Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2019

Keflavík - London - Kýpur - Aþena - London - heim 21-26.mars 2019

Eins og langflestar ferðir hjá okkur var þessi keypt með margra mánaða fyrirvara... Við keyptum ferð með Icelandair til London og með Cobalt Airlines beint til Limassol Kýpur... en Cobalt varð gjaldþrota 2 dögum eftir kaupin. Til að redda ferðinni munum við gista í London og fljúga með British Airways beint daginn eftir... en svo hentaði ekki heimflug með þeim þannig að við keyptum heimferðina hjá Aegan... það þýddi tengiflug í Aþenu með 6 tíma bið.
Þessi breyting tók heilan dag af dvölinni á Kýpur.

21.mars... Við áttum flug kl 7:40... óþarflega snemma af því að við verðum nótt í London. Við keyptum (að við héldum) nótt á hóteli en þetta var heimagisting... Við notuðum strætó til að komast fram og til baka... herbergið var ágætt, en morgunmatinn áttum við að elda sjálf... ekki sniðugt en gekk. Mæli ekki með þessu "hóteli"
   Harlington Apartments, 1 Harlington Road East Feltham TW14 0AA

22.mars... Við flugum með British Airways... kl 11:50, það var aðeins vatn innifalið í verðinu. Við lentum í Larnaca um kvöldmat... engar rútur ganga á milli Larnaca og Limassol svo leigubíll var eini kosturinn... 78 km keyrsla. Hótelið sem við keyptum var mjög flott. Gögnin fyrir maraþonið biðu eftir mér þegar við tékkuðum okkur inn. Við fórum snemma að sofa. 
    Poseidonia Beach Hotel... Amathous Area, Limassol 51206

23.mars... Morgunmaturinn var fínn. Hótelið við ströndina og draumastaður. Við lærðum á strætó og komumst að því að allt í kringum hlaupið er við sömu götu og hótelið, ca 7,5 km í burtu. Við fórum tvær ferðir í gamla bæinn... seinni ferðin var í pastaveisluna kl 5. Síðan undirbjó ég mig fyrir maraþonið... 

24.mars... Hótelið var með morgunmatinn extra snemma fyrir hlauparana... Lúlli ákvað að vera á hótelinu á meðan ég hlypi. hlaupaleiðin var framhjá hótelinu, gatan því lokuð fyrir umferð og einfaldast fyrir hann að bíða þar. Maraþonið var ræst kl 7:30.
Allt um hlaupið á https://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/2231686/

eftir hlaupið borðuðum við á hótelinu, international buffet :D

Ég var búin að tala við manninn í afgreiðslunni varðandi skoðunarferð á morgun, mánudag. Það er svolítið skrítið fyrirkomulag hjá ferðaskrifstofunni, einn ákveðinn staður í boði á mánudögum... okkur langaði frekar að fara í ferð sem var bara á miðvikudögum... Annar starfsmaður heyrði þetta og gerði okkur tilboð sem við tókum. Hann keyrir okkur á morgun og skilar okkur um kvöldið til Larnaca.

25.mars... Við vorum tilbúin kl 9 og Sakarías sótti okkur, við skoðuðum fornt útileikhús og baðhús, konungagrafir, kirkju og súluna sem Páll postuli á að hafa verið bundinn við og húðstrýktur... þaðan voru 140 km til Larnaca. Í Larnaca sáum við fornan boga-vegg sem var svo stór og mikill að ég tók síðan mynd af honum úr lofti í flugvélinni.
    Mackenzie Beach Hotel and Apartments...
    154 Piale Pasha Ave Larnaca 6028

26.mars... Við áttum flug kl 5:40, svo við fengum ekki mikinn svefn, vöknuðum 2:30... Það var 6 tíma bið í Aþenu og enn meiri í London því Icelandair frestaði 2x um klst. þær tafið voru vegna Boeing vélanna sem hafa verið kyrrsettar og hafa skapað endurskipulagningu í fluginu. Við komum heim kl 2:30 um nóttina... eftir sólarhringsferðalag. 
 


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband