Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2019

Chicago IL - Bryan OH - Niles MI - Portage IN - Fulton IL - Chicago - heim 4-12.júlí 2019

4.júlí... Þjóðhátíðardagur USA. Við keyptum upphaflega far til Cleveland en Icelandair ákvað að hætta að fljúga þangað. Við fengum fluginu breytt til Chicago og urðum að bæta degi framan við ferðina. Við vorum síðan ekki ánægð í gær að uppgötva að við vorum skyndilega sett í seinna flugið út... án þess að væri talað við okkur... við keyrum ekki nema á hótel í nótt þegar við komum út. 
Super 8 Chicago Northlake O'Hare South.

5.júlí... Fórum í Walmart og ég pantaði mér saumavél... Keyrðum frá Chicago til South Bend í Indiana og tékkuðum okkur inn á áttu. Fórum svo í nokkrar búðir og borðuðum á uppáhalds veitingastaðnum okkar, Golden Corral. 
Super 8 South Bend.

6.júlí... Keyrðum til Bryan Ohio í dag, fengum hótelherbergið kl 2 eh, sóttum númerið mitt og fengum okkur pasta kl 4. Early start á morgun kl 5 í #HeartlandSeries2019
Colonial Manor Motel.

7.júlí... Dagur 1...
Maraþon í Bryan Ohio í morgun, start kl 5 í myrkri, síðan helli rigndi í 2-3 tíma en svo hitaði sólin. Við keyrðum til Niles MI eftir hlaupið, þar sem næsta hlaup verður. Allt um hlaupin í ferðinni á Byltur.blog .is
Quality Inn and Suites, 1265 S 11th St Niles 49120 MI

8.júlí... Dagur 2...
Maraþon í Niles í morgun. Mikið til sömu andlitin mættu og í gær... Start kl 5 í niðamyrkri... göngustígar ójafnir vegna trjáróta. 10x fram og til baka... fór hægt því ég var að drepast í bakinu allan tímann, hvorki krem eða verkjatöflur slógu á verkinn. Hitinn var 91°F þegar ég var búin. Keyrðum til Portage Indiana.
Days Inn by Wyndham Portage, 6161 Melton Road Portage 46368 IN US

9.júlí... Dagur 3...
Maraþon í Portage Indiana kl 4 í morgun. Þetta var rosalega erfitt hjá mér, ég var slæm í bakinu síðan í gær. Hitinn við start var 62°F en var kominn í 100°F þegar ég kláraði... ég var síðust og fékk síðasta lestarvagninn... og sérstök verðlaun fyrir 25. Mainly maraþonið í gær. Keyrðum til Fulton Illinois
AmericInn by Wyndham Fulton Clinton. 1301 17th St Fulton 61252 IL US

10.júlí... Dagur 4...
Klukkan vakti mig kl 2 og 3:30 var ég mætt í maraþon þó líkaminn væri algerlega á móti því. Startið var kl 4 í miklum hita og raka. Brautin lá meðfram Mississippi fljótinu og enginn skuggi, hitinn átti að fara yfir 100°F.
Ég varð síðan að játa mig sigraða eftir 10 km... þetta var bara orðið gott. Lúlli sótti mig, ég fór í sturtu og morgunmat á hótelinu og við keyrðum til Chicago.
Super 8 Chicago Northlake O'Hare South

11-12.júlí... Við tókum því rólega, ég svaf ágætlega og er nokkuð hress, við stunduðum búðir í hitanum í dag og ég sótti saumavélina. Við keyrðum í outlet og ég keypti mér hlaupaskó. Við eigum ekki flug fyrr en kl 22:55 og lendum heima kl 10 fh á laugardagsmorgni.


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband