Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2017

Keflavík - London - París - Keflavik 27.júní - 5. Júlí

27.júní       Smart Camden Inn Hostel, 
              55-57 Bayham Street Camden London,NW1 0AA UK
              Tel: 44 207 388 8900
Lúlli keyrði okkur Svavar út á flugvöll um hádegið og við fórum beint í betristofuna og fengum okkur að borða. Flugið var kl 16:10 til London. Það var rigning þegar við komum en við létum það ekki á okkur fá... og héldum plani. Við tókum lestina frá Heathrow til Kings Cross brautarstöðvarinnar en ferðin tók 5 korter. Þar uppfylltum við markmið nr 1... en það var að taka myndir af okkur við BRAUTARPALL 9 3/4. Síðan gengum við rúman km á hostelið í smá rigningu og vorum komin þangað um miðnætti. Það var skemmtileg tilviljun að fá herbergi nr 42.

28.júní

Við tókum daginn snemma og gerðum víðreist um borgina, byrjuðum á að læra á lestarkerfið og kaupa okkur oyster. Fyrst fórum við á Trafalgar Square, svo sáum við lífvarðaskiptin við Buckingham Palace, Westminster Abby og Bridge, Big Ben, Nr 10 Downing Street. Við sáum óvænt tímamælingarpunkt Greenwich, fórum að dyrum Sherlock Holmes, 221B Bakerstreet og gengum gangbrautina sem Bítlarir gerðu fræga á Abby Road.

29.júní

Við áttum bókaða 12 tíma rútuferð i dag með Golden Tours, mæting kl 7:45. Við þurftum að læðast út mjög snemma til að ná lest og finna út hvaðan var farið af stað. Eftir það gátum við slakað á... Fyrst var farið að Windsor Castle... með fyrirmæli um að mæta kl 11 í rútuna... en 10 mín fyrir 11 var hliðinu við kastalann lokað vegna lífvarðaskipta... þegar það var opnað aftur hlupum við eins og brjálæðingar að rútunni... og vorum sem betur fer ekki síðust... rútan var farin af stað þegar síðustu komu hlaupandi...

Næst var stoppað í Lacock... og skorið af tímanum vegna tafarinnar hjá Windsor Castle. Við Svavar náðum að taka nokkrar myndir af þessum ævaforna bæ og heimili Harry Potter hjónanna. Ég var svekkt yfir að geta ekki séð safnið þar sem senur úr myndunum voru teknar... Þarna misstu 2 af rútunni... voru skildir eftir.

Þriðja stoppustöðin var í Bath... fallegur bær, eldgamall eins og flest annað hér og þar fengum við Svavar okkur Pizzu og ís... Hér pössuðu sig allir að ná rútunni... og þessir 2 sem misstu af henni síðast komu með annarri rútu frá fyrirtækinu og sameinuðust okkur aftur. Hér myndaði ég blómabók Jane Austin, kirkju staðarins og eitthvað fleira.

Síðasta stoppustöðin var við hið fornfræga Stonehenge... sem er vægast sagt ótrúlegt fyrirbæri. Fyrst fannst mér steinarnir frekar litlir miðað við allar myndirnar sem maður hefur séð en svo sá maður á myndunum hvað fólkið var smátt. Við gátum gengið á göngustíg kringum steinana og sumstaðar vorum við nokkuð nálægt. Við voru um 2 klst að keyra til baka, vorum sett út við einhverja lestarstöð. Við vorum orðin nokkuð þreytt eftir þessa löngu ferð og fórum fljótlega að sofa.

30.júní

Síðasti dagurinn í London... við erum búin að gera heilmikið síðustu 2 daga. Í dag tókum við lestina til Moorgate... og gengum að The Gherkin. Hvað voru bretarnir að hugsa þegar þeir tróðu þessu ferlíki á milli hinna háhýsanna!!! Og rétt hjá var hús sem leit út eins og gufuverksmiðja sem stæði upp á endann !!! Þarna ægði saman öllum byggingarstílum.
Við sáum eitthvað af City of London, London Bridge, Tower Brigde og fengum okkur að borða. Við fórum snemma til baka á hostelið... til að undirbúa brottför snemma í fyrramálið, en við eigum pantaða lestarferð kl 8:30 til Parísar með Eurostar.

1.júlí

Við höfðum reynt að hafa allt tilbúið þannig að við gætum læðst út úr herberginu með allt okkar dót. Við vöknuðum 6:45 og tókum strætó 214 fyrir utan hostelið kl 7:23. Leiðin á brautarstöðina var stutt...
Hvílíkur mannfjöldi var að fara með lestum Eurostar... Þetta var alveg ný reynsla fyrir mig. Lestin fór 8:30 og við höfðum ekki tíma til að fá okkur að borða fyrr en á leiðinni. 
Endastöðin í París er Gare Du Nord... og hótelið okkar var í göngufæri.

     Hotel at Gare Du Nord
     10 Rue Philippe de Girard, 10th arr, Paris
     Tel: +33140352929

Við komum í rigningu eins og í London. Við vorum heppin að fá herbergið strax og skelltum okkur með lest til að skoða hinar frægu Catacombs. Það var hætt að rigna en hvílík röð... við stóðum nákvæmlega 3 klst í röðinni áður en við komumst inn. Biðin var vel þess virði - þetta er ólýsanlegt... mannabeinum raðað í mynstur í þessum hvelfingum. Við vorum klst að fara eftir öllum göngunum. Þetta var orðinn langur dagur... en það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom á hótelið var að kaupa skip-the-line-priority í Louvre og Eiffel turninn.

2.júlí

Louvre... við sóttum miðana kl 9 á ákveðinn stað. Og fórum fram fyrir alla röðina. Við byrjuðum í listaverkaálmunni... Móna Lísa var á sínum stað. Hvílík stærð á þessu safni og auðvelt að týnast... við sáum bara brot EN ég m.a.fékk ósk mína uppfyllta að sjá egypska múmíu. Louvre var nóg fyrir okkur í dag... margra km ganga á hörðum gólfum.

3.júlí

Í dag áttum við pantað í Eiffel turninn kl 10. Við sóttum miðana og fengum leiðsögumann með okkur sem fór með hópinn fram fyrir allar raðir. Við fórum fyrst upp á "aðra hæð" og svo upp í topp... MAÐUR MINN, hvílíkt útsýni... 
Við tókum lyftuna niður á aðra hæð... og gengum um 150 tröppur niður á "fyrstu hæð" þar sem við gátum meðal annars gengið á glergólfi... Vá, hvað það var erfitt svona hátt uppi að sjá fólkið undir. Þar borðuðum við hádegismat.
Síðan gengum við meðfram Signu niður að litlu frelsisstyttunni sem var þakklætisvottur US til Frakka fyrir stóru frelsisstyttuna. Þaðan tókum við lest til að skoða Sigurbogann. Hann er eitt stórt listaverk. Þetta var orðið gott í dag. Sólin skein glatt í allan dag.

4.júlí

Ég hafði reynt eins og ég gat að fá forgangsmiða í Notre Dame... en þeir voru ekki til. Það er ókeypis í kirkjuna sjálfa en raðirnar geta verið skelfilegar. Hins vegar þarf að borga fyrir að fara upp í turnana og sjá bjöllurnar og útsýnið yfir borgina. Við ákváðum að mæta snemma... vöknuðum fyrir kl 7, borðuðum morgunmat og skelltum okkur strax í lestina. Svavar hefur séð um leiðsögnina á staðina (open streetmap) og við vorum með fyrstu mönnum á staðinn og gengum beint inn í kirkjuna. Síðan náði ég að skrá/panta aðgang að turnunum rúml. 10.
Þetta gat ekki heppnast betur... Þegar við vorum komin upp allar 422 tröppurnar sáum við hvað það var komin löng biðröð til að komast inn í kirkjuna. Notre Dame var eina mannvirkið sem við áttum eftir að skoða... um hádegið var því náð... og við röltum rúma 3 km aftur á hótelið, bara af því að veðrið var svo gott. 
Á hótelinu gerði ég frumstæðan PARÍS... það verður að hoppa einn París í París :)

5.júlí... vakna kl 4:20, leigubíll á völlinn kl 5, flug heim kl 8


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband