Bloggfærslur mánaðarins, júní 2018
Þriðja árið í röð og alltaf á sama tíma, fórum við út með Völu og Hjödda. Að þessu sinni millilendum við í Dallas Texas og gistum og fljúgum daginn eftir til San Diego.
30.maí
Tómas keyrði okkur á völlinn í hádeginu og við fórum beint á betri stofuna. Þar vorum við í góðu yfirlæti og höfðum það gott... fluginu var seinkað um hálftíma. Við flugum með Vatnajökli og það kom okkur algerlega á óvart að þetta er í allra fyrsta sinn sem Icelandair flýgur til Dallas. Við vorum dekruð á leiðinni með freyðivíni, íspinnum og minjagrip um fyrsta flugið, merkt töskumerki. Þetta var langt flug en fljótt að líða, við tókum skuttlu á hótelið okkar og fórum í háttinn.
Days Inn Airport, Irving Grapevine DFW Airport North,
4325 W John Carpenter Fwy Irving 75063 Dallas Texas, room 329
Tel: 972 621 8277
31.maí - 4.júní ... Days Inn, Hotel Circle,
543 Hotel Circle S San Diego 92108 room 130
Tel: 619 297 8800
Við sváfum ekkert sérstaklega vel... við hittum Völu og Hjödda í morgunmat kl 7 am, við eigum pantaða skuttlu á völlinn kl 8am. Allt gekk eftir áætlun nema Hjöddi var tekinn í nefið í eftirlitinu vegna hnjánna. Flugið með American Airlines var tæpir 3 tímar og 2ja tíma munur í viðbót... 7 tíma munur við Ísland. Við fengum fínan bíl hjá Dollar. Við byrjuðum á Walmart, fengum okkur Burger King og tékkuðum okkur svo inn á hótelið enda á kolvitlausum tíma.
1.júní ...
Við borðuðum morgunmat á IHOP, fórum niður að höfn að skoða styttuna af dátanum sem var að kveðja elskuna sína, svo sóttum við Vala númerin okkar og mokuðum dóti niður í pokana okkar... fórum á bílastæðið fyrir 5 km á morgun... þá fórum við í annað Walmart og borðuðum á Panda Express. þá var bara að taka saman hlaupadótið og stilla klukkuna á 4:30am og snemma að sofa...
2.júní ...
Við vorum mætt eldsnemma á bílastæðið en ég ákvað að færa okkur nær startinu og fann bílastæði í sömu götu, við vorum heppin að komast áður en götum var lokað. Við Vala hlupum 5 km og gekk báðum vel, strákarnir biðu á meðan. Eftir hlaupið fengum við okkur morgunmat á Buffetinu, versluðum og skoðuðum okkur um, fórum yfir stóru brýrnar og nutum okkar í sólinni. Eftir kvöldmat fórum ég snemma að sofa, klukkan stillt á 2:30 fyrir maraþonið á morgun.
3.júní ...
Allt um maraþonið á byltur.blog.is. Eftir hlaupið fórum við út að borða og aðeins í Walmart, það var glampandi sól í dag og sumir orðnir sólbrenndir. Ég þvoði hlaupagallann í þvottahúsinu og pakkaði sem mestu. Við keyrum til LA á morgun.
4.júní...
Við borðuðum morgunmat á herberginu og lögðum af stað um kl 9. Fyrsta stopp hjá okkur var í Kristalkirkjunni í Garden Grove... sem við Lúlli erum búin að heimsækja nokkrum sinnum... Við vissum að hún varð gjaldþrota fyrir nokkrum árum en nú var verið að taka allt í gegn og breyta... nýji eigandinn er Kaþólska kirkjan og hún á að opna 17.júlí 2019
Við skoðuðum okkur um og héldum áfram. Næsta stopp var í Long Beach þar sem við kíktum á Queen Mary. Síðan var Gler kirkjan í Palos Verdes heimsótt, en hana heimsækjum við Lúlli reglulega... Það var líka verið að gera við hana EN við fengum að fara inn og skoða. Svo gátum við ekki keyrt fram hjá Redondo Beach án þess að berja ströndina og Jonnuhús augum. Að lokum tékkuðum við okkur inn á hótelið og fórum út að borða á Tailenskum stað rétt hjá.
5-8.júní ... Value Inn Worldwide LAX, 4751 W Century Blvd,
Inglewood 90304 LA.... room 306
Tel: 310 491 7000
Við skruppum í Walmart og keyptum okkur allt í morgunmat... Síðan lá leiðin á Hollywood Blvd til að skoða stjörnurnar í götunni og svo handa og fótaförin fyrir framan leikhúsið. Veðrið var yndislegt og við nutum okkar.
Við keyrðum snarbratta og krókótta ævintýraleið upp á besta stað fyrir myndir með Hollywood skiltið í baksýn og þaðan fórum við á aðal útsýnisstaðinn yfir LA... Griffith observatroy.
6.júní... Við eyddum öllum deginum í Universal Studios, sáum allt sem okkur langaði til að sjá en það tók allan daginn, þó nokkur show voru ný.
7.júní ... Við eyddum morgninum á Redondo Beach... við Vala hlupum eftir ströndinni, 5km... nokkuð sem ég hélt ég ætti ekki eftir að gera aftur.
Svo gengum við um bryggjuna og kíktum á markaðinn sem er bara á fimmtudögum. Við kíktum inn í nokkrar búðir í nágrenninu og borðuðum á HomeTown Buffet... því fyrsta sem við kynntumst í USA. Þetta var æðislegur dagur.
8.júní ... Við kvöddum Los Angeles í morgun og keyrðum norður 101 ... stoppuðum í St Barbara, skoðuðum dómshúsið, gengum og keyrðum aðeins um.
Við heimsóttum, föðmuðum og kysstum elsku Jonnu okkar. Hún verður 96 ára í júlí, er orðin mjög þreytt en enn skýr í kollinum... Matti er líka orðinn gamall og þreyttur og það var erfitt að kveðja þegar við fórum...
Við gengum upp á ströndina okkar... og keyrðum til San Luis Obispo og gistum á:
9.júní ... Peach Tree Inn...
2001 Monterey Street San Luis Obispo 93401 CA US
Tel: +18002276396 room 106
Við héldum áfram ferðinni norður... við ætluðum að keyra norður nr 1, Big Sur en fyrir ári skreið heilt fjall yfir veginn og hann er enn lokaður. Við keyrðum því 101 til Salinas og svo suður 1... og svo norður aftur og til San Francisco...
10-12.júní... El Camino Inn ...
7525 Mission St Daly City 94014 CA US
Tel: +16507558667room 135
Við skiptum um bílaleigubíl um hádegið... síðan fórum yfir stóru brúna til Oakland og til baka... keyrðum síðan að Pier 39, gengum þar um þessa skemmtilegu bryggju, sáum sæljónin flatmaga á prömmunum og fórum við eina salibunu upp og niður hinar víðfrægu og snarbröttu brekkur San Francisco.
11.júní...
Frábær dagur í dagur í dag. Við gátum ekki stillt okkur að fara aftur í rússíbanabrekkurnar... Veðrið var æðislegt, sól og aðeins vindur... síðan skiptum við Vala um föt og við hlupum yfir Golden Gate brúna og til baka, rúma 6 km. Hetjurnar okkar Lúlli og Hjöddi gengu yfir brúna og til bakaðÅ
Við keyrðum að inngangi elstu götu San Francisco, Dragon's Gate við China Town.
12.júní... Quality Inn Eureka - Redwoods Area,
1209 4th St Eureka 95501 CA US
Tel: +17074431601 room
Sögðum bless við San Francisco... keyrðum yfir Golden Gate, norður til Eureka. Stoppuðum nokkrum sinnum á leiðinni. Keyrðum "Ave of the Giants" í Redwood Weott Humbolt State Park... Ótrúleg tré... hvorki hægt að lýsa þeim með orðum eða myndum.
13.júní... Super 8 Crescent City
685 US Highway 101 South Crescent City 95531 CA US
Tel: +17074644111 room 120
Við héldum áfram norður 101... með stoppum. Lengsta stoppið var við "Trees of Mystery" en það var þokumistur og rigningarúði yfir Redwood akkúrat á meðan við stoppuðum þar og því lítið skyggni til að fara upp á topp. Við keyrðum til Crescent City... við Vala skildum strákana eftir á hótelinu og keyrðum til baka. Þá hafði létt til og við gengum upp stíginn ca 45 mín og tókum síðan kláf upp á topp...
Dásamlegur dagur og ólýsanlegt ævíntýri.
14-17.júní... Portland Suites Airport East
1477 NE 183rd Ave Portland 97230 OR US
Tel: +15036612200 room 212
Við keyrðum til Portland Oregon... allur dagurinn fór í keyrslu norður 101 og að skoða sæljóna hellana við Florens. Í Portland versluðum við í töskurnar og slökuðum á... og tókum svo síðasta dag ferðarinnar til að keyra austur og skoða Latourell Falls, Multnomah Falls og Stonehenge á Maryhill í WA. Leiðin að seinni fossinum, sem Garmurinn vildi að við færum var lokuð vegna skógarelda sem voru í fyrra svo við notuðum annað exit... mun minna mál að gera það en þegar fjallið skreið og lokaði veginum á Big Sur þegar við vorum þar.
Borðuðum á Black Bear Diner... Komið að heimferð.
Ferðalög | Breytt 20.9.2018 kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007