Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2016

Clayton NM - Pueblo CO

GLEÐILEGA PÁSKA
Það var nokkurra stig frost þegar við vöknuðum... það var ekki eftir neinu að bíða fyrst ég hætti við maraþonið í dag... við lögðum af stað strax eftir morgunmat.

Viðvaranir í gærkvöldi bentu til að það gæti verið snjór á Raton Pass enda fór hitinn þar niður í 10F (32F = 0°c) en það var búið að skafa veginn mjög vel og góð færð. 

Við komum um hádegi til Pueblo (sól og hlýtt) og byrjuðum að versla það sem var á listanum, tékkuðum okkur inn á hótelið (sem ég mæli hiklaust með) borðuðum á Golden Corral og tókum því rólega... ég pakkaði niður... tvær búðir bíða til morguns því þær voru lokaðar í dag.

Ramada Pueblo
4703 N Freeway Road, Pueblo, CO 81008
Phone: 719 544-4700 room 105


Ulysses Kansas - Clayton New Mexico

Hvílíkir sjúklingar á ferðalagi. Lúlli að kafna úr hósta, eins og ég var áður en ég fékk sýklalyfið... ég er aðeins skárri en langt frá því að vera góð. Svo er ég eftir mig eftir maraþonið og með blöðru undir og á öðrum hælnum.

Við fórum frá Ulysses og keyrðum í gegnum hvern bæinn á fætur öðrum til Clayton. Við verðum að segja að við höfum ekki lent í því áður að hafa ekki komist í Walmart eða einhverja venjulega búð. Það var ekkert á leiðinni og Family Dollar og Dollar General einu búðirnar hér.

Super 8
1425 South 1st street,
Clayton NM 88415-2001
phone: 575 374-8127 room 102  


Keflavík - Denver CO - Ulysses KS

ON THE ROAD AGAIN...

Síðasta vikan fyrir frí er alltaf extra annasöm... og þessi var í takt við það... en við höldum enn að við höfum ekki gleymt neinu ;)

Þriðjudagur...
Flugið til Denver var 7 tímar og 30mín og við létum okkur það ferðalag nægja í dag og gistum á ágætis Days Inn við flugvöllinn.

Days Inn and Suites Int Airport
7030 Tower Road Denver CO 80249
Phone: 303 373-1500 room 216

................................

Miðvikudagur...
Þegar vöknuðum daginn eftir var snjó-stormur / blissard í fullum gangi... við fylgdumst með öllum fréttatímum og veðurfréttum. Það er vægast sagt brjálað veður, ekkert ferðaveður enda allir vegir lokaðir, allt flug var fellt niður til og frá Denver. Við ákváðum að vera aðra nótt... og fengum það því við vorum gestir en annars voru öll hótel full og neyðarástand í flugstöðinni. Ég hringdi og afpantaði hótelið í Lamar og sagðist sækja pakkana sem ég á þar, á morgun.

................................

Fimmtudagur...
Við ákváðum að leggja af stað og keyra rólega þessa 300 mílur til Ulysses Kansas. Í fyrstu vorum við að keyra eftir velsköfnum vegi með fjölda bíla utanvega til beggja handa en eftir nokkra klukkutíma var orðið snjólaust.

Við komum til Ulysses í björtu, fengum okkur að borða og tékkuðum okkur inn á hótelið.

Corperate East Hotel
1110 E Oklahoma, Ulysses KS 67880
Phone: 620 356-5010  room 118 (virkilega flott hótel)


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband