Bloggfærslur mánaðarins, maí 2017
26.5.2017 | 00:19
Kefl - Boston - Buffalo - Minneapolis - Chamberlain - Rapit City - Sioux Falls - Minneapolis - heim
25.maí...Vá hvað morgunflug er ólíkt léttara þegar maður ætlar að keyra einhverja vegalengd á eftir. Við erum búin að bíða eftir þessari ferð... vetrarstarfinu lauk í gær og fríið byrjar í dag. Vala og Hjöddi eru með okkur. Þau sóttu okkur kl 7:30 og við nutum okkar í betri stofunni fyrir flug... Allt gekk vel... við fengum frábæran bíl og keyrðum af stað til Buffalo... eftir nokkur stopp komum við til Amsterdam um kvöldmatinn en við gistum þar í nótt.
Super 8, 5502 Route 30, Amsterdam NY 12010
Tel: 518 843 5888 room 112
......................................
26.maí... Við vöknuðum snemma, borðuðum morgunmat og keyrðum til Buffalo. Við áttum pantaða og fengum svítu fyrir okkur þar. Þá ákváðum við að fara strax í Niagara fossana. Veðurspáin hafði ekki verið sérstök en það rættist úr veðri. Við keyptum okkur skoðunarpakka, bátsferð og fleira sem tók í allt 4 og hálfan tíma. Tékkuðum okkur inn á svítuna á Super 8.
Super 8 1288 Sheridan Drive, Kenmore NY 14217 (Buffalo)
Tel: 716 876 4020 fyrst 201 og svo 107
27.maí... Við vöknuðum snemma... fengum skipt á svítunni og 2 einstaklingsherbergjum niðri... síðan drifum við okkur yfir til Kanada en Niagara fossarnir sjást betur þaðan. Af því að við vorum snemma lentum við ekki í neinum biðröðum við landamærin. Síðan fórum við að sækja númerið fyrir maraþonið á morgun.
28.maí... Buffalo maraþon... umfjöllun verður á byltur.blog.is. Vala og Hjöddi buðu okkur út að borða eftir hlaupið og ég valdi buffetið í Niagara Falls Casino. Frábær endir á góðum degi.
29.maí... Pakkað... og búðarráp fram að flugi, fyrst flug til Chicago og þaðan til Minneapolis. Veðurspáin fyrir dagana í Buffalo var ekki góð en við vorum blessuð með frábæru veðri allan tímann. Við lentum eftir kl 10 um kvöldið í Minneapolis... veðrið var gott og við fengum lúxus van. Sem betur fer var stutt á hótelið... og í svefn.
LaQuinta Inn, Minneapolis 7815 Nicollet Ave S-Bloomington, MN 55420
Tel: 952 881 7311 room 1010
30.maí... Eftir morgunmat var lagt af stað... stoppað nokkrum sinnum á leiðinni... þar á meðal við nýja minnismerkið af indiánakonunni við Chamberlain þar sem við gistum í nótt.
Super 8 Box 36, Chamberlain 57325
Tel: 605 734-6548 room 114
31.maí... Þetta er allt að gerast...Stoppuðum í 1880 Town til að teygja úr okkur á leiðinni til Rapit City. Eftir að hafa tékkað sig inn hótelið, keyrðum við að Mount Rushmore. Veðrið hefur verið dásamlegt... í kringum 25-30c... Forsetarnir voru þarna ennþá... við Lúlli erum hérna í 3ja sinn. Mikil upplifun fyrir Völu og Hjödda. Keyrðum í gegnum gamla bæinn og upp að Crazy Horse. - smá shopping spree -
The Foothills Inn, 1625 LaCrosse St. Rapit City, SD 57701
Tel: 605 348-5640 room 236
1.júní... Dagarnir eru alltaf teknir snemma hjá þessum fararstjóra... Eftir morgunmat keyrðum við til Belle Fourche og við stóðum á landfræðilegri miðju Bandaríkjanna. Skoðuðum skemmtilegt safn inni þar sem Hjöddi fann ævaforna prentvél... gaman fyrir prentarann :)
Þaðan keyrðum við gegnum Ponderosa gamlan kúrekabæ á leiðinni til Devils Tower... Því fyrirbæri er erfitt að lýsa... himinnhár stuðlabergs-turn... ummálið neðst er 1,6 km, hæðin frá rótum er um 300 metrar þverhnípt en hann stendur í um 1700m hæð. Ég er búin að bíða lengi eftir að sjá þetta undur. Devils Tower var fyrsta "Monument" USA.
Á leiðinni til baka keyrðum við niður Spearfish Canyon. Fallegt og friðsælt gil.
2.júní... Í dag lögðum við af stað áleiðis til Minneapolis. Á leiðinni keyrðum við í gegnum undraveröldina Badland þar sem fjöllin eru röndótt og landslagið er engu líkt. Þegar við áttum eftir uþb 45 mílur til Sioux Falls sprakk dekkið bílstjóramegin að framan... Ég var á krúser á 80 mílum sem er 130 km hraði og með trailer að taka fram úr mér vinstra megin... Mér tókst að stoppa farsællega í kantinum... Dekkið var í tætlum en felgan heil. Lúlli og Hjöddi fundu varadekkið og skiptu um. Við keyrðum síðan á 50 mph til Sioux Falls á kleinuhring. Blessuð að vera heil á húfi. Við keyptum síðan nýtt dekk í Walmart og versluðum á meðan það var sett undir.
Econo Lodge Sioux Falls, 5100N Cliff Ave Sioux Falls SD 57104
Tel: 605 331-4490 room 514
3.júní... síðasti leggurinn keyrður til Minneapolis og BEINT í Mall of America. Þar var verslað, borðað og skoðað fiskabúrið á neðstu hæð.
Super 8 6445 James Circle, Brooklyn Center/MPLS, MN 55430
Tel: 763 566-9810 room 154
4.júní... Nú skal versla ALLAN daginn...enda höfum við ekkert annað að gera ;) Við gerðum víðreist út um allt og fórum meira að segja í Costco. Hitinn hefur verið um 90F eða vel yfir 30 stig í dag. Dásamlegt.
5.júní... Heimferð í dag... pakkað, kíkt í búðir og bílnum skilað og hangið aðeins á flugvellinum...
6.júní... lent heilu og höldnu í Keflavík um 6am... Frábærri ferð lokið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.6.2017 kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Augu almannavarna á mikilvægum innviðum
- Hraun fór yfir Grindavíkurveg
- Él á Norður- og Austurlandi
- Sáu eldgosið brjótast út frá Snæfellsnesi
- Búseta skortir byggingarlóðir
- Gosið gæti varað lengur: Meiri fyrirstaða í gosrásinni
- Erlendir miðlar greina frá tíunda gosinu
- Beint: Eldgos hafið við Stóra-Skógfell
- Verulegar líkur á að hraun renni yfir veginn
- Bein útsending frá gosstöðvunum
- Rafhlaða drónans tæmdist: Þetta leit ekki vel út
- Virknin náð hámarki: Hraun 500 metra frá veginum
- Innan við kílómetra frá Grindavíkurvegi
- Hraun gæti runnið yfir Grindavíkurveg
- Gasdreifingarspá vegna eldgossins