Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2018

Áramóta-annáll fyrir 2018

GLEÐILEGT ÁR 2019

Við Lúlli sendum áramótakveðjuna út frá Chiang Mai í Thailandi. Við óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða. 

Elsta langömmubarnið mitt er 7 ára í dag, nýjársdag og í ár fær hún afmælismyndband á youtube.com frá mér og langafa. Elsku Emilía Líf krúttið okkar, innilega til hamingju með daginn þinn. Það kemur örugglega að því einhverntíma að við getum mætt í afmælið þitt.
https://www.youtube.com/watch?v=_USA4FqWUVo

Síðasta ár (2018) var ótrúlega fljótt að líða... jafnvel fljótar en hin árin. 

ANDLÁT

22.febr 2018 á dánardegi Ingvars bróður, lést Ester dóttir Hafdísar og Guðjóns á líknardeild Lsp. Það var krabbamein sem lagði hana að velli langt fyrir aldur fram en hún var aðeins 33 ára. Ester lætur eftir sig 2 ungar dætur og sambýlismann. Blessuð sé minning hennar.

FJÖLSKYLDAN 

Við erum ótrúlega þakklát fyrir að allir eru heilir heilsu. Mamma datt að vísu í ágúst og lærbrotnaði við mjaðmakúluna og fékk nýja kúlu en henni hefur gengið vel að ná sér aftur. Rétt fyrir jól, flutti Árný til Njarðvíkur, Helga, elsta dóttirin flutti til Noregs í haust, Harpa næstelsta býr rétt hjá okkur, Svavar, einkasonurinn er í Reykjavík á fyrsta ári í lögfræði og Lovísa yngsta dóttirin líka í Reykjavík og nemi í hárgreiðslu. Barnabörnin eru 8 og barnabörnin 2.

STÓRAFMÆLI ÁRSINS

Öll börnin áttu stórafmæli á síðustu árum en Sigurður Bragi var 30 ára 29.des. Við óskum honum alls hins besta en við gátum ekki mætt í afmælið.

FERÐALÖG

Ég fór í 10 hlaupaferðir og eina EKKI-hlaupaferð með Helgu til Noregs að heimsækja Bryndísi og lang-ömmubörnin. Við byrjuðum árið á að fara fyrst til Egyptalands, lands pýramídanna og síðan til Dubai... þar náði mín í tvær nýjar heimsálfur, Afríku og Asíu. Við fórum til Parísar, Liverpool, Jerúsalem, USA, Havana á Kúbu og til Panama, fyrir utan að vera í Thailandi núna yfir jólin. Þá gerðist þau stórmerku tíðindi að ég fór "í taumi" með Bændaferðum til Berlínar...  

Stóra ferðin okkar var með Völu og Hjödda til Californíu, þar sem Vala hljóp 5 km með mér í San Diego og svo keyrðum við upp til Portland í Oregon. Það sem stendur upp úr ferðinni er að hafa getað faðmað Jonnu í Santa Barbara í síðasta sinn, því hún kvaddi þennan heim í lok sept.

HREYFING

Ég hljóp 16 heil maraþon á árinu, eins og á síðasta ári... Við systur tókum ratleikinn eins og undanfarin sumur og kláruðum allar leikinn, fundum öll 27 spjöldin... Matthías og Indía urðu léttfetar með 9 spjöld. Ég fór fjölmargar ferðir á Helgafell og eina ferð á Esjuna. 
Hlaupin... hafa vaxið hægt og sígandi, ég lenti amk 2x í meiðslum sem tóku sinn tíma að lagast, en ekkert sem ég hef áhyggjur af. Þá höfum við systur haldið okkur við að synda 1x í viku.

PS. ég sótti um nokkur prestsembætti á þessu ári... og á meðan ferlið gekk yfir - þeas... þar til ég fékk NEI-ANNAR-VAR-VALINN... þá var lífið í nokkurskonar biðstöðu... svo ég held ég gefist upp á að sækja um fleiri embætti í bili. 

GLEÐILEGT ÁR 


Kefl - Kaupmannahöfn - Qatar - Chiang Mai Thailand... 18.des 2018 -

Já, þetta er tíunda hlaupaferðin á þessu ári. Sem betur fer var flugið til Kaupmannahafnar kl 2 eh... Lúlli fékk Ragnar til að keyra okkur á völlinn, þar sem við byrjuðum eins og venjulega á Betri stofunni.

18.des... Flug til Kaupmannahafnar kl 14:05 og bið þar í nokkra klst. Þaðan fórum við með Qatar Airways til Qatar. 6 tíma næturflug og við lentum þar um kl 5:40 um morguninn.

19.des... við höfðum ekki keypt hótel í Qatar því við hefðum þurft að kaupa 2 nætur til að það gagnaðist okkur eitthvað til að hvílast... við áttum fyrir höndum 14:30 tíma bið og urðum að taka töskurnar. Við vorum rétt komin út þegar okkur var boðið hótel, tékk inn strax, með morgunmat og skutlu báðar leiðir fyrir 100 usd. Við tókum því. Fórum á hótelið, fengum okkur morgunmat, lögðum okkur fram yfir hádegi og fórum síðan út að kanna umhverfið og fá okkur að borða fyrir næsta flug. Við vorum síðan keyrð upp á völl í næsta flug...
    Golden Ocean Hotel  Al Meena St, Old Salata, 13957 Doha

Við flugum annað næturflug með Qatar Airways, rúmlega 6 tíma, til Chiang Mai í Thailandi.

20.des... Við lentum um kl 6 í morgun eftir ca 6 tíma flug, komumst nokkuð fljótt í gegnum eftirlitið... við fengum strax "leigubíl" sem keyrði okkur að vísu á vitlaust hótel, svo við urðum að taka annan bíl til að komast þangað og svo þurftum við að bíða 4-5 klst eftir herberginu. Við fengum okkur smá göngu til að kanna umhverfið á meðan við biðum 
    
Chiang Mai Thai House5/1 Thapae Rd. Soi 5 Chanklan, Chiang Mai, Thailand 50100

21.des... þetta er mjög krúttlegt umhverfi og ágætis morgunmatur sem fylgir. Það eru 270 metrar niður að Tha Phae Gate þar sem við sóttum númerið fyrir maraþonið. Síðan tókum við leigubíl til Gretars og Díönu. Við fórum saman í MAYA-mollið og þau buðu okkur svo í mat hjá sér. Við tókum svo leigubíl til baka. 

22.des... Það er 7 tíma munur við Ísland. Við erum á undan... Ég lagði mig eftir morgunmatinn, síðan fórum við aðeins á röltið... Lúlli pantaði sér 2 skyrtur úr thai-silki, við fengum okkur að borða og svo reyndi ég eins og ég gat að sofna snemma því maraþonið verður kl 1 am... en ég gat ekki sofnað... fór ósofin í hlaupið. Lúlli labbaði niður að starti með mér og fór aftur á hótelið.

23.des... Allt um maraþonið á https://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/2226748/ 
eftir hlaupið fór ég í morgunmat, lagði ég mig aðeins. Grétar og Diana buðu okkur ásamt öðrum hjónum í hangikjöt um kvöldið. Við missum semsagt ekki af jólamat þó við séum í útlöndum. Hjónin keyrðu okkur til baka og slepptu okkur út við hliðið. Þar var sunnudagsmarkaðurinn í fullum gangi, hljómsveitir og mikil stemmning. Líf og fjör og fullar götur af fólki.

24.des... Við skiptum um hótel í dag. Færðumst nær Grétari og Díönu. Tilviljanirnar í þessari ferð eru ótrúlegar... Í fyrsta lagi vissum við ekki að þau ætluðu til Thailands, hvað þá til sömu borgar og svo að það yrðu ca 800 metrar á milli gististaðanna - er ÓTRÚLEGT. Við fórum frá Chiang Mai Thai House og fórum á Chiang Mai Hill 2000.
Það var frábært að vera við Tha Phae Gate, stutt í gögnin og hlaupið og mikið líf í kring en við ætlum að dekra aðeins við okkur þessar 2 vikur sem eru eftir. 
Á meðan við biðum eftir herberginu löbbuðum við út í MAYA mollið sem er mitt á milli okkar og Grétars. Svo hittumst við þar síðar um daginn og borðuðum jólamatinn saman.
     Chiangmai Hill 2000 211 Huay Kaew Road, Muang, Chiang Mai Chiang Mai, 50200 Thailand

25.des... Morgunmatur er frá kl 6am til 10 og svo getur maður keypt hlaðborð í hádeginu. 
Ég hljóp rúma 7 km á síðustu-aldar hlaupabretti á hótelinu í morgun...
Grétar og Díana komu svo um hádegið og við borðuðum svo saman... og flatmöguðum svo á eftir við sundlaugina. Flugvélarnar voru eins og flugur yfir okkur. 

26.des... Við flatmöguðum við sundlaugina í dag... og svo fórum við í NIGHT SAFARÍ með Grétari og Díönu um kvöldið. Þar var rándýrasýning, ljóna og tígrisdýra sýning, trolly-ferð að sjá dýrin í náttúrulegu umhverfi og svo vatns-orgel. Við urðum fyrir smá vonbrigðum með það... það var allt of langt í burtu og gusurnar fylgdu ekki tónlistinni... en gaman samt að hafa farið.

27.des... Ég hljóp 8 km í 29°c hita á brettinu í morgun... og það var ekki þurr þráður á mér á eftir. Við hittum Grétar og Díönu við mollið rétt eftir hádegi og fórum í Green hill sundlaugina... þar var slakað á og dúllað... við Lúlli borðuðum í mollinu á heimleiðinni.

28.des... Ég fór í Thailenskt nudd eftir morgunmatinn... Það er svolítið sérstakt og heima héti þetta ekki nudd... svo hittumst við öll við MAYA mollið og skiptum liði. Við Díana fórum í Central Festival mollið þar sem við gengum út um allt og skemmtum okkur... en strákarnir lágu við laugina. Það var ekki mikið verslað.

29.des... 8 km á brettinu eftir morgunmatinn... 
Seinni partinn var farið á laugardags markaðinn en hann er aðeins frá Phea Gate þar sem við gistum fyrst. Þar var mannfjöldinn svo mikill að við fylgdum bara straumnum upp og niður götuna. Við þurftum bara að setja fæturna niður þegar við vildum stoppa eða beygja. Allt í einu stoppaði allt, fólk fraus í sporunum eins og í myndastyttuleik... á meðan kóngurinn talaði í hátalakerfinu...

30.des...  Við Lúlli fórum á Sunnudagsmarkaðinn við The Phea Gate. og við prófuðum að taka strætó í dag í stað þess að húkka pallbíl. Það var ekki sama mannmergðin og kvöldið eftir maraþonið, engar hljómsveitir en gaman að skoða og vera á staðnum...  

31.des... Við Lúlli höfðum pantað okkur dagsferð. Við fórum í rúmlega 14 tíma ferðinni.
Við vorum sótt kl 7:30 og fyrsta stopp var á hverasvæði... heitir hverir í einskonar brunnum. Næsta stopp var við Hvíta musterið. Við borðuðum hádegismat í einhverjum kofa og héldum áfram. Næsta stopp var í "Long Neck Village", hjá ættbálki sem kemur frá Búrma. Konurnar þar bæta hring á hálsinn á hverju ári frá vissum aldri.  
Þá lá leiðin að landamærastöð Thailands og Myanmar (áður Búrma) og þaðan keyrðum við til "Golden Triangle" þar sem Thailand, Laos og Myanmar mætast. Við fórum í bátsferð yfir til Laos... þar sem allir reyndu að gera betri kaup. 
Lúlli var dauðþreyttur eftir ferðina og missti af þessum fáeinu flugeldum sem sáust úr hótelglugganum á miðnætti... Gleðilegt ár og takk fyrir gamla.

 

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband