Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2019
16.8.2019 | 12:14
Kefl - Stokkhólmur - Doha Qatar - Da Nang Viet Nam - Siem Reap Kambodia - Da Nang Viet Nam - Doha Qatar - Stokkholmur - heim, 29.júlí - 15.ág 2019
29.júl... Við byrjuðum á betri stofunni... langt ferðalag fyrir höndum og mörg flug á áfangastað... og völdum beint flug til Stokkhólms... það kom okkur því verulega á óvart að uppgötva í röðinni að landganginum að vélin ætti að millilenda í OSLÓ. Þetta þýddi auðvitað lengri flugtíma og klst bið á flugvellinum. Við vorum ekki hress með þetta...við lentum kl 23 í Stokkhólmi
Við héldum að við hefðum keypt flughótel... en þetta var gluggalaus skókassi með engu.
Måby park & hotell, 111 Måby Marsta 195 91 SE
Tel +46859113140
30.júl... Tókum skuttlu á flugvöllinn kl 7 am, næsta flug er með Qatar (besta flugfélag í heimi) til Doha í Qatar. Flugtími 6:30... nóg að borða og nægar bíómyndir. Í Qatar var tæplega 4 klst bið í næsta flug... til Da Nang í Viet Nam, 7 og hálfur tími. Við vorum búin að borga 50 usd fyrir visa on arrival... jamm, góðan daginn, "Visa on arrival" kostaði 100 usd + 3 usd fyrir myndatöku af hvoru okkar... samtals 156 usd. við verðum hér í 3 nætur
dragon sea hotel
31.júl... Við hljótum að horast í þessari ferð, maturinn hér er svo ólystugur... varla neitt sem við þorum að borða. Fengum okkur göngutúr um hverfið, við erum í næstu götu fyrir ofan ströndina... það er 7 tíma mismunur við Ísland og tíminn er á undan, við erum aðeins að jafna okkur á þessu langa ferðalagi. við skiptum dollum í Dong.
1 dollar = 22.000 Dong.
60 usd = 1.320.000 Dong
Svo keypti skoðunarferð til Ba NA Hills á morgun.
1.ág... Leigubíll sótti okkur og keyrði í Sun World Ba Na Hills. Þessi staður er ótrúlegur, hér eru þrír lengstu cable car í heimi upp á topp og tveir á milli toppa. Við eyddum milljónum í dag í ferðina og buffet á toppnum. Þessi ferð var æðisleg og Golden Bridge rosalega flott.
2.ág... Við pökkuðum, fórum af hótelinu á flugvöllinn eh. Næsta flug er til Siem Reap í Cambodíu. flug kl 18:15... bara stutt. Við flugum í lítilli skrúfuvél... 2ja tíma flug. Lentum rúmlega 8 pm og vorum nokkuð fljót í gegnum eftirlitið af því að ég hafði keypt e-visa á netinu. Við vorum síðan sótt á völlinn af vélhjólaskuttlu... ekkert smá krúttlegt.
Gjaldmiðillinn hér er dollar, en ríel ef gefa þarf cent til baka...
1 dollar = 4000 ríel. Þetta er ágætt hótel og allir af vilja gerðir til að þjóna okkur.
The Cyclo Siem Reap Hotel
3.ág... Tókum tuk-tuk til að sækja númerið... lítið expo á stóru hóteli í sömu götu og við erum, nokkra km í burtu.. Ég fékk numer 1724. Kiktum á ávaxtamarkað á leiðinni til baka. Ég samdi við tuk-tuk bílstjóra að sækja mig í nótt og keyra á startið. ég fór snemma að sofa en vaknaði allt of snemma fyrir maraþonið.
4.ág... tuk-tuk bílstjórinn átti að keyra mig á startið kl 3:30 en hann sveik mig og ég þurfti að finna annan. Startið var við Ankor Wat kl 4:30 í niðamyrkri, 27°c og miklum raka. Það var svolítið skemmtilegt að sjá íslenska fánann sem Lúlli tók mynd af á staðnum.
https://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/2238414/
5.ág... Við sömdum við tuk-tuk bílstjóra að fara með okkur að skoða gömlu hofin sem ég hljóp framhjá í gær. Við vorum frá 9-3 í ferðinni, hofin eru 800-1000 ára og mörg að hruni komin... Það rigndi fyrst en svo hitnaði heldur betur. Það er ótrúlegt að sjá hvernig rætur trjánna vaxa sumstaðar frá þakinu niður á jörð. Við eigum enn í vandræðum með mat til að borða og þorum ekki að borða nema á hótelinu.
6.ág... Við kveðjum Kambódíu sem kom okkur verulega á óvart. við vorum 25 min í tuk-tuk á völlinn, ég tók nokkrar myndir af mannlífinu á leiðinni... umferðin er skipulagt kaos, jafnmörg motorhjól og maurar í maurabúi.
2ja tíma flug til Viet Nam, kl 15:50... í sömu skrúfuvélinni... við verðum á öðru hóteli núna... taxi á hótelið og herbergi á 11.hæð... þá er að finna eitthvað að borða.
Orchidées
7.ág... Hitinn hefur verið 35-40, götuhiti yfir 43-5°c... við höldum ekki úti nema stutt í einu og ekki yfir miðjan daginn... Fórum í göngutúr niður á strönd... þar er allt í fullum undirbúningi fyrir expo-ið og maraþonið... við keyptum okkur dagsferð á morgun... 1.780.000 Dong fyrir okkur bæði. Borðuðum kvöldmat á kóreskum stað... við lifðum það af.
8.ág... við erum heppin að hafa morgunverðarhlaðborð, þá finnum við alltaf eitthvað ætt... Við vorum sótt snemma í ferðina, fyrsta stopp var í bænum Hue... næsta í Imperial City, við fengum "mat" í ferðinni... og síðasta stopp var Tomb of Khải Đá»nh. Virklega flottur staður. Mósaeik skreytingarnar voru ótrúlega stórar, upphleyptar og mikil dýpt í þeim. sannkallað listaverk en eins og á svo mörgum stöðum hér þá eru margar og háar tröppur upp í allt. Lúlli treysti sér ekki upp til að skoða þetta.
9.ág... Göngutúr á ströndina... það verður byrjað að afhenda gögnin kl 3 í dag... en ég ætla að fara á morgun, því ég verð sótt 3:45 í skoðunarferð sem kostaði 500.000 Dong. Bíðarinn ætlar að bíða á hótelinu, búinn að ganga sig upp að hnjám í gær og dag. Fyrsta stopp hjá myndhöggvara, svo Marble Mountain, borðað hjá Geiko og síðast gamli bærinn, The ancient town. Við vorum svo óheppin að það kom skýfall þegar við vorum að labba inn í helli í Marble Mountain. 157 háar, miklar og ójafnar tröppur upp og sleipar á leiðinni niður, einn rann í þeim. annars tókst þessi ferð bara vel og ég kom á hótelið um kl 22.
10.ág... Sótti númerið kl 9 í morgun... 30°c í brakandi sól, það lak af okkur svitinn... seinni hringurinn verður erfiður á morgun. Ég hitti aftur mann sem var á svipuðu róli og ég í Kambódiu. Ítali sem hefur búið í Þýskalandi og var í Reykjavíkurmaraþon bol í dag. Við Lúlli tókum það rólega, dagurinn á morgun verður erfiður... gert ráð fyrir miklum hita. Fór snemma að sofa.
11.ág... vaknaði kl 2, Start kl 4:30 í 28°c... þegar ég var hálfnuð var hitinn 38°c og þegar ég kláraði var hitinn 42°c. Tvisvar sami hringur. hljóp innan um bíla og mótorhjól. Nú er öruggt að Reykjavíkurmaraþon verður nr 250 hjá mér... og ég hleyp fyrir Einhverfusamtökin.
https://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/2238681/
12.ág... Fengum okkur göngutúr yfir götuna, á ströndina en héldumst ekki við nema tæpa tvo tíma. Götuhitinn er 44°c... en við skelltum okkur á karókíið þar um kvöldið... dómarar og alles, hvorki tónlistin eða málið er heillandi og teknó músíkin sem fylgdi á eftir var til þess að við fórum snemma á hótelið... erum við skrítin?
13.ág... við gengum um hverfið og skoðuðum mannlífið...
Það þarf ekki vottuð eldhús hér eða mikla aðstöðu til að skapa sér vinnu. Okkur virðist sem allir hafi mjög langan vinnudag en eiga það sameiginlegt að vera glaðir, alltaf brosandi og eiga mikla þjónustulund. Gangstéttir eru notaðar fyrir götu-veitingahús eða bílastæði... við göngum yfirleitt í umferðinni... sem er skipulagt kaos. við borðum mjög lítið hér enda maturinn mjög framandi.
14.ág... Komið að heimferð... Við vorum mætt snemma á völlinn, fyrsta flug til Doha Qatar og við gistum þar... Flug kl 8:40 og Flugtími 7 klst. Við höfðum það svo gott í fluginu, almennilegur matur, kaffi og nóg af bíómyndum. Við höfum oft gist í Qatar og alltaf fengið frábæra þjónustu en í þetta sinn urðum við fyrir verulegum vonbrigðum, ekkert stóðst, átti að vera skuttla - var ekki, átti að vera innifalinn morgunmatur - var ekki... herbergið lélegt og baðherbergið hörmung. Við fengum okkur göngutúr um hverfið... hér eru flottustu efnabúðir sem ég hef séð... Við fengum okkur að borða seinnipartinn, þá var götuhitinn 52°c og það mátti vinda hverja spjör.
La Villa Hotel
15.ág... við vorum komin upp á völl eldsnemma, hökkuðum í okkur hamborgara í morgunmat... ... næsta flug með Qatar Airways kl 7:35 til Stokkhólms. Flugtími 6 klst. þar næsta flug eftir 4 tíma bið og svo heim til Íslands með Icelandair. flugtími 3 tímar... Sonurinn sótti okkur á flugvöllinn og Snúður tók á móti okkur heima... Allt að komast í samt lag.
Ferðalög | Breytt 23.8.2019 kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007