Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2017

Kef - Denver - Nashville TN

27.apríl
Jæja...enn einu sinni farin út að hlaupa. Ég er ein í þetta sinn enda er þetta bara helgarferð. Það eina sem hefur verið smá áhyggjuefni er hálsbólgan, kvefið og magakveisan sem ég hef verið með undanfarið. Ég hljóp ekki í viku vegna þessa. En nú er komið að því.

Flugið til Denver tók 7:50 og komið fram yfir miðnætti heima þegar ég var komin á hótelið. Ég fór fljótlega að sofa því ég átti flug með South-West kl 6:30 am. Fyrir smá mistök lét ég klukkuna vekja mig kl 3 am - ég var búin að panta skuttluna kl 4:30... en svo komst ég með skuttlunni kl 4 svo þetta var allt í lagi. 
Ég var á sama hóteli og við Lúlli vorum veðurteppt á í fyrra. 

Days Inn Airport
7030 Tower Rd, Denver CO
Tel: 303 373-1500 room 202

28.apríl
Flugið til Nashville tók rúma 2 tíma og klukkan færðist fram um 1 tíma. Ég fékk bílinn og fór á hótelið... en fæ ekki herbergið fyrr en kl 3. Ég sótti gögnin, keypti mér morgunmat og vatn og fékk mér að borða... Fékk herbergið og tók til hlaupadótið fyrir morgundaginn.

29.apríl
Dagurinn byrjaði mjög snemma með maraþoni... allt um það á byltur.blog.is
Eftir sturtu og símtal við Bíðara nr 1 fór ég út að borða og í nokkrar búðir... og svo tók ég það rólega.

30.apríl
Það var gott að geta sofið út en samt vaknaði ég snemma... fór í morgunmat, skipulagði daginn og lagði af stað. Fyrst var Target, Walmart, Lowes og svo Golden Corral. Það var búið að vera heitt og rakt úti en meðan ég var að borða breyttist verðrið í TROPICAL STORM eins og fólkið sagði sem leit út um gluggana. Breytingin var þannig að ég tók videó og setti á facebook. Þegar ég kom aftur á hótelið pakkaði ég því mesta, stærstu pökkunum, talaði við Bíðarann... hann er alltaf í beinu sambandi og horfði á eina bíómynd. 

1.maí
Ég frétti að það væri hefðbundið skrúðgöngu-slagveður heima... en frábært veður hér. Ég fór í morgunmat, skilaði bílnum og tékkaði mig inn. Ég gat ekki tékkað töskurnar inn alla leið, þannig að í Denver, lenti ég í Terminal C og þurfti að taka lestina í tösku-komudeild, taka töskurnar, tékka mig inn aftur, fara í gegnum eftirlitið og lestina til baka í B (United Lounge) og svo er Icelandair í Terminal A. Ég á flug heim kl 17:20

Days Inn Airport Nashville
821 Murfreesboro Pike Nashville 37217
Tel: 1 615 399 0017  room 641


Keflavík - London - Róm

31.mars...

Evrópuflug er alltaf morgunflug... við áttum flug til London kl 7:40... vöknuðum kl 4am. Við flugum í breiðþotu til London og þurftum að skipta um terminal, fara úr 2 í 4 og það krefst amk auka hálftíma í stoppi. Okkur finnst Heathrow leiðinlegur tengiflugvöllur. Við komumst í gegnum eftirlitið í terminal 4 án þess að hafa farmiða... en gátum síðan ekki keypt vatnsflösku án farmiða. Farmiðann gátum við ekki prentað út fyrr en 2 tímum fyrir brottför. Við flugum svo með Alitalia til Rómar. Ég var búin að panta leigubíl sem beið við útganginn. Við vorum hundþreytt þegar við komum á hótelið og fórum fljótlega að sofa. Við getum ekki hafa verið heppnari með staðsetninguna á hótelinu. 

1.apríl

Við vöknuðum snemma... raunar var lítið sofið, því það virðist sem vinsælasti partýstaðurinn sé á torginu fyrir neðan gluggann hjá okkur. Við fengum okkur morgunmat... Við gistum í nunnuklaustri!!!  og dagurinn var notaður til læra á lestarkerfið og sækja gögnin fyrir maraþonið. Það gekk bara vel þó gangurinn væri langur, bæði í expo-inu og að því frá lestinni. Lestarstöðin okkar er við Colesseo þ.e. hið heimsfræga hringleikahús. Við létum okkur nægja að skoða það að utan í dag... hvíla fæturna aðeins fyrir hlaupið á morgun. Veðrið var dásamlegt. Fórum snemma að sofa en það var kátt fyrir utan gluggann á laugardagskvöldi og illa sofið.

2.apríl

Við erum svo heppin að hótelið hafði morgunmatinn klst fyrr í dag vegna maraþonsins. Eftir að hafa borðað og græjað sig, gengum við á startið. Allt um hlaupið á byltur.blog.is
Eftir hlaupið labbaði ég á hótelið, Lúlli mátti ekki bíða við markið og það rigndi svo mikið að hann fór á hótelið. Ég fór í sturtu... þá var stytt upp og við gengum niður að hringleikahúsinu og skoðuðum það að innan. Hvílíkt mannvirki.

3.apríl

Við ákváðum að nota daginn í að skoða Vatikanið og Péturskirkjuna. Nú erum við eins og innfæddir í lestunum. Í hverju skrefi er kirkja eða rústir.

RÓM ER Í RÚST

Alls staðar voru kílómetra langar raðir en við komumst fram fyrir þær út á ART-kort sem fylgdi maraþoninu. Fengum að skipta um herbergi... sem snýr út að lokuðum garði bakvið.

4.apríl

Leigubílstjórinn sem keyrði okkur á hótelið frá flugvellinum sagði okkur að það væru 700 kirkju í Róm. Við skoðuðum nokkrar í dag... þær voru allar í næsta nágrenni... Hvílík listaverk, hátt til lofts og vítt til veggja.

5.apríl

Við ákváðum að taka lestina til Pisa og skoða skakka turninn. Það voru 4 tímar hvora leið og strætó á staðnum. En í staðinn sáum við landið og gátum hvílt fæturna... Lúlli var orðinn mjög þreyttur af göngu. Komum seint heim.

6.apríl

Eg vildi hvíla fætur Lúlla BETUR ;) og taka lestina til Pompeii en hann vildi það ekki. Við skoðuðum Santi Páls kirkjuna og sátum aðeins úti á Piazza Del Popolo... það sem ég meðal annars réðist inngöngu til að skoða lögreglustöð, en fékk ekki... hvernig á maður að vita hvað er safn og hvað ekki... dyrnar voru opnar :) á torginu hittum við fyrir tilviljun íslensk hjón...
Við eigum 693 kirkjur eftir :O

7.apríl

Heimferð í dag. Við skráðum okkur út af hótelinu um kl 9 og drógum töskurnar á eftir okkur í lestina... lest frá Colosseo til Termini og þar tókum við Leonardo Express út á flugvöll.
Við áttum flug kl 14:15 með Alitalia til London og með Icelandair heim kl 21.10.

Casa Santa Sofia,
Piazza Della Madonna Dei Monto 3, Monti Roma 00184...
tel 3906485778, room 203 og svo 313


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband