Bloggfærslur mánaðarins, október 2019
3.10.2019 | 10:39
Kefl - Newark - Buenos Aires - Newark - heim 19 - 25.sept 2019
Já sæll... þegar ég vaknaði í morgun var fyrsti dagur sem var hægt að athuga hvort ég hefði komist inn í gegnum útdráttinn í Tokyo maraþoninu... það er ótrúlegur fjöldi sem sækir um og hlaupið varar við erfiðleikum að komast inn á "mínar síður" fyrstu dagana en JEY... ég komst inn....
Síðustu 2 ár hef ég þurft að afpanta hótelin sem ég hafði pantað (ef ég kæmist inn)... en í morgun flýtti ég mér að borga mig inn í hlaupið og keypti farið til Japan...
Venjulega er ég að kaupa einhverja ferð daginn sem ég kem heim, en nú var það daginn sem ég fer út...
19.sept... flug til Argentínu kl 11:55 með United Airlines... 6 tíma flug...
það er frábært að ferðast með þeim, við fengum tvisvar að borða á leiðinni, nóg skemmtiefni, frí heyrnartól og fluginu fylgdu 2 innritaðar töskur 23 kg hvor. Það tók okkur tæpa 2 tíma að fá töskuna, fara í gegnum eftirlitið og fara í annan terminal. Við áttum síðan nokkurra klst bið og ferðuðumst áfram með United til Buenos Aries Argentínu. Það var næturflug sem tók 11 klst. Við lentum um morgun.
20.sept... Ég var búin að semja við hótelið að sækja okkur á flugvöllinn. Okkar beið leigubíll og ferðin á hótelið var um klst... Það er að segja, við héldum að við værum á hóteli en þetta var heimagisting. Við vorum ekki ánægð því við viljum vera sér. Fernanda var öll af vilja gerð til að láta okkur líða vel en þetta er ekki okkar stíll. Við viljum ekki deila baðherbergi, nota sömu sápu í sturtunni og þurfa að taka handklæðin inn á herbergi með okkur. Við tókum það rólega þennan dag en fórum út í banka að skipta gjaldeyri og fengum okkur að borða.
21.sept... Fernanda lánaði okkur strætókortið sitt því það er ekki hægt að borga með peningum... Við tókum strætó á Sheraton hótelið að sækja númerið... ágætt expo, en spænskan mín ryðguð og vart nothæf...fáir sem tala ensku...
Við biðum frá kl 2 eftir að fundur Marathon Globetrotters ætti að byrja kl 3... enginn vissi hvar fundurinn ætti að vera, nema ef hann ætti að vera kl 4 á eftir öðrum fundi á ganginum fyrir framan expo-ið... þegar allt kom til alls var hann á öðru hóteli... þar sem flestir úr klúbbnum gistu.
Við fengum okkur argentískan hamborgara. Maraþon kl 7 am
22.sept... gistingin okkar en hálfum km frá starti og marki. Ég vaknaði kl 4 til að undirbúa mig og um 6 leytið löbbuðum við á startið. Þetta var nokkuð stór maraþon. Hlaupið var ræst kl 7... allt um hlaupið á https://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/2239770/
23.sept... við pökkuðum og fengum að geyma töskurnar. Síðan skelltum við okkur í smá umhverfis rannsókn, fundum eina fallega kirkju, náðum í endann á messu og skoðuðu mannlífið. Við eigum flug kl 20:00 til Newark... 11 tíma næturflug.
24.sept... við lentum milli 5 og 6 am í Newark, tókum bílaleigubílinn og fórum að versla. Við lentum í morguntraffíkinni og umferðarsultum út um allt. Komumst í Walmart, Target, Dollar Tree og einhverjar fleiri búðir... skiluðum bílnum frekar snemma og biðum á flugvellinum eftir næsta næturflugi... 6 tímar heim. Flug kl 22:40
25.sept... lent heima um kl 8:20. bíllinn beið okkar á stæðinu... ekkert annað að gera en að drífa sig heim í sturtu og fara í vinnuna kl 12:30 eh.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007