Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2016

Las Vegas - Denver - heim

Við erum búin að hafa það æðislega gott í Vegas. Ég byrjaði á að fara í eitt erfiðasta maraþon sem ég hef hlaupið... en svo tók dekrið við... með hefðbundnu búðarrápi og heimsókn til Lilju.

Nú er komið að heimferð... við vöknuðum kl 5am því við áttum flug kl 8:45... eftir að hafa beðið hálftíma úti í vél var öllum sagt að fara aftur inn í flugstöð...en það verður amk 1 og 1/2 tíma seinkun á fluginu... ég bíð í röð eftir næsta skrefi/úrræði United.

................

Þegar röðin kom að mér og þau fengu að vita að við ættum tengiflug kl 16:15 var mér strax sagt að ég myndi missa af því en fengi hótel og mat í Denver og yrði að redda mér sjálf heim.... Ég hringdi á Viber til Hörpu... og við nánari athugun var ekki flug til Íslands daginn eftir... og RÁNDÝRT að breyta.

Svo talaði ég við annan starfsmann og hann bókaði okkur aftur í biluðu vélina, því fluginu hafði ekki enn verið aflýst... og við tókum sénsinn að hún færi í tæka tíð svo við næðum Icelandair... og Guði sé lof hún fór á síðustu stundu og þá kom í ljós að við, farþegarnir vorum aðeins FIMM talsins, öll sett á saga-class með fullri þjónustu. Vélin fór í loftið 12:30 og lenti 15:20
Þegar við komum til Denver flýttum við okkur eins og við gátum, þar eru langir gangar og lest á milli terminala.

Við náðum í tæka tíð því það var 15 mín seinkun hjá Icelandair vegna neyðarlendingar American Airlines og stæði Icelandair var haft autt þar til allt var yfirstaðið. 

Guði sé lof að við komumst heim í dag.


Keflavik - Denver - Las Vegas

já góðan daginn

Eftir ..M J Ö G.. langan dag í gær erum við komin til Las Vegas. Við áttum að fara í loftið kl 5 en það var einhver seinkun. Flugið til Denver tók rúma 8 tíma... þá tók við 4 klst bið eftir flugi með United til Las Vegas. Kl 2 am á staðartíma í Vegas vorum við komin með þennan flotta van og renndum á uppáhalds hótelið okkar... og beint að sofa.

Palace Station

2411 West Sahara Ave

phone: 702 367 2411... room 2306


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband