Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2018

Kefl - Orlando - Kúba - Orlando - Panama - Orlando - heim 15-28.nóv 2018

Þessi ferð var strembin, mörg flug, flogið eldsnemma og nýjir spennandi staðir. Alls staðar þarf að finna upp hjólið... og spænskan mín er undir þykku lagi af snjó....
EN... hvað ég er farin sakna Ameríku... ferðir þessa árs hafa verið meira til Evrópu, Afríku og Asíu. Við fengum uppfærslu á flugið okkar og verðum á saga class báðar leiðir. Frábært þegar maður er í löngu flugi.

15.nóv.
Við byrjum alltaf á betri stofu Icelandair. Flugið til Orlando var 8:15 tímar og lúxus að vera á Saga Class. Við fórum út með dót til Olgu og Gríms, þau sóttu okkur á völlinn og keyrðu okkur á Days Inn Florida Moll. Við sváfum lítið... enda þurftum við að vakna eftir 4 tíma til að fara í flug til Kúbu. Við vorum komin út á völl kl 5 am.
   Days Inn Orlando Airport Florida Mall
   9301 S Orange Blossom Trl  Orlando  32837 FL US
   Tel: +14078550308

16.nóv
Farþegar til Kúbu þurfa að mæta minnst 3 tímum fyrir brottför því við verðum að fylla út umsókn og kaupa dvalarleyfi. Við létum vekja okkur kl 4 am og panta bíl kl 4:30... flug kl 8. þetta var langur dagur. Flugið til Kúbu var ekki nema rúmur klst. Við fengum leigubíl sem rétt hékk saman. Hótelið var í Old Habana. Hvílík skelfing.
Þegar við höfðum tékkað okkur inn tókum við leigubíl að sækja gögnin fyrir maraþonið og síðan tókum við klst útsýnistúr með MÍNÍ-taxa.
   Hotel Sercotel Lido, Consulado No 210 entre Animas y Trocadero,
   Old Havana, Havana, 10400, Kúba
   Sími: +53 7 8671109 

17.nóv
Við sváfum ekki vel, ótrúleg öskur og læti á götunni nær alla nóttina. Herbergið lítur vel út á mynd en húsið er í niðurníðslu.
Eftir morgunmat gengum við á startið, þar var verið að keppa á línuskautum. Við skoðuðum umhverfið, sáum skortinn í búðum og aðbúnað sem enginn myndi láta bjóða sér heima. Við þorðum ekki að borða sjoppumat. Mengunin er gífurleg, matur óvarinn fyrir mengun og flugum. Við borðuðum á útiveitingahúsi við lifandi tónlist, gengum eftir götumarkaði og fórum síðan snemma að sofa. Maraþon kl 7 am á morgun.

18.nóv
Ég svaf illa fyrir götuhávaða... enda er helgi... klukkan var stillt á 4:30, ég borðaði brauð, hafði mig til og kl 6:15 gengum við á startið. 
Hlaupið var ræst kl 7... göturnar voru sumstaðar eins og sandöldur, fyrstu 7 km vorum við laus við umferð en eftir það fékk maður eitrið í æð. Hitinn var ca 25°c... meðfram sjónum var andvari og stundum dró fyrir sólu. Heila maraþonið var 2 hringir og hræðilega erfitt að hlaupa í gegn og eiga annan hring eftir. Mér tókst að klára án þess að vera síðust... sá í blaðinu daginn eftir að Will Smith var á meðal hlaupara... þjónustulundin var einstök en fátt í boði á leiðinni. Eftir sturtu fengum við okkur að borða og svo snemma að sofa.

19.nóv
Ég tók myndir af útsýninu úr matsalnum á 5.hæð... maður sér á vatnstunnunum á þökunum að það er búið í ótrúlegustu hreysum.  þegar við biðum eftir leigubílnum var stöðugur straumur af foreldrum sem voru að fylgja börnunum í skólann. 
Við fengum leigubíl sem rétt hékk saman á flugvöllinn. Við áttum flug með jetBlue til Orlando kl 10. Flugið tók um klst og við höfum sjaldan verið eins fegin að komast burt eins og frá Kúbu. Auðvitað þurftum við að fara gegnum eftirlitið aftur... það tók tíma... við sóttum bílinn hjá Budget og fórum á búðarráp... Nike búðin og Walmart... borðuðum á Golden Corral, tékkuðum okkur inn á Best Western... svo keyrðum við dótið til Olgu og fengum að geyma í tösku þar.
   Best Western Airport Inn & Suites,
   8101 Aircenter Ct, Orlando, FL, 32809 USA, tel: 1 407 581 2800 

20.nóv
Frábært hótel og góður morgunmatur á Best Western. Við vöknuðum kl 5:30... skiluðum bílnum og urðum þess aðnjótandi að vera brandari ársins hjá starfsfólki Coba Airlines. Við áttum flug til Panama City kl 10:10... við vorum nær aftast í röðinni að tékka okkur inn...
ALLIR voru með minnst 2 risa-töskur á mann og ótrúlega mikinn handfarangur, færandi á milli til að jafna þyngd. Þegar kom að okkur að tékka inn eina 9 kg handfarangurstösku, þá skellihló konan og aðrir starfsmenn komu til að horfa á okkur og töskuna, hahaha.
Við lentum í Panama City eftir 3 tíma... hvílík háhýsi. Við fengum okkur leigubíl á hótelið, keyptum okkur eitthvað að borða og tókum það rólega... Hér vaxa jólagjafirnar á trjánum... en við höfum ekki séð nein Panama-skjöl !!!
Það kemur mest á óvart að fólk skilur varla ensku.

   Hotel Terranova, Calle 49 Bella Vista Entre Federico Boyd y Uruguay
   Panama-borg PA      Tel:  +5072033453          

21.nóv
Við fórum í 4-5 tíma skoðunarferð kl 8am í morgun, skoðuðum Panama skurðinn, keyrðum með ströndinni og skoðuðum gamla bæinn... þröngar götur, litríkt mannlíf, sáum bæði fátækt og velmegun... Ég var rétt búin að setja myndirnar inn þegar himinninn hellti úr sér með þrumum og eldingum. Við tókum það bara rólega og fórum svo seinni partinn, gengum að Hotel Miramar þar sem startið á að vera og uppgötvuðum að það væri dinner og show um kvöldið... dansar hinna ýmsu þjóðflokka. Við keyptum okkur líka skoðunarferð 7-8 tíma ferð í regnskóginn á morgun.

22.nóv
Í dag vorum við mætt í morgunmat kl 6:30 og sótt kl 7 til að fara í dagsferðina í regnskóginn. Það var klst keyrsla þangað. Við byrjuðum á að fara með kláf upp á topp og gengum upp í útsýnisturn og horfðum yfir trjátoppana á ána sem sér skurðinum fyrir 60 % af vatninu, Panamaskurðinn og regnskóginn.
Síðan sáum við letidýra unga sem voru í fóstri af einhverjum ástæðum, fiðrilda garð, örsmáa froska og brönugrasa gróðurhús... allt mjög áhugavert.
Við fórum síðan í 75 mín siglingu á Panama skurðinum til að skoða villtu dýrin á eyjunum þar. Það var ný reynsla að upplifa regnskóga rigningu... við urðum holdvot á augabragði. Hér rignir 9 mán á ári... sem nægir sem stendur til að halda við vatnsmagninu í skurðinum. Okkar beið síðan hlaðborð á veitingastaðnum þegar við komum til baka og handklæði til að þurrka okkur. Okkur var skilað á hótelið um kl 4... gott að komast loks úr þessu blauta.

23.nóv
Við notuðum daginn til að rölta niður að strönd og ganga meðfram henni að Hotel Plaza Paitilla Inn, hótelinu þar sem ég náði í gögnin fyrir maraþonið. Ég er nr 0007 (Triple Bond)
Hitinn úti var 30°c og steikjandi sól. Við nutum þess bara að slaka á og horfa á öll háhýsin, skipin sem biðu eftir að komast í Panama skurðinn og mannlífið.

24.nóv
Dagurinn fyrir maraþonið. Ég reyni alltaf að spara göngur þá... Við fórum aðeins á röltið, vorum svo heppin að ráfa inn í garð með risa fígurum, allar jólaguðspjalls-persónurnar voru þarna svo ég tók nokkrar myndir. Lúlli var jafnhár stafnum hjá einum hirðinu. Við fengum okkur að borða og svo var bara að hafa dótið til fyrir maraþonið sem byrjar 4:30 í nótt.

25.nóv
Panama Marathon kl 4:30 í morgun. 
Startað í myrkri, leiðin var fram og til baka... 14 km annar leggurinn og hinn 28 km.
Skipulagið var ágætt og vel passað að allir fari rétta leið, sæmileg þjónusta á leiðinni ef manni líkar klórvatn í pokum... Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í maraþoni sem hleypur á miðjuakrein með bíla báðum megin við. Hitinn fór upp í 35°c. Ótrúlega fegin að hafa klárað.
Ef þeir senda mér viðurkenningarskjal... þá er það EKTA Panama-skjal. Eftir að hafa farið í sturtu og frískað upp á mig fórum við út að borða. Ég pakkaði niður dótinu og pantaði síðan leigubíl til að sækja okkur næsta morgun. 

26.nóv
Við erum heppin að morgunmaturinn byrjar kl 6:30... leigubíllinn á flugvöllinn kom kl 7am. Flugið til Orlando er kl 9:45. 
Við flugum með Coba Airlines til Orlando og upplifðum hörðustu lendingu EVER. Það hafði verið mikil ókyrrð í aðfluginu, vélin hoppaði upp og niður... hún rétt náði inn á brautina, lenti síðan mjög harkalega á öðru hjólastellinu og rásaði... fólk veinaði upp, hver einasti maður ríghélt sér... því flugstjórinn var nokkra stund að ná stjórn á vélinni. Svo klappaði fólkið... og það er langt síðan að ég hef heyrt klapp eftir lendingu. Við vorum að koma í 3ja sinn til USA í einni og sömu ferðinni. Við sóttum bílinn hjá Thrifty, fengum okkur að borða og fórum að versla... 
I LOVE America.
   Best Western Airport Inn & Suites,
   8101 Aircenter Ct, Orlando, FL, 32809 USA, tel: 1 407 581 2800 

27.nóv
Þá er komið að heimferð. Við fórum af hótelinu kl 9, til að versla það síðasta og njóta þess að vera í Orlando. Grímur ætlar að hitta okkur kl 2 á flugvellinum til að láta okkur fá dótið sem við geymdum hjá þeim. Við skiluðum bílnum, hittum Grím, tékkuðum okkur inn og fórum á Betri stofu United. Flugið heim var á tíma kl 18. Við ferðuðumst á Saga Class báðar leiðir sem var hvílíkur lúxus þegar flugið er langt. Við lentum í Keflavík næsta morgun og Harpa sótti okkur út á völl. 
Alltaf þakklát fyrir að koma heil heim.   


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband