með aðsetur á Patró og sendi kveðjuna út þaðan. 
Við óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða. 

Árið byrjar alltaf eins... á afmælisdegi elsta lang-ömmu-barnsins míns (Lúlli á eldra)... Emilía Líf er 9 ára á morgun, nýjársdag 2021. Afmæliskveðjan fer til Stavanger þar sem þær mæðgur búa. 

STARFIÐ

Ég er í heildina mjög ánægð með hvernig mér tókst að nýta mér mína kunnáttu í prestsstarfinu. Í febrúar kom upp þessi covid-19 veira sem varð að heimsfaraldri og allt breyttist. Ég byrjaði strax að hringja í eldri borgarana, semja og taka upp lög og glamraði undir á gítarinn. Ég hélt eins og allir aðrir að þetta myndi ganga fljótt yfir og mig langaði til að halda sambandi við fólkið. En þessi veira var erfiðari en menn óraði fyrir svo ég fór að taka upp messur í kirkjunum og sunnudagaskólalög fyrir krakkana og setti allt á rásina mína á youtube.com og deildi yfir á vef prestakallsins. Þessu var bara vel tekið og þegar ráðningartímanum lauk 31.maí var ég búin að setja inn 31 videó...
Fyrsta skírnin. Í jan (fyrir covid) skírði ég fyrsta barnið en í byrjum mars fór ég suður og jarðsetti Dísu móðursystur mína í covid ástandi. það var fyrsta útförin. Þríeykið okkar (Alma, Víðir og Þórólfur) tók vel á sóttvarnarmálum og það var slakað nóg á ástandinu að ég gat fermt á Bíldudal 31.maí sem var síðasti vinnudagurinn minn og ég keyrði beint suður á eftir. Fyrsta fermingin.
Fyrsta brúðkaupið var í byrjun júlí þegar ég gaf saman Guðbjörgu frænku mína og Hermann. 19. júlí keyrði ég norður og messaði á Hólum í Hjaltadal, leysti Sólveigu Láru vígslubiskup af.  

1.nóv keyrði ég aftur vestur, ráðin til loka maí 2021. Ég leysi af sem sóknarprestur hluta af ráðningartímanum í nær sama covid-ástandi og tók upp guðsþjónustur eins og áður. Aftanstundina á aðfangadag hafði ég þrískipta, messuupphaf á Patró, ritningarlestra og prédikun á Tálknafirði og messulok, blessun og bænir á Bíldudal.
https://www.youtube.com/watch?v=7mChtT83dDQ&t=74s

Mér tókst að vera með helgistund (live) á Heilbrigðisstofnuninni (H-vest) á aðfangadag og tvær ,,leynimessur" yfir jólin. Á jóladag messaði ég í Sauðlauksdal og á annan í jólum á Rauðasandi. Að sjálfsögðu voru 10 manna samkomutakmörk virt. Messurnar voru ekki auglýstar heldur hringdi ég á bæina. Þessar guðsþjónustur voru líka teknar upp og settar á netið.

FJÖLSKYLDAN

Það er allt við það sama hjá börnum og barnabörnum, nema að Lovísa tók sveinsprófið með glæsibrag, Hún er með stól í MODUS í Smáranum en hún var nemi þar. Svavar er enn í lögfræðinni en árið hefur sennilega verið erfiðara en hann segir þar sem öll kennsla hefur verið á netinu vegna covid. 

STÓRAFMÆLI ÁRSINS

Berghildur elsta systir var 70 ára 6.des sl. Hún hélt ekki veislu vegna strangra samkomutakmarkana en það verður kannski síðar. 

FERÐALÖG

Bíddu... hvað er nú það??? í þessu skrítna ástandi ferðuðust margir innanlands. Ég var bara heima, enda búin að búa úti á landi, á Patreksfirði um veturinn. Ég náði að ganga á Geirseyrarmúlann, upp að Kríuvötnum og á Hafnarmúlann með góðum konum áður en ég fór suður. Og eins og ég söng um í laginu mínu FJÖR Á VESTFJÖRÐUM þá varð ég að sjá Látra og Rauðasand áður en ég færi suður. Ég var nefnilega ekki viss um að ég yrði ráðin aftur vestur. Í júlí fór ég í dagsferð norður á Hóla eins og fram er komið áður... og í sept skrapp ég vestur og fékk að gista í Mikkahúsi Eyrúnar.

HREYFING

Ég hljóp ekki eitt einasta maraþon á þessu ári. Það hefur ekki gerst síðan ég hljóp fyrsta maraþonið minn í Stokkhólmi 1995. Nær öllum maraþonum um allan heim var frestað. Febrúar og mars fóru í að afpanta og fá endurgreitt nokkur flug, fjölda bílaleigubíla og ótal hótelherbergi. Ég hljóp með Völu fyrir sunnan og tók Ratleikinn með systrunum og byrjaði að skrifa dýramyndir með strava forritinu, það gaf göngunum annan tilgang. 

PS. ég sótti um prestsembætti í Hafnarfjarðarkirkju í haust... enda ekki viss um að fara aftur vestur... það er ekkert komið út úr því enn og ég er ráðin hér til 31.maí 2021.

GLEÐILEGT ÁR 2021 

 


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband