Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2019

Kef - Frankfurt - Singapore - Penang Malasía - Singapore - Frankfurt - heim 19.nóv - 3.des 2019

Þetta verður langt ferðalag og tímamunur mikill (+8 tímar). Við fengum Hörpu til að keyra okkur á völlinn. Við flugum með Lufthansa alla leið... Við lentum í seinkun á báðum flugum. Á leiðinni til Frankfurt var ekkert skemmtiefni í vélinni. Í Frankfurt var 2ja tíma bið en það nægði ekki, við hefðum ekki náð ef það hefði ekki verið seinkun á flugi. 

19.nóv... Flug 857 með Lufthansa kl 14:55 (3:40) og flug 778 til Singapore kl 21:55 Flugið til Singapore var tæpir 12 tímar. Vélin var tveggja hæða og flestir í lúxus á efri hæðinni svo við fengum að breiða úr okkur niðri. Lúlli náði fjögurra-sæta-rúmi en ég svaf í þriggja-sæta.

20.nóv... Við borðuðum morgunmat klst fyrir lendingu en dagurinn er að verða búinn hér. Við tókum taxa á hótelið. Þetta var ódýrt herbergi, sáum ekki á myndum að það væri gluggalaust,  sem við tókum til að jafna okkur aðeins á fluginu áður en við fljúgum norður til Penang. Við misstum heilan dag úr og erum mjög rugluð í tíma.   
OYO 103 Hotel Fuji room 107

21.nóv... Við fengum okkur göngutúr um hverfið, keyptum okkur eitthvað að borða, við sofum á kolvitlausum tímum og vitum varla hvaða dagur er. 

22.nóv... Flug 1720 með AirAsia. Við tékkuðum okkur út, tókum leigubíl á flugvöllinn, eigum flug til Penang kl 11:45. Við héldum í alvöru að við værum að fljúga innanlands enda er Penang á sömu eyju en þetta er víst landið Penang sem fylgir Malasíu. Flugið var rúmur klst og engin þjónusta á leiðinni. Við tókum taxa á hótelið sem er virkilega flott hótel. Mollið er næsta hús við hliðina og á bílastæðinu þar náði ég í númerið fyrir hlaupið og á götunni þar fyrir framan er start og mark. 
Eastin Hotel Penang room 606

23.nóv... það er flott morgunverðarhlaðborð hér... við tókum það rólega í dag... og ég reyndi að sofna um kvöldið... en það var ómögulegt... ég fór því fyrr á fætur en ég ætlaði til að fara í maraþonið. Við vorum komin á startið rétt eftir miðnætti en hlaupið var ræst kl 1:30. Allt um maraþonið á https://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/2242767/ 

24.nóv... Maraþonið var búið um kl 8 am svo ég komst í sturtu og morgunmat á hótelinu áður en ég lagði mig... og veitti ekki af, eftir að hafa farið ósofin í hlaupið... svo fórum við snemma að sofa um kvöldið... það eru allir dagar í rugli. Ég hringdi í leigubílstjórann sem keyrði okkur af flugvellinum og var búinn að gera okkur tilboð í dagsferð.

25.nóv... Við vorum sótt kl 9am og áttum góðan dag. Fyrsta stopp var við Penang Hill, þar sem við tókum lest upp á topp, gengum eftir fjallinu og skoðuðum útsýnið á The Habitat. Þetta tók 3 tíma. Þaðan fórum við í súkkulaðiverksmiðju, vax-litunar verkstæði, kaffi smakk verksmiðju og te-búð. Þá var dagurinn bara hálfnaður. Við enduðum daginn í dag á Butterfly Farm... þar sem við skoðuðum bæði skriðdýr, skordýr og fiðrildi... elsku kallinn var alveg búinn í fótunum eftir daginn. 

26.nóv... Við notuðum síðasta daginn á þessu lúxushóteli til að rölta um mollið við hliðina, ég reyndi að finna minjagrip en fann ekkert. Við borðuðum á hótelinu og gengum frá töskunum. Við eigum flug snemma í fyrramálið.

27.nóv... Eftir morgunmat eða kl 8 áttum við pantaðan leigubíl á flugvöllinn. Ég fann ekki heldur minjagrip þar svo það verður ekkert í skápnum frá Malasíu. Flugið ttók rúma klst. Við tókum leigubíl á hótelið okkar... eða skal ég segja gluggalausa skókassann... hvílík vonbrigði... þetta herbergi kostar svipað og það sem við vorum í er algjör andstæða í gæðum. Sturtan er hörmung því allt herbergið verðu blautt og flæðir fram á gang. Við fengum okkur göngutúr til að kaupa okkur eitthvað til að borða og hafa í herberginu. Mítt ráð fyrir þá sem ætla til Singapore er að nota ekki hótelvefi... hefur fara beint inn á Singapore og leita. Hotel Bugis 81, room 509, 31 Middle Road, Singapore, mæli ekki með því.

28.nóv... Við ætluðum að ganga á startið eftir Google map en það leiddi okkur í kolranga átt, tókum því leigubíl í expo-ið. Við sóttum númerið, ég fór í heilsutékk, við fórum í Marina Bay Sands Casino þar sem ég tapaði 5 singapore dollulum. Við fórum upp í tvo turna í hinu fræga þriggja-turna-skipi með sundlaug á dekkinu. Við ætlum að koma þangað aftur eftir maraþonið á sunnudag.

29.nóv... Nafna mín á afmæli í dag, 26 ára. Við töluðum saman í síma í gær. í dag löbbuðum við lúlli rétta leið á startið... eins gott að vita hvert maður á að fara. Við fundum þá annað moll Sun Tec City Mall. Þegar við fórum út seinnipartinn var eins og hellt úr fötu. Þetta er rigningar tíminn en ég vona bara að það hangi þurrt í hlaupinu. 

30.nóv... það var vandi að lifa í dag, því maraþonið byrjar kl 18 í kvöld. Við fórum lítið út en þar sem það er erfitt að sofa um miðjan dag þá fór ég ósofin í hlaupið. Allt um hlaupið á https://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/2243068/

1.des... Þetta var í þriðja sinn sem ég hleyp á afmælisdeginum mínum. Ég kom í mark um kl 2 um nóttina og það tók mig um 2 klst að fá bíl og komast á hótelið, aðallega vegna þess að bílarnir eru flestir Uber sem þarf að panta. Lúlla var ekki orðið sama þegar ég kom loksins. Ég hef sjaldan verið með eins mikil nuddsár... meira að segja eftir stroffið á sokkunum. Svitinn í öllum rakanum var gífurlegur. Ég svaf ekki nógu vel eftir hlaupið en hvíldist þó eitthvað. Við fórum eitthvað út eh... fengum okkur að borða og uppgötvuðum fleiri moll... believe it or not - það er moll í hverju húsi.

2.des... við pökkuðum, tékkuðum okkur út um hádegið og tókum leigubíl í Cable Car yfir borgina... Við vorum rétt komin inn í vagninn þegar byrjaði að rigna og hvílíkar sprengju-þrumur. Þetta var samt gaman. Við skiptum nokkrum sinnum um vagna og það var hægt að skoða sig um á fleiri stoppustöðvaum en við gerðum. Þarna voru líka stærðarinnar moll. Um kvöldmat tókum við bíl á hótelið, sóttum töskurnar og vorum keyrð á flugvöllinn... við eigum flug um miðnætti.

3.des... 12 tíma næturflug til Frankfurt og vélin var full... við vorum svo heppin að hafa autt sæti á milli okkar, eitt af fáum lausum... samt gátum við bara dottað. Við áttum síðan nokkurra klst bið í Frankfurt áður en við flugum heim og lentum þar kl 14. Við flugum alla leið með Lufthansa. Harpa sótti okkur á völlinn. Alltaf gott að koma heim. 


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband